Skabbi

Forum Replies Created

Viewing 25 posts - 176 through 200 (of 386 total)
  • Author
    Posts
  • in reply to: klifur í dag #54951
    Skabbi
    Participant

    Við Hrönn og Sissi kíktum í stutt klifur í gær uppúr hádegi. Fyrir valinu varð Vallárgil í Esjunni, beint fyrir ofan Kjalarnes. Fossinn í gilinu er í flottum aðstæðum, hægt að velja um margar miserfiðar leiðir upp. Stutt og þægileg aðkoma = þægindi og skemmtilegheit!

    Sáum menn í stuttu leiðinni ofan við skógræktarreitinn í Úlfarsfelli.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Ársritin #54900
    Skabbi
    Participant

    Ritnefnd þakkar hlýleg orð í hennar garð. Við vonum að fólk geti haft e-ð gagn og gaman af ritinu. Það er alltaf gaman að fá feeback frá lesendum, bæði klapp á bakið og ábendingar um það sem betur má fara eða hugmyndir að efni í næsta rit.

    Nú sem endranær bendum við á að uppistaðan af ársritinu er innsent efni frá félögum í klúbbnum. Það er því full ástæða til að hvetja menn áfram í þeim efnum.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Vertíðarmenn og konur í Chamonix? #54890
    Skabbi
    Participant

    Tala nú ekki um ef þú lofar BennyHAHA í mannskapinn…

    Skabbi

    in reply to: Brasilian gully. Skálagil. Haukadal #54878
    Skabbi
    Participant

    “Er þetta e-ð að þynnast þarna?”

    – óborganlegt

    in reply to: Brasilian gully. Skálagil. Haukadal #54875
    Skabbi
    Participant

    Vá, þetta er alger snilld Palli!

    Skabbi

    in reply to: Mynd dagsins #54819
    Skabbi
    Participant

    Þú ert bara öfundsjúk af því að þú ert ekki vinur hans Sigga Tomma.

    in reply to: fjallaskíða og telemark græjur til sölu #54813
    Skabbi
    Participant

    Ég skal kaupa þær af þér ef þær eru ekki Xtra large.

    Skabbi

    in reply to: Tryggingamál #54805
    Skabbi
    Participant

    Einhverra hluta vegna virðast stórir erlendir klúbbar geta boðið upp á klifur/skíðatryggingar á tiltölulega viðráðanlegu verði (BMC býður ýmsar klifur og skíðatryggingar á 100 – 150 pund árið). Hvernig þær tryggingar eru útfærðar veit ég ekki en giska á að það sé í samstarfi við e-t stórt tryggingafélag. Það mætti vel kann hvernig það samstarf varð til og er við haldið. Íslenskir ísklifrarar sem hagsmunahópur held ég að hossi ekkert sérlega hátt. Það væri nærtækara að leita til samstarfs við stærri klúbba sem eru með sín mála á tæru.

    Í því samhengi verð ég að segja að ég skautaði í gegnum síðu UIAA og gat ekki með nokkru móti fundið neitt sem bendir til þess að meðlimir þess séu á e-m sérkjörum hvað tryggingar varðar. Ef e-r veit betur má gjarnan leiðrétta það. Ef það er staðreyndin að öll þau félög sem aðilar eru að UIAA fá tryggingar á vildarkjörum held ég að það væri sterk ástæða til að þess að skoða inngöngu aftur.

    skabbi

    in reply to: Trommarinn, Skálagil, Haukadal. #54749
    Skabbi
    Participant

    Maður hefur heyrt tröllasögur af óaðfinnanlegu klifri hjá þessari þjóðsagnaveru. Þær sögur eiga greinilega við rök að styðjast, slík var fimin. Og það þarf engan að undra að maðurinn sé margfaldur íslandsmeistari í skotfimi, allavega ekki oft sem axirnar geiguðu.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Ísklifur þessa helgi? #54748
    Skabbi
    Participant
    Quote:
    What more do I need to do to get you guys out of town?

    Bring the temperature down about 5 degrees…

    Seriously though, this early winter has been absolute crap. No ice and still nothing but rain in the charts. The forecast for the weekend is 6-8 degrees and showers in Reykjavík and that’s just not good ice-climbing weather.

    So the only plausable ice-climbing over the weekend is Sólheimajökull and that’s only fun if the weather is decent (today the forcast is VERY windy on the south coast over the weekend).

    To sum it up, there are no ice-climbing conditions on the south-west corner these days. No amount of cake will fix that. And you can’t fix the weather by calling us pussies either. True as that may otherwise be.

    If the weather changes and conditions with it, I’ll be sure to give you a call.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Artic storm í Haukadal 2001 #54739
    Skabbi
    Participant
    in reply to: Hnappavellir -nýr leiðarvísir #54695
    Skabbi
    Participant

    Snöfurmannlega gert! Um að gera að borga kamargjaldið, óvíða sér maður krónum sínum eins vel varið og þar.

    Skabbi

    in reply to: Fyrsta ísklifur vetrarins? #54675
    Skabbi
    Participant

    Lítill fugl sagði mér af tveimur heljarmennum sem keyrðu upp undir Þórisjökul þann 3. október. Fundi dulítið ísskæni og klifu. Ekki hefi ég heyrt af frekari afrekum síðan þá.
    Jonni og Örvar hafa samt líklega verið fyrstir til að klifra “ágætis ís” í vetur, sem og fyrstir til að gera vaffþræðingu, ef það má vera e-r huggun harmi gegn.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Hnappavellir – húsbyggingar #54668
    Skabbi
    Participant

    Hverskonar bygging er í smíðum? Við höfðum veður af því fyrir ári síðan að fyrirbæri sem kallast “Ríki Vatnajökuls” væri að plana byggingu á e-skonar “Eco-kamri”. Frétti svo ekkert meira af því máli og ekkert gerðist í sumar.

    Skabbi

    in reply to: Fyrir sófaklifrarana… #54652
    Skabbi
    Participant

    Fyrst þessu þráður er hvort eð er kominn út um víðan völl ætla ég að bæta smá við. Á heimasíðu Patagonia er að finna sæg af skemmtilegum myndböndum. Einn gullmolinn sem ég rakst á þar fjallar um alpinisma með þeim Micah Dash og Johnny Copp.

    http://www.youtube.com/watch?v=UgKBQ1P3t54

    Það er sorgleg eftirskrift við þetta myndband að þeir félaga fórust í snjóflóði ásamt fálaga sínum Wade Johnson e-sstaðar í Kína síðastliðið sumar.

    Þar hafiði það.

    Skabbi

    in reply to: Jet Boil og hvar fæ ég það? #54625
    Skabbi
    Participant

    Bragi Freyr Gunnarsson reit:

    Quote:
    Veit ekki með reactorinn en ég missi þvag af gleði í hvert sinn sem ég kveiki upp í Jet Boilinum mínum. Hef reyndar ekki prófað hann í miklu frosti.

    B

    Enda margsannað að þvaglát í miklu frosti eru skammgóður vermir…

    Skabbi

    in reply to: Klifur í sumar. Vídjó #54606
    Skabbi
    Participant

    Anna Guðbjört Sveinsdóttir upplýsti:

    Quote:
    Ohh ertu ekki að grínast! Jæja, þetta fæ ég fyrir að skrópa í KH. Er hægt að kaupa myndina í sjoppunni?

    Djöfulsins.

    Var það ekki, skrópað í Klifurhúsið til að hanga í sjoppunni. Er það svona sem afreksmenn verða til?

    Herra rigningarmánudagur….

    in reply to: K7 – Premature ejaculation #54578
    Skabbi
    Participant

    Uh, ég hefði giskað á e-sstðar í ölpunum að vetri til. Svarið stendur reyndar á myndinni…

    photo of a climber on the Aiguille d’Entreves Travers in the Chamonix, Mt. Blanc area

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: ís? #54566
    Skabbi
    Participant

    Hi

    Despite the cold spell last week I really don’t think you’ll find any climbable ice outside of glaciers. Looks like warm temps and rain until next week.

    The first decent ice-climbing days are usually not seen until the end of October or mid-November.

    It will be colder when you get beck from your trip so you’ll have something to look forward to when you are being sun-baked in Spain.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Framhandleggi einsog á Stjána Bláa #54538
    Skabbi
    Participant

    Hefðbundna æfingatólið orðið slappt?

    in reply to: Bakpokar #54529
    Skabbi
    Participant

    Sissi skrifaði:

    Quote:
    (Skabbi var ekkert að minnast á 100L pokann sem hann á síðan hann var Norðmaður ;)

    110L, svo það sé á hreinu. Þetta er minni gerðin, sú stærri er 130L. Ætluð til að bera sundurhlutaða elgi og sauðnaut ofanúr fjöllum til byggða.

    Hvað var ég að spá?

    Skabbi

    in reply to: Bakpokar #54522
    Skabbi
    Participant

    Guðlaugur Ingi Guðlaugsson mælti:

    Quote:
    … einn fyrir allt gengur auðvitað ekki upp.

    Amen!

    Síðast þegar ég keypti ísklifurpoka lagði ég af stað með hugmyndir um 30-35 lítra en endaði í BD Predator 55L. Ástæðan? Ég varð gráðurgur, hélt að ég gæti fengið einn poka sem væri góður í ísklifrið, fjallabröltið, lengri og skemmri vetrarferðir… Niðurstaðan? Poki sem er of stór fyrir ísklifur, allavega fyrir titt eins og mig. Það er reyndar mjög þægilegt að ganga með hann og pakka í hann en þegar klifrið er orðið bratt er hann bara óþægilegur, liggur hátt og rekst í hjálminn.

    Atriði sem ég myndi hafa í huga fyrir ísklifurpoka:

    – góðar axafestingar
    – system til að festa brodda
    – vasi fyrir vatnsblöðru getur komið sér vel (“hydration is key!”)
    – lok sem hægt er að taka af
    – grönn mittisól
    – ekki stærri en 40L og léttur eftir því
    – krúsjalt að hann liggi ekki of hátt og hindri hreyfingar höfuðsins

    Ef ég hefði efni á að fá mér nýjan poka myndi ég skoða þessa poka mjög vel.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Ís tís #54514
    Skabbi
    Participant

    Já, helvíti magnað. Ég þykist reyndar sjá að gaurinn sé tryggður í bolta í veggnum bakvið kertið. Vona það allavega hans vegna. En ég væri vel til í að sjá svona eins og 5 sekúndur í viðbót af þessu skoti.

    Allez…brrrr!

    Skabbi

    in reply to: Gri Gri og þynnri línur #54502
    Skabbi
    Participant

    Daði Snær Skúlason spurði:

    Quote:
    Heil og sæl

    Hefur einhver reynslu af því að nota Gri Gri með 9.8 mm línum? Er það ekki alveg að ná að bremsa?

    kv. Daði Snær

    Ég ætla ekki að segja þér að það sé í lagi að nota 9,8 mm línu þar sem GriGriið er gefið upp fyrir 10-11 mm línur. Hinsvegar er það staðreynd að margir nota GriGri með mjórri línum, án þess að af því hljótist bráður bani.

    Hinsvegar verður að hafa í hyggju að 9.8 mm lína, sérstaklega þegar hún er ný, kemur til með að matast MUN hraðar í gegnum tólið en sverari línur og minnka því líkurnar á að GriGriið bíti. Það er því alveg krúsjalt að hafa hægri hendina ALLTAF á línunni, alveg eins og ef um túpu væri að ræða. Það er Í ALVÖRU ekki víst að GriGriið grípi leiðslufall á mjórri línu ef hægri hendin heldur línunni ekki fastri.

    Ég nota GriGri eins og kennst er sem “new method í myndbandinu að neðan.

    http://www.youtube.com/watch?v=aSVchbjVKLE

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Tilboð hjá Fjallakofanum – BD Fusion #54489
    Skabbi
    Participant

    Djöfull lítur þetta vel út. Það er samt andskotanum erfiðara að finna upplýsingar um þessar axir á netinu…

    Allez!

    Skabbi

Viewing 25 posts - 176 through 200 (of 386 total)