Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
SkabbiParticipant
Hæ
Þetta er sniðugt, akkuru var maður ekki löngu búinn að fatta þetta!
Skabbi
SkabbiParticipantHæ
Ég þakka þeim sem mættu á glöggina í gærkvöldi, mikið gaman, mikið grín.
Þeir sem fóru í Eilífsdal fyrr um daginn báru af þegar kom að kálfakeppninni.
Allez!
Skabbi [img]https://www.isalp.is/media/kunena/attachments/legacy/images/kalfar.JPG[/img]
SkabbiParticipantHæ
Úr því sem komið er held ég að það sé engum til gagns að þegja um þennan leiðinda atburð. Ég vænti þess að þeir sem hlut áttu að máli get skýrt þetta betur út en ég þegar fram líða stundir.
Slysið átti sér stað í stóru hvelfingunni í Austurárdal, sem kallast víst Banagil. Þar voru að klifra þeir Ágúst þór, Ívar Hardcore og Björgvin Hilmarsson. Þeir höfðu nýlokið við að klifra afbrigði af Bláu leiðinni. Björgvin var á e-m þvælingi innst í hvelfingunni þegar hann hrasaði, rann til á smá ísfláa og skall með sköflunginn á grjóti. Við þetta “meinleysislega” slys fór sköflungurinn í sundur, frekar harkalega og þeir áttu engan kost annan en að kalla á hjálp til að koma honum undir læknishendur.
Bjöggi fór í aðgerð í gærmorgun þar sem brotið var sett saman aftur. Hann ber sig eftir atvikum vel. Þetta er ákaflega leiðinlegt náttútulega og við vonum að sjálfsögðu að Bjöggi hljóti eins skjótan bata og hægt er.
Skabbi
SkabbiParticipantHæ
Tókum smá bíltúr á laugardaginn. Röltum eins langt og við komumst inn Glymsgil en urðum frá að hverfa, ekki frosið innúr. Teljum að nægur ís sé í innstu leiðunum en Hvalirnir og aðrar ytri leiðir eru því sem næst íslausar.
Múlafjall er svo gott sem íslaust, nema Rísandi. Þó virtist neðsta haftið ekki almennilega frosið.
Oríon var heldur þunnildislegur en hugsanlega fær. Lítill ís annarsstaðar í Brynjudalnum.
Þilið og Einfarinn virtust vera í góðum gír, Þilið býsna svert.
Ekkert markvert að gerast í Vesturbrúnum eða Búahömrum. Sá reyndar ekki almennilega upp í Tvíburagil.
Vonbrigði…
Skabbi
SkabbiParticipantFriðjón Þorleifsson wrote:
Quote:Alveg buinn ad gleyma hvad gaurinn getur hangid endalaust i tvistunum!!!Hver þá? ROK, Búbbi, Ívar eða Palli?
Skabbi, sem skilur ekki…
SkabbiParticipantKlikkað!
Palli ertu til í að teyma mig upp þegar ég er orðinn 45?
Skabbi
SkabbiParticipantHæ
Gríðarlega áhugaverð umræða. Verst að ég er eiginlega engu nær um hvað raunverulega gerðist. Voru skrúfurnar togaðar út úr ísnum eða sprakk ísinn hreinlega út frá skrúfunum allt í einu? Heppnir að síðasta skrúfan í akkerinu hélt þeim báðum…
Þetta kennir manni líklega að hafa varann á ef mjög kalt er í veðri og að huga vel að akkerinu. Ég hefði líklega splæst þriðju skrúfunni í akkerið ef ísinn var jafn brothættur og þeir vildu meina.
Þar sem Himmi er nú þegar byrjaður að afvegaleiða þenna þráð dettur mér í hug þetta yndislega myndskeið, sem er svo yndislega/kvikyndislega skemmtilegt þegar maður situr inni í hlýjunni. With friends like this, who needs enemies?
http://www.youtube.com/watch?v=DDGf-LF3jh4&NR=1
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipantHæ
Dóri sér um sína, og alltaf til í prútt, sérstaklega eftir einn eða tvo pólska piwo.
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipantSigurður Tómas Þórisson wrote:
Quote:Ekki spennandi að hanga fastur í svoleiðis ef það poppar.En Siggi, þetta brotnar aldrei!
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipantSæll Elvar
Þar sem þú ert að skrifa á Ísalp spjallið í fyrsta skipti er ekki víst að þú hafir fylgst vel með umræðunni upp á síðkastið. Ég bendi þér sérstaklega á þennan þráð um líftíma klifurbelta.
Af öxinni, skónum og broddunum að dæma er þetta dót ekki spánýtt, þó að það sé lítið notað. Hversu gamalt get ég ekki sagt til um en nauðsynlegt er að það komi líka fram.
Góðar stundir
Skabbi
SkabbiParticipantHæ
Þetta er rosalegt drengir, gott að ekki fór verr. Eru axirnar hans Palla týndar fram á vor?
Og ég vill sjá mynd af trýninu á Sigga!Skabbi
SkabbiParticipantÍvar F Finnbogason skrifaði:
Quote:SælÉg vona að ég sé ekki að vera of framhleypin og frekur en ég er að fara að kenna ísklifurnámskeið … hef hugsað mér að … spara mér aksturinn aðeins og fara í Spora á laugardaginn. Þegar ég kem þar verður ansi þröngt og ef aðrir klifrarar eru á svæðinu setur það mér verulegar skorður vegna hrunhættu.
Það ætti ekki að vera vandamál fyrir aðra klifrara að finna önnur skemmtileg viðfangsefni, osfrv..
Ef þú kemur með kúnnana þína fyrstur á svæðið, fínt, hentu upp línum og leggðu Spora undir þig. Þeir sem á eftir koma hefðu átt að lesa Ísalp.is eða vakna fyrr.
Er þetta samt ekki eins og að taka Páskaliljurnar frá á laugardegi í júlí? Þú vilt beisikklí fá að hafa LANG-vinsælasta byrjendafoss á suðvestur horninu út af fyrir þig, á laugardegi, af því að þú nennir ekki að keyra lengra eða ganga lengra eða bíða eftir að aðrir klifri fossinn?Quote:[Önnur svæði eru] Vissulega aðeins meira labb og akstur en vel þess virði.Fyrir alla aðra en þig og kúnnana?
Quote:Kærar þakkir fyrir tillitsemina,Ívar
Ekkert að þakka
Skabbi
SkabbiParticipantHæ
Kíkti uppí Bláfjöll eftir vinnu í gær og gekk nokkra hringi í göngubrautinni, sem var eðalfín. Nokkrar lyftur voru í gangi í Suðurgili og merkilega mikill snjór. Þetta er allt að bresta á!
Skabbi
SkabbiParticipantHæ
Hefur e-r átt leið um Búahamra eða Vesturbrúnirnar á allra síðustu dögum? Eru leiðir eins og Nálaraugað, 55 gráður eða Vallárgil í e-m aðstæðum? Tvíburagil?
Allez!
Skabbhi
SkabbiParticipantHæ
Ef ég ætti að veðja á e-ð um helgina væri það Villingadalur, liggur töluvert hærra en hin svæðin og oft verið prýðilegur ís þar þegar annað hefur verið dræmt.
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipantHæ
Klifurveður var fallegt um helgina, hverjir fóru út að leika?
Skabbi – sem sat heima
SkabbiParticipantHæ
Sivretta500 (EasyGo) bindingar get ég líka notað
Skabbi
SkabbiParticipantHæ
Ég er ennþá að leita að Silvretta 404 bindingum ef e-r á.
Svo er ég með rjúpnavesti til sölu, svo til ónotað.
Skabbi
SkabbiParticipantHi Marianne
Well I have to admit I’m pretty fucking curious about the boots. I might be persuaded if they are a perfect fit. with some further haggling…
What I am definitely interested in are these biners
http://picasaweb.google.it/DennisvanHoek/ForeSale#5481639485439495874
maybe not all of them but a handfull. How much are you asking for those? And the turbo express screws, are they in decent condition?
Cheers
Skabbi
SkabbiParticipantMarianne van der Steen wrote:
Quote:Hi dudes (and dudesses)I won’t be at the Búnaðarbazar this Friday, but…I have some stuff for sale…
I’d rather sell it to you guys then to the Dutch as it’s pretty hard to get this on Iceland: fruitboots.
I bought them, but they’re too big So I sell them again.Picture here: http://picasaweb.google.it/der.steen/VallDellOrco3#5521603238024533426
It’s the Salomon shoes in the front. The Scarpa ones are not mine.
Give me a good price and they’re yours
Oh, and they’re size 41.
Any more stuff, ehhh, iceaxes DMM Rebel, and more stuff here:http://picasaweb.google.it/DennisvanHoek/ForeSale#What’s the streetprice for fruitboots these days?
And also, is all the stuff in that gallery for sale or just the DMM tools?
Skabbi
SkabbiParticipantÞetta er ekki Nomic, heldur nýji Mega-Quarkinn
http://www.petzl.com/en/outdoor/ice-climbing-tools/ergo
skabbi
SkabbiParticipantVó!
Pant næstur!
Skabbi
SkabbiParticipantJón Viðar Sigurðsson wrote:
Quote:Í gær, 10. október, var boltuð og klifruð ný leið (Vetrarbrautin 5.9).Glæsilegt! Hver boltaði og hvar er hún?
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipantHi Marianne
No sign of winter yet, October has been warm and will be so for the next week at least. I think the earliest I have climbed ice near Reykjavík is in the last week of October, so no worries. This winter WILL be better than the last one.
Allez!
Skabbi
SkabbiParticipantSveinborg Hlíf Gunnarsdóttir wrote:
Quote:Skabbi á þitt tæki það ekki til að krassa?Það gerði það reyndar þegar það var nýtt, krassaði reyndar svo kirfilega að ég þurfti að fá nýtt tæki.
Síðan þá hefur það verið í lagi, þeas nýja tækið.
Skabbi
-
AuthorPosts