0804743699

Forum Replies Created

Viewing 6 posts - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Posts
  • in reply to: Thailand #51552
    0804743699
    Member

    Blessaður Sveinn!
    Af nógu er að taka…
    Köfun: Eitt besta byrjendasvæði í heimi er á Koh Samui á austurströndinni. Mjög fallegt svæði og þjóðgarður rétt hjá. Menn flytja sig svo oft yfir á Koh Phi Phi og Puket, og þeir allra hörðustu yfir á Koh Similian, annars er af nógu að taka og margir fallegir staðir utan alfaraleiðar. Góðir skólar eru á svæðinu og allur búnaður til alls. Gæti verið sniðugt að taka fyrsta námskeiðið á Koh Samui og fara svo eitthvað annað.
    Klifur: Þarna kemur eiginlega bara einn staður til greina, sem er eitt flottasta klifursvæði í heimi. Prah Nang eða Railey Beach og Ton Sai. Frábært svæði með milljón möguleikum og skemmtilegum dagsferðum allt í kring. Þarna er hægt að leigja allt eða kaupa. Í það minnsta 3 eða fjögur fyrirtæki á svæðinu. Sniðugt að taka þetta eftir köfunina í Koh Samui en það er hægt að taka rútu+lest beint til Krabi og þaðan með taxa og longtail boat til Railey Beach. Nóg til af efni á netinu, ég á líka topo ef þú vilt glugga í þá áður en þú ferð!

    Kveðja,
    Bárður Örn

    in reply to: Klifur í nágrenni Rómar? #51420
    0804743699
    Member

    Kannski ekki mikið af grjóti í Róm en nokkrir góðir salir sérstaklega boulder. Í Lazio sem er “sýslan” sem Róm er í eru nokkur góð svæði. Frægustu svæðin eru líklega strandsvæðið á Sperlonga og ofsalega fallegt svæði sem heitir Grotti. En besta svæðið í “nágrenni” Rómar er líklega Ferentillo sem er í Umbria næstu sýslu við Lazio. Ferentillo er aðeins lengra en borgin Terni. Fallegur staður og mjög brattar leiðir.
    Passaðu þig samt að velja svæði eftir sólarlagi, það getur verið óbærilega heitt þarna á sumrin…
    En endilega farðu í salina og hittu Rómverjanna og reyndu að komast í túra með þeim…

    http://www.falesia.it/index.php
    http://www.romacenterclimb.it

    Góða skemmtun!
    Bárður Örn

    in reply to: Klifur á Krít #49956
    0804743699
    Member

    Í raun er ekki mikið um gott klifur á Krít, ekkert í líkingu við Kalymnos í það minnsta.
    Ef þú ert að fara í pakkaferð er lílegt að þú farir til Chania. Mjög lítið er um klifur á þeim slóðum en þó eitthvað aðeins í giljum austur af bænum (Í áttina til Iraklion nálægt Rethymno)
    Besta klifrið er á suðurströndinni við Líbíuhafið, ágætis klifur er innig í kringum Malia. Töluvert er um skemmtilegar alpínistaleiðir á miðhálendinu en þar er einnig að finna skemmtilegt klifursvæði sem er þó mikið tryggt með náttúrulegum tryggingum.
    Það er algjörlega nauðsynlegt að hafa bíl til umráða.
    Það eru í raun engar klifurbúðir á Krít og eini sénsinn til að finna local klifrara er á klifursvæðunum, á netinu eða í eina innanhúsklifurveggnum á eyjunni sem er í Iraklion í Universal Studios.
    Þokkalegur vefur er til um klifur á Krít: http://www.climbincrete.com.
    Ég á að eiga einhversstaðar topo en stend í flutningum og því djúpt á honum.
    Krít er furðuleg eyja, ofsalega frumstæð og falleg á suðurströndinni en frekar spillt í norðri.
    Mæli með að skreppa í köfun til dæmis hjá frönskum vinum mínum í http://www.staywet.gr í Agia Pelagia.
    Annars ef þetta á að vera klifurferðalag þá er Kalymnos málið, http://www.kalymnos-isl.gr .
    Vona að þetta hjálpi eitthvað…

    kv,
    Bárður Örn

    in reply to: Leiðarvisir af Munkaþvera #48016
    0804743699
    Member

    Þetta er frábært, eru ekki einhverjir með fleiri myndir? Hvað með t.d. Leirvogsgilið? Lítið nýtt og óþekkt…
    Nákvæmt kort af Boulderi í Eyjafirðinum og Steinafjalli.

    in reply to: Leiðarvisir af Munkaþvera #48010
    0804743699
    Member

    Frábært framtak!!!
    Gaman væri að sjá meira af þessu og safna þessu saman á síðunni!!
    kv,
    BÖG

    in reply to: Boulder í Eyjafirði #47909
    0804743699
    Member

    Frábært að fá þetta? Væri ekki ráð að rissa þetta upp á kort… Bæði landfræðilega og jafnvel helstu leiðir og senda þetta á isalp.is sem gæti geymt þetta á PDF formati á vefnum.
    Alltaf gaman að koma norður og klifra í munnkaþverá og glíma við grástein, frábært að vita af fleiri möguleikum á svæðinu.

Viewing 6 posts - 1 through 6 (of 6 total)