Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
0801667969Member
Vissi svo sem ekki við hverju var að búast en þetta fór langt, mjög langt fram úr mínum björtustu vonum. Fjöllin, færið mannskapurinn og veðrið, allt var í topp gír. Þakka fyrir mig.
0801667969MemberAlveg sammála Hirti að draslið er dýrt en
“Verst að Valli er ekki Verslunarstjóri (VVV)”. Findist nú búðin frekar fákækleg án Valla a.m.k. fyrir okkur skíðamennina. Skulum því ekki gera lítið úr framtaki Vallans fyrir okkur fátæklingana því varla kemur það frá stjórn Baugs.Mér finnst nú Bassi hitta naglann á höfuðið því að er alveg hægt að njóta lífsins án þess að vera á einhverjum fokdýrum græjum upp í háls. Maður þakkar bara fyrir meðan mænan er í lagi fyrir þar fyrir neðan. Eftirminnilegustu augnablikin úr íþróttinni á maður sem gerður var á búnaði sem enginn liti við í dag.
Kv. Árni Alf.
0801667969MemberVar nú að svara Bassa þarna áðan en Halli þurfti endilega að troða sér þarna á milli. Varðandi spurninguna frá þér Halli þá er ég alveg úti á þekju eins og venjulega. Verð bara að kíkja í búðir og bæklinga en var að vona að einhver vissi hvaða sjoppur biðu upp á leðurskó svona til að flýta fyrir. Kannski ætti ég að bjóða verkið út?
Kv. Árni Alf.
0801667969MemberVil nú ekki viðkenna það. Það er hins vegar alveg ljóst að ef ég mæti get ég ekki látið sjá mig á plastbúnaði sem ég kann ekkert á. Sem dæmi um vankunnáttuna á því sviði þá lagði ég á mig að keyra norður í land um helgina til þess eins að spyrja norðlending (Böbbi held ég að maðurinn heiti) hvernig ætti að festa gormana aftan á plastskóna. Þetta gerðist eftir táin á leðurskónum og skíðið fóru á eigin vegum niður Hlíðarfjall. Þetta sýnir hversu langt ég er komin í þessari plastmenningu.
P.S.I Hef nú aldrei komið í Hlíðarfjall áður en til að fyrirbyggja misskilning var ég EKKI að kanna aðstæður fyrir festivalið.
P.S. II. Stefán fyrrv. formaður var þarna á svæðinu og var með einhver comment á stílinn sem ég notaði. Þóttu honum aðfarirnar furðulegar. Mæli því með að tekin verði upp liður í mótinu þar sem keppt verður um afkáralegasta stílinn.
Kv. Árni Alf.
0801667969MemberMér sýnist allir vera að tala sama mál sem er gott mál. Þurfum öll að taka okkur aðeins á og leita betri upplýsinga sérstaklega þegar gefið er út heildstæð lýsing á klifursvæði eins og Olli nefnir.
0801667969MemberFór á gönguskíði á Tjörninni á föstudeginum og í Hljómskálagarðinn á laugardag og sunnudag. Enginn annar sást þarna á skíðum um helgina. Fullt af ís en lítið um snjó. Tók þó ekki fram ísaxir.
Þessi “Stígandi” umræða hér að ofan minnti mig á að fyrir nokkrum dögum birtist mynd af ísuðum Eyjafjöllum. Textinn hljómaði eitthvað á þá leið að myndi sýndi “Paradísaheimt og nágrenni”.
Fossinn (og ísinn) vestan við Paradísarheimt heitir Drífandi og hefur svo lengi verið. Myndin sýndi því Drífanda og nágrenni.
Þó Paradísaheimt sé fallegt nafn og falleg leið þá megum við ekki týna niður ævagömlum örnefnum og fara að nota nöfn á klifurleiðum a.m.k. ekki opinberlega. Berum virðingu fyrir því gamla og þeim gömlu.– Einn á ullarbrók.
-
AuthorPosts