Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
Páll SveinssonParticipant
Þið eruð svo gamaldags.
Þetta er alvöru stöff til að læra að klifra.http://video.aol.co.uk/video-detail/modern-warfare-2-ice-climbing-hd/1754300690
kv.
PalliPáll SveinssonParticipantÉg er mikill áhugamaður um að monta mig og koma sögum, myndum og nú nýlega myndböndum á vefin.
Nú er mitt stöff á gömlu ísalp síðuni, picasa, youtube, vimo, facebook og ég veit ekki hvar og jafnvel undir mörgum notendanöfnum sem ég er jafnvel búinn að tína.
Þetta bara gengur ekki.
ÍSALP á bara einfaldlega að gera þetta allt á einfaldan og fljótlegan hátt.
kv.
PalliPáll SveinssonParticipantBúinn að kippa því í liðinn.
Ég kann bara ekkert á þessa síðu en læri hratt.
kv.
PalliPáll SveinssonParticipantNú er í vandræðum.
Ég kem ekki næstu ræmu niður fyrir 15 mín. Túban vill hámark 10 mín.
Þetta er einfaldlega of fallegt klifur til að klippa það meira.Einhverjar góðar hugmyndir hvar ég get sett þetta?
kv.
PalliPáll SveinssonParticipantFyrir þá sem vita hvar Trommarinn eða Brennivín er þá er þessi leið beint á móti.
kv.
PalliMore to come.
Páll SveinssonParticipantÞað var í mynni tíð sem var gengið inn og örugglega líka út.
Kalli man þetta örugglega rétt. Þetta er vegna kostnaðar og ávinnings sem var talinn lítill.Umræðan var einna helst varðandi þáttöku klettaklifurmúsana í klifurkeppnum.
Um að gera að kanna hver staðan er í dag.
kv.
PalliPáll SveinssonParticipantÞið eruð alltaf jafn duglegir félagarnir.
Hvar finn ég upprunalega leiðarvísin til kaups?
kv.
PalliPáll SveinssonParticipantMér hlínar bara um hjartað við að sjá þessa flottu leið fá svona fallega uppáferð.
kv.
PalliPáll SveinssonParticipantJa hérna …
Ég var nú einusinni nokkuð nærri því að fara sömu leið. Kertið brotnaði við tábroddana en ekki axirnar. Það var hálf tómlegt að horfa niður.
kv.
PalliPáll SveinssonParticipantÍ ársriti ÍSALP 1986 stendur eftirfarandi.
“Meginhryggurinn milli leiðar nr. 3 og 4 var farinn í september af þeim Kristni Rúnarssyni og Þorsteini Guðjónssyni. Leiðin hlaut nafnið Hnetubrjótur og er af IV.-V gráðu”
Leið 3 og 4 má sjá í ársriti ÍSALP 1985.
Þeir félagar tíndust svo í Himalayafjöllum við að reyna við (fara) nýa leið en þá sögu kunna aðrir betur en ég.
Ég get alveg komið með mína útgáfu af gráðun og leiðarlýsingu á þessari flottu leið en ég vil helst gera það inn á mínum síðum.
kv.
PalliPáll SveinssonParticipantMjög langt, margar spannir, fullt af dóti og frekar erfit.
En svona í alvöru þá er þessi leið einhverstaðar skráð og ég kann ekki við að bulla eitthvað.
En mín skoðun er samt að þetta sé flottasta leiðin og besta klifrið upp vesturbrúnirnar.
Samferðarmenn mínir munu örugglega segja að leiðin sé stórhættuleg og drullu erfið.
Verst að ég hafði ekki númerið þitt til að bjóða þér með.
kv.
PalliPáll SveinssonParticipantEkki slæm hugmynd.
Ég hef látið mér detta í hug að það sé einfaldara að laga lappirnar en skóna.Takk fyrir hugmyndirnar en þetta er eiginlega staðfesting á því sem ég hélt.
kv.
PalliPáll SveinssonParticipantÉg er nú engin fullkomin heimildaskrá.
Eina leiðin sem ég ber einhverjar taugar til er nefnd “Indiánin” og ætti að vera mjög augljós. Snildar leið sem hefur þó ekki verið farin oft.
https://www.isalp.is/greinar/6-laestar-greinar/236-Indiáninn.htmlÉg er mjög hlintur boltum og verð bara glaður ef hún verður boltuð.
Aðrar leiðir sem ég fór í kjarnaklettum voru mjög léttar brölt leiðir sem aldrei fengu nafn. Annað var farið í ovanvað vegna þess hversu vont var að tryggja klifrið.kv.
PalliPáll SveinssonParticipantFékk að fjóta með Skarphéðni og Hrönn sem sérlegur hirðljósmyndari.
Þetta er hin besta skemtun.http://picasaweb.google.com/pallsveins
kv.
PalliPáll SveinssonParticipantManni hlínar bara um hjartað við að sjá skálann svona flottan.
Glæsilegt hjá ykkur.kv.
PalliPáll SveinssonParticipantÞetta var 1983 og greinin er í ársriti ÍSALP 1989.
Þú þarft ekki að hafa fyrir því að flétta þessu upp því það stendur minna en ekki neitt um þessa leið í greinini. Ástæðan er sú að greinin er um Tröllafjall og norðurveggurinn á Kerlingu var svona smá “krókur á leiðin heim”.Gott væri að grípa með einn eða tvo snjó hæla.
kv.
PalliPS.
Það væri frábært að þið munduð kortleggja veggin og koma með myndir. Kannski að það hristi upp í mynninu mér.Páll SveinssonParticipantÞetta lið verður þá í góðra manna hóp.
http://www.fjallaleidsogumenn.is/ferdir/hreyfihopar/53/Fjallkonur-Islands-2009/165/default.aspx
kv.
PalliPáll SveinssonParticipantÞað litla sem má finna er í gömlu ísalp ársriti. Broddi Magnússon sem klifraði þetta er dáinn en hann einfór þetta á meðan ég fór venjulegu leiðina upp frá Lamba og hittumst við upp á topp. Eina myndin sem á ég af þessu afreki er þegar hann kemur upp á topp og er ómögulegt að sjá hvar hann fór nákvæmlega.
kv.
PalliPáll SveinssonParticipantTil hamingju við öll.
kv.
PalliPáll SveinssonParticipantLínudans og hjólahopp er einna lengst frá mínu áhugasviði.
Einnig var merkilegt hvað tveir bretar með húmorinn í lagi náðu að halda athyglini þrátt fyrir að gera ekki neitt í 30 mín.Annars voru bleiku buxurnar í hlé laaaang flottastar.
kv.
PalliPáll SveinssonParticipantJú.
Þetta er sama leiðin.
Ég og Guðmundur Helgi vorum á leið í skaðrsheiði að klifra. Það var svo algjört skítaveður svo við hættum við norðurveggina. Sáum þessa línu á leiðini í bæinn og töldum að þetta væri nú fljótfarið. Annað kom svo í ljós. Hörku fínnt klifur og mikklu flottara í svona þunnum aðstæðum.kv.
PalliPáll SveinssonParticipantHeima úr sófanum lítur þetta kunnulega út. Verð að sjá mynd frá veginum til að vera viss. Ef þetta er sama leiðin þá er hún nefnd “Ekki er allt sem sýnist”.
Var svona tíu sinnum feitari þegar ég fór hana. Allar myndir á slides ef þið vitið hvað það er.
kv.
PalliPáll SveinssonParticipantÉg átti góðar stundir á þessu skíðasvæði í frægri ferð sem kölluð var austfjarðarþokan.
Er einmitt mynnistætt þegar við skíðuðum af skíðasvæðinu og niður að sjó.
Frábær skíðaleið.
Í þá daga vorum við mikið að velta okkur upp úr gráðum á skíðaleiðum og fundum ekki neitt gráðukerfi annað en hauskúbur.
Á leiðini niður að sjó var þessi umræða í gangi og hvað leiðin átti að gráðast.
Í þeim töluðum orðum komu tveir guttar á skíða sleðum rennandi framm úr okkur og eftir það kom ekkert annað til greina en að snara þessum gráðum yfir á íslensku og gefa þessu gráðuna fimm páskaungar.kv.
PalliPáll SveinssonParticipantMín skoðun er þekkt og hún hefur ekkert breist.
En ef það á að gera eitthvað þá gera það vel og í þokkalegri sátt.
Ekki bara eitthvað, annars er betra að sleppa því.
Ef græa á sigakkeri þá gera það almennilega svo þau virki og endist.
kv.
PalliPáll SveinssonParticipantÞað eru meira en tuttugu ár síðan ég skrifaði þessa grein. Allt í henni er meira og minna stolið og stílfært úr gömlum bókum. Þetta var tilraun til að koma einhverju á blað um ísklifurgráður og þá daga var ekkert internet svo lítil var umræðan.
Síðan hefur margt gerst.
Nú er komin tími til að finna góða lýsingu á þeim gráðum sem lýsa best okkar leiðum.
PS.
P-gráður er eitthvað sem er ekki til.
Það var einhver gárungur sem byrjaði að tala um þetta í gríni (ekki ég) og ég efast um að hann hafi séð fyrir að grínið yrði að gráðukerfi.kv.
Palli. -
AuthorPosts