Skabbi

Forum Replies Created

Viewing 25 posts - 301 through 325 (of 386 total)
  • Author
    Posts
  • in reply to: Ian Parnell + Neil Gresham #52574
    Skabbi
    Participant

    Anda djúpt….

    Ian og Neil komu hingað í byrjun febrúar ásamt spænskum náunga, Ramon Marin og einum öðrum sem ég man ekki hvað heitir (gamall kall með 6 putta). Ramon þessi var búinn að vera í miklu sambandi við mig áður en hann kom, sagðist ætla að koma til landsins að klifra með félaga sínum og bað um upplýsingar um líklega klifurstaði, húsnæði bíla ofl.

    Ég hitti þennan spánverja kvöldið sem hann lenti, þá kom í ljós að ferðafélaginn hef slasast e-ð og þessir ágætu menn hlaupið í skarðið. Ég hafði ekki mikinn tíma til að spjalla við þá það kvöldið og morguninn eftir spóluðu þeir norður á land í gegnum hríðarstorm, með vísi að Kinnartópó frá sigga að vopni, sem þeir höfðu grafið upp á netinu.

    Þeir klifruðu í Kinninni í nokkra daga í heldur vályndu veðri, komu svo við í Haukadalnum dagspart á heimleiðinni. Þar náðu Ian og Ramon þessi að detta báðir úr sömu leiðinni, e-u kerti hægra megin við munnann að Skálagili.

    Upphafleg ferðaplön gerðu ráð fyrir tveggja vikna ferð en e-ð hafði það breyst því þegar ég talaði við Ramon tveim dögum eftir húllumhæið í Haukadal voru þeir allir komnir heim til Englands.

    Þrátt fyrir óblíð veður í Kinninni töldu þeir sig hafa gert feiknagóða ferð hingað og hugsa sér gott til glóðarinnar að ári. Hvort af því verður kemur í ljós næsta vetur. Ef ég fæ veður af þeirri ferð skal ég sjá til þess að þeir sleppi ekki án formlegrar kynningar og myndakvölds.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Myndin af Beth Rodden #52548
    Skabbi
    Participant

    Var að fá í hendurnar 13 eintök af myndinni. HnappAvellir climbing festival kemur vissulega við sögu.

    Skemmtilegt að myndin skuli heita “Íslenska” en það er einmitt íslenska sem vefst mjög fyrir sögumanni myndarinnar.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Nokkrar myndir #52553
    Skabbi
    Participant

    Ég setti inn fyrirspurn um skarðsheiðina á föstudaginn síðasta sem hvarf svo e-a hluta vegna skömmu síðar. Það er nokkuð ljóst að Palli hefur stolið henni, en séð svo að sér og skilað á myndaþræði um gönguskíði.

    En við ákváðum að geyma Skarðsheiðina í eina viku, leyfa snjónum sem kyngdi niður fyrir helgi að sjatna aðeins.

    Skabbi

    in reply to: Myndir: Dry-tool í Klifurhúsinu #52513
    Skabbi
    Participant

    Töff stöff!

    skabbi

    in reply to: Festivalið! #52507
    Skabbi
    Participant

    Hæ aftur

    Ég vil gjarnan tala saman stutta grein um festivalið til að birta á forsíðu vefsins. Ég óska því eftir myndum í greinina. Ef menn eru til í að senda mér 2-3 myndir sem þeir telja að lýsi klifri og stemmingu vel er það mjög vel þegið.

    Póstfangið er sem fyrr:

    skabbi(hjá)gmail.com

    in reply to: Festivalið! #52506
    Skabbi
    Participant

    Ég þakka öllum sem mættu í Breiðdalinn um helgina, hún hefði ekki verið eins án ykkar!

    Skráning í “Lúxxus-ís 2009” hefst fljótlega. Súddi sér kjötsúpuna.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Aðalfundur Ísalp 2008 #52495
    Skabbi
    Participant

    Ég held að það hafi ekki komið nógu vel fram, hvorki í ársskýrslunni né á fundinum, að samskipti Ísalp og KFR hafa verið mjög góð á árinu. Það var amk okkar skilningur í stjórninni.

    Okkur fannst klettafestivalið hafa farið vel fram á sínum tíma. Það var haldið í fullri sátt við KFR á og þau stungu upp á og gáfu verðlaun fyrir keppnirnar tvær sem haldnar voru. Tjaldið sem Ísalp kom með kom að góðum notum fyrir alla á svæðinu. Engar umkvartanir frá KFR bárust að því loknu.
    Varðandi umgengnina, þá er það rétt að við Smári urðum að fara í bæinn á sunnudeginum. Okkar ferðafélagar, Bjöggi, Sædís og Robbi, urðu þó eftir til mánudags og sáu til þess að svæðið liti skikkanlega út að lokinni helginni. Þó að maður telji sig þekkja flesta á svæðinu af góðu einu virðist alltaf verða rusl eftir þegar margir koma saman. Mannmargt var á svæðinu þessa helgi og fullljóst að margir voru þar hvorki á vegum KFR né Ísalp.
    Í kjölfar helgarinnar gerði Ísalp skurk meðal sinna félagsmann í að innheimta kamargjaldið svokallaða.

    Í haust var einnig haldið dry-tool mót í Klifurhúsinu og partý sem klúbbarnir stóðu sameiginlega að. Ég veit ekki betur en það hafi mælst vel fyrir.

    Kristín og Hjalti hafa látið vita af þróun mála varðandi húsnæðið. Stjórninni er fullkunnugt um að húsnæðið missum við í lok árs en til standi að byggja stóra aðstöðu í Gufunesinu hvar pláss sé fyrir Ísalp. Stjórnir beggja klúbba hafa lýst yfir áhuga á áframhaldandi samvinnu í húsnæðismálum en á meðan frekari upplýsingar um framkvæmdartíma liggja ekki fyrir er ekki mikið sem stjórn Ísalp getur aðhafst í málinu.

    Það mátti skilja á fundinum og umræðunum í kjölfar hans að ýfingur væri milli KFR og Ísalp. Ég hef enga trú á því að svo sé í raun og veru og er þess fullviss að samskipti KFR og Ísalp verði góð, hér eftir sem endra nær.

    Skabbi

    in reply to: Gisting fyrir festivalið #52463
    Skabbi
    Participant

    Já, ég talaði við eiganda hússins í dag til að athuga hvernig væri með að hýsa allan þenna mannskap. Hann sagði að það væru e-r 20 rúm í húsinu og auk þess væri hægt að bæta við dýnum í stærri herbergjunum eftir þörfum.

    Skabbi

    in reply to: Meira festival #52460
    Skabbi
    Participant

    Sæll Páll

    Allt ofantalið og meira til.

    Skabbi

    in reply to: Meira festival #52457
    Skabbi
    Participant

    Ég fékk rétt í þessu póst frá “okkar manni” fyrir austan:

    Sæll Skabbi,

    Ég hringdi í Jón bónda á Þorgrímsstöðum við rætur Pálskletta. Hann sér íslænurnar ennþá, og segir að ekki hafi rignt mikið hjá þeim. Þannig að ef kólnar eins og þeir segja ætti að vera klifurfært þarna á föstudag og laugardag. Ég hugsa að þeir sem þurfa á brattari leiðum að halda fari í Tröllhamra, utar í dalnum en leiðirnar í Pálsklettum eru örugglega flestar 4 gráða. lengd 40-90 metrar gæti ég trúað. Ég hef hins vegar ekki komið að
    neinni af leiðunum nema Hreindýrafossi sem ég klifraði með 2 kúnnum í desember. Það virtist vera léttasta leiðin á svæðinu, létt 3 gráða.

    Bless, Einar

    Þannig að útlitið er ekki alslæmt.

    Skabbi

    in reply to: Festivalið #52449
    Skabbi
    Participant

    Það er naumast gorgeirinn! Klifrar eina leið undir Eyjafjöllum og veður svo uppi með derring og dónaskap!

    Ég er sko ekkert hræddur við þig, ef þú verður með svona stæla fer ég ekki í ríkið fyrir þig.

    Skabbi
    sem er illt í mjöðminni…

    in reply to: Lagabreytingar og stefnumótun #52425
    Skabbi
    Participant

    Ég neita að viðurkenna eigin fýlu í þessu máli. Við í stjórn óskuðum eftir umræðu og fengum hana. Ég er sammála þér í því að ég hefði kosið að fleiri hefðu skoðun á málinu.

    “Það var víst einn maður sem samdi þessar breytingar og fæstir stjórnarmenn lásu þau yfir með gagnrýnum huga.”

    Hvar heyrðir þú þetta? Stjórnin hefur haldið marga fundi og sent mýgrút tölvupósta um málið. Þetta var rætt fram og tilbaka. Öllum í stjórn gafst fjöldamörg tækifæri til að hafa áhrif á framsetningu laganna. Ef þú getur fullyrt að “fæstir stjórnarmenn lásu þau yfir með gagnrýnum huga” þá veist þú meira en ég í þessu máli.

    Skabbi

    – syngjandi sæll og glaður

    in reply to: Lagabreytingar og stefnumótun #52420
    Skabbi
    Participant

    hmmm… “gæsalappir” verða að “ í póstinum hér að ofan. Vona að menn nái að rýna í gegnum þetta.

    Skabbi

    in reply to: Lagabreytingar og stefnumótun #52419
    Skabbi
    Participant

    Ég ætla að svara nokkrum af þeim liðum sem þegar hafa komið fram. Menn eru áfram hvattir til að kynna sér nýju lögin.

    Páll Sveinsson skrifar:

    “Því sem ég er ósammála er t.d. 1. gr. Hversvegna að taka út fullkomna setningu (Markmið félagsins er að efla áhuga manna á fjallamennsku) og setja í staðin sýnishorn um hvað klúbburinn á að gera. T.d. munu ísalp ferðir leggjast af og skálarnir gleymdir.”

    – Það er hvergi minnst á skála eða ferðir í gömlu lögunum. Skálarnir hafa þó staðið og ferðir verið farnar. “að efla áhuga manna á fjallamennsku” er eins óljóst og hugsast getur, okkur þótti ekkert að því að skerpa aðeins á lykilstarfsemi klúbbsins þannig að komandi stjórnir hefðu skýrari ramma til að fara eftir.

    “Þriðju grein er búið að brjóta upp svo hún er mjög ruglingsleg og er dæmd til verða brotn.”

    – Þriðja greinin VAR mjög ruglingsleg. Ég tel að hún sé orðin mun skýrari eftir að búið er að greiða aðeins úr vaðlinum. Sjá svar Ágústs hér að ofan varðandi Uppstillingarnefnd og Kjörstjórn.

    “Setja í lög að kostning sé leynileg er óþarfi.”

    – Því er ég ósammála. Á síðasta aðalfundi þurfti að kjósa á milli tveggja manna sem flestir inni þekktu af góðu einu. Það var óþægileg að þurfa að gera upp á milli þeirra fyrir allra augum.

    “Tvær vikur er stuttur tími. Allavegan verður engu breytt úr þessu.”

    – Stjórnin getur ekki unnið alla sína vinnu fyrir opnum tjöldum þannig að allir fái að vera með. Við töldum að tvær vikur væru fullnægjandi til að fólk gæti skoðað nýju lögin og myndað sér skoðun á þeim.

    Jón Loftur skrifar:

    “Það sem hér er lagt til er örugglega samt flest til bóta en það hefði alveg mátt vanda aðeins betur orðfærið og samræmi í sumum af þessum tillögum.”

    – Við þökkum ábendingarnar. Því miður eru allir stjórnarmeðlimir, utan Sveinborgar, illa máli farnir og frekar treggáfaðir. Ég tel þó að ekki sé of seint að leiðrétta stafssetningarvillur án þess að inntak laganna breytist.

    Karl Ingólfsson skrifar:

    “Ákvæðið um gjaldfrelsi stjórnarmanna finnst mér eitt það hallærislegasta sem ég hef séð á þessari síðu…. og ég reikna einnig með því að þeir sem hafa það mikinn áhuga á starfseminni að þeir bjóði sig fram til stjórnarstarfa hefðu að minnsta kosti það mikinn áhuga á starfseminni að þeir sæu ekki ofsjónum yfir nokkrum þúsundköllum!”

    Ég fullyrði að seta í stjórn ísalp hefur kostað alla stjórnarmeðlimi “nokkra þúsundkalla” og vel það, auk árgjaldsins sem við öll höfum greitt með glöðu geði hingað til. Á móti finnst mér ótrúlegt að meðlimir Ísalp sjái ofsjónum yfir því að þeir sem starfi fyrir þeirra hönd þurfi ekki að borga með sér í stjórnina meira en orðið er.

    “Á ég að senda aksturs reikning fyrir að skjótast með blikk og skrúfur í Tindfjöll en ekki þegar ég keyri á Telemarkfestivalið?”

    “Ég er ekki að gera lítið úr vinnu stjórnarmanna en þetta afsláttardæmi finnst mér vera full “Framsóknarlegt”!”

    Þetta var gróflega fyrir neðan beltisstað.

    Endilega haldið áfram að punda spurningum og skotum á stjórnina, þá fáum við kannski viðlíka vakningu fyrir störfum í stjórn eins og varð eftir “stóra skálamálið”.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Helgar-rapport #52402
    Skabbi
    Participant

    Fossinn vinstra megin við Spora klifruðum við Dísa ljósálfur konudaginn í fyrra, í mikilli rigningu en töluvert minni ís en virðist hafa verið um helgina. Mér finnst ótrúlegt að hann hafi ekki verið klifinn áður, þó svo að ritaðar heimildir séu af skornum skammti. Í tilefni dagsins kölluðum við leiðina Konudagsfoss.

    Skabbi

    in reply to: lítið heimatilbúið kerti #52361
    Skabbi
    Participant

    Glæsilegt Smári! Ef þú hefur áhuga á þessari smíði getur þú kynnt þér hvernig menn búa til kerti í Alaska:

    http://www.alaskanalpineclub.org/IceWall/04-05IceWall1.html

    Gufunes hvað?!

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Helgar-rapport #52399
    Skabbi
    Participant

    Til hamingju með góða klifurhelgi. Hvorum megin í dalnum voruð þið?

    Hinir klifrararnir voru trúlega 4 erlendir náungar sem eru hér við ísklifur. Voru norður í Kinn í síðustu viku og sögðust hafa komið við í Haukadalnum á heimleið. Hef ekki hlerað hvað þeir klifruðu.

    Skabbi

    in reply to: Helgin #52353
    Skabbi
    Participant

    Við Bernd fórum í Glymsgil í fimbulfrosti í morgun. Áin er við það að verða vel frosin, en er eiginlega ennþá illa frosin. Vantar herslumuninn. Við fórum því ekki alla leið inn að Glym, þó að ég útiloki ekki að það hefði verið hægt ef viljinn hefði verið til staðar. Og kannski vöðlur.
    Þess í stað staðnæmdumst við við Hval 1, og klifum hann upp á brún, auk Þorsta þar fyrir ofan. Mér sýndist Hvalur 3 einnig vera í firnagóðum aðstæðum. Allar styttri leiðir utar í gilinu voru í mjög góðum aðstæðum.

    Eyjafjöllin á morgun ef veður heldur.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Út að leika #52344
    Skabbi
    Participant

    Jep

    Ársritið ’98 geymir fyrirtaks leiðarvísi að Haukadal. Ég skildi reyndar eftir eintak að Stóra Vatnshorni síðast þegar ég var þar, vona að það sé þar enn. Í framhaldi bið ég menn að gæta þess að skilja það eftir þar ef þeir dvelja þar við klifur.

    Hvað eruð þið mörg Raggi? Var að benda 4 útlendingum á Haukadal um helgina, með gistingu á Stóra Vatnshorni.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Mydir #52338
    Skabbi
    Participant

    Töff stöff!

    Gnaaaaargh! Djöfull ætla ég að klifra um helgina!

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Klifur dagsins #52308
    Skabbi
    Participant

    Andskotinn!

    Það er enginn vinnufriður!

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Ísturninn-tilkynning #52285
    Skabbi
    Participant

    Túttur, hjálmur og axir er það eina sem þarf. Ef axir hafa skaröxi (adze) er best að fjarlægja hana ef e-r séns er á því, eða þá að klæða hana e-nvegin. Það kemur fyrir að (ís)axirnar renni af gripum í miðjum hreyfingum og maður vill ekki fá skaröxina í smettið.

    Það hefur verið hörkustemming í klifurhúsinu undanfarin miðvikudagskvöld.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Leiðavísir af Mýrarhyrnu #52272
    Skabbi
    Participant

    Flottur leiðarvísir robbi, skýr og vel upp settur.

    Ætla samt að agnúast út nokkur smáatriði.

    Það vantar leið nr. 1 inn á. Vorum við ekki sammála um staðsetninguna á henni?

    Furðulegt að tala um “einar flottustu leiðir”. Einn virkar betur í eintölu en fleirtölu.

    Og þetta fatta ég ekki:

    “Mjög falleg og brött klifurleið sem virðist vera erfiðari en hún lítur út fyrir að vera.”

    Er hún erfiðari en hún lítur út fyrir að vera eða virðist hún erfiðari en hún er?

    Mér fannst hún líta út fyrir að vera drullu erfið, og vera það!

    En að lokum, glæsilegt verk, trú því að við fáum fleiri svona áður en veturinn er á enda!

    (Sjáiði þessa frábæru complement samloku? Byrja með hrósi, rífa svo niður og enda á hvattningu! Svona á að gera þetta!)

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Afrek helgarinnar? #52265
    Skabbi
    Participant

    Leiðin í Þvergili sem strákarnir fóru (ekki) er mun norðar í Mýrarhyrnunni en skráðu leiðirnar. Kerling og Christian IX eru báðar sunnan við Golíat, sem er nyrsta skráða leiðin.

    Eftir stendur hvort Himmi og Jón hafi farið þessa leið á festivalinu ’98 en leiðin ekki verið skráð.

    Allez!

    Skabbi

    in reply to: Afrek helgarinnar? #52257
    Skabbi
    Participant

    Eftir árangurslítinn eltingaleik við snjóinn á laugardaginn (tvöþúskall fyrir eina ferð í diskalyftinnu, sæll?!) var ákveðið að snúa sér að fastari miðli.
    Við keyrðum því fjórir, ég, Bjöggi, Gulli granít og Robertino, til Grundarfjarðar og ætluðum okkur stóra hluti í Mýrarhyrnunni daginn eftir.
    Að sjálfsögðu var ákveðið ræs í bítið og tekin stuttur hringur á alla bari bæjarins.
    Gangan inn eftir tók ögn lengur en ráð var fyrir gert. Er þar helst um að kenna gríðarlegu fannfergi sem plagar Grundfirðinga þessa dagana. Bjöggi og Gulli ákváðu að stefna á svokallað Þvergil fyrir miðri Hyrnunni. Mjög löng stölluð leið sem nær upp í stóra skál og þaðan alla leið upp á topp. Leiðin hefir ekki verið skráð í annála Ísalp en mér þykir ekki ólíklegt að e-r hafi farið þar upp, allavega höfum við Björgvin gert tilraun til þess áður. Þá flúðum við með skottið milli lappanna þegar efri hlutar leiðarinna ákváðu að bregða sér bæjarleið í eftirmiðdagssólinni.
    Allvegana, við Robbi héldum göngunni áfram í átt að “alvöru” leiðunum. Fyrsta skráða leiðin sem við sáum liggur djúpt og hátt inní gjá í fjallinu. Leiðin sú mun heita Abdominal og hlýtur að vera meðal formfegurri ísleiða á landinu. Enda vorum við ekki lengi að ákveða okkur. Klifrið var magnað, brothætt blómkál neðst upp í svert kerti sem leiddi í lítinn helli sem við settum stansinn í, full 55 metra spönn. Seinni spönnin var ennþá mergjaðri, akróbatískar teygjur á milli stórra regnhlífa, aðrir 55 metrar upp í íshrímað snjógil. Hugsanlega hefði verið hægt að troðast áfram upp snjógilið í skál þar fyrir ofan en við mátum það svo að hér væri leiðin sjálf búin. Sigum niður og skoðuðum hinar skráðu leiðirnar sem eru hver annari magnaðri. Mátum það svo að það tæki því ekki að byrja á nýrri leið enda farið að skyggja. Á leiðinni að bílnum sáum við að strákranir voru enn hátt uppi í sinni leið. Þeir snéru við eftir 5 spannir, enda fór það svo að þeirra dagur var mun lengri en okkar.

    Mýrarhyrnan er magnað klifursvæði sem geymir enn margar óklifraðar leiðir. Gistum á farfuglaheimilinu á Grundarfirði fyrir spottprís. Lókallinn tók okkur með opnum örmum (“Ef þið hefðuð látið vita með smá fyrirvara hefði ég getað hringt út kellingarnar!”)

    Mælimeðessu

    Allez

    Skabbi

    PS. Ég hefði tekið myndir en ég átti engan kubb.

Viewing 25 posts - 301 through 325 (of 386 total)