Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
0405614209Participant
Kvöldið.
Sammála að það er stórfínt að fá umræðurnar í gang aftur.
Ég hef ekki glóruhugmynd um það hvernig aðstæður eru í Þórisjökli en var að spá í að fara í könnunarleiðangur í Kerlingarfjöll bráðlega. Það er búið að vera viðloðandi frost á miðhálendinu í nokkurn tíma og ég veit að þarna eru stór gil sem eiga að halda frosti og ís.
Ef einhver er til í 2ja daga könnunarleiðangur í Kerlingarfjöll þá væri gaman að heyra í viðkomandi.
0405614209ParticipantBlessaður Helgi.
Stórfínt, stórfínt.
Kveðja
Halldór formaður0405614209ParticipantInnilega til hamingju með afrekið. Vonandi verður styrktarsjóðurinn kominn í gang áður en sá stóri liggur.
Bestu kveðjur
Halldór formaður0405614209ParticipantDaginn.
Það er hið besta mál að umræða um Ísalpskálana sé komin á skrið og að nú fari loksins eitthvað að gerast í þessum málum.
Það er algjörlega óviðunandi að ekki sé greitt fyrir gistingu. Ef innkoman er engin verður viðhaldið ekkert. Eina vitið er að læsa Tindfjallaskálanum og hafa svipað fyrirkomulag á þessu eins og t.d. Jörfí – að menn sæki lykil til umsjónarmanns og greiði fyrir gistinguna þegar lyklinum er skilað. Innkoman færi svo í viðhald og uppbyggingu. Því meiri innkoma – því betri skáli.
Stjórnin hefur átt viðræður við Landsbjörgu um þessi mál og þeir ætla að senda póst á björgunar- og hjálparsveitir og vekja athygli á málinu.
Þónokkrir Ísalparar hafa boðist til að leggja fram starfskrafta sína við að ráðast í viðhaldsverkefni og það er stórfínt mál. Nú þarf að útvega fjármagn og ráðast í framkvæmdina. Ákveða vinnuhelgi og klára málið.
Umræðan hefur að mestu snúist um Tindfjöll og Bratti staðið í skugganum og mikilvægt að hann gleymist ekki.
Kveðja
Halldór formaður0405614209ParticipantDaginn.
Það eru komnar ágætar myndir af Bratta en það vantar ennþá mynd eða myndir af Tindfjallaskála. Ef einhver lumar á myndum þá vinsamlegast sendið á halldor@kvaran.is
Kveðja
Halldór formaður0405614209ParticipantAtsjúúú, halelúja og trallala.
Halldór formaður
0405614209ParticipantUpps!!
Ég gleymdi að setja inn eina mynd sem var ekki í dagskránni:
SAT Republic; 5 mínútur. Þetta er mynd um “paragliding acro tricks”. Hressandi og skemmtileg mynd með skotum sem ekki hafa sést áður. Adrenaline factor: High.Góða skemmtun
0405614209ParticipantDaginn Freyr.
Þú átt auðvitað að byrja á að æfa þig í Klifurhúsinu og auðvitað áttu svo að gerast meðlimur í Ísalp. Það eru í boði námskeið í klifri og svo líka fleiri námskeið. Þú getur meira að segja keypt þér klifurskó í Klifurhúsinu.
Hjá Ísalp getur þú svo keypt leiðarvísa fyrir t.d. Stardal og Valshamar en ég bendi þér á að rjúka ekki sjálfur í þetta heldur fara fyrst á námskeið og fara svo í fylgd með reyndum klifrurum.
0405614209ParticipantVarðandi leiðsluvegginn fína.
Ég hef átt óformlegar viðræður við ÍTR og Laugardalshallarstjórnanda og ég veit að þetta mál hefur verið rætt hjá þeim. Mér fannst á öllum viðkomandi að þetta væri hið besta mál.
Það þarf að hamra þetta mál hressilega og halda áfram. Ef það er gengið í þetta af krafti þá giska ég á að það verði kominn upp 12 metra hár leiðsluveggur með 15 metra klifurvegalengd innan árs. Svona veggur er fullkomlega löglegur keppnisveggur.
Það væri svo óvitlaust að stefna að því að halda Norðurlandamót í klifri næsta vor.
Það er næsta ljóst að ef það á að verða einhver uppbygging þá þarf ríki og borg ásamt einhverjum fyrirtækjum að koma að málinu.
Kveðja
Halldór formaður.0405614209ParticipantÉg sjálfur spái því að þegar öllum þessum framkvæmdum er lokið og komin er risastór virkjun með lóni hálffullu af drullu og svo álver að þá verði statusinn svona:
* Þenslan verður um garð gengin og fólkið gargar á meiri framkvæmdir og meiri þenslu. Landsvirkjun stingur uppá því að Hvítá verði virkjuð og til vara stinga þeir uppá að sett verði lög þess efnis að öllu vatni verði bannað að renna óvirkjuðu til sjávar. Jafnvel treggáfuðustu alþingismenn gapa í forundran.
* Við venjulegir Íslendingar borgum töluvert hærri vexti en í dag.
* Starfsmenn í álverinu verða: a) Króatar á dagvakt b) Serbar á næturvakt og c) Pólverjar í mötuneytinu
* Árið 2006 (ár svampsins) eða 2007 (ár roðhæsnisins) brýst út blóðugt stríð milli dag- og næturvaktar í álverinu. Menn eygja tækifæri til að bjarga öllu í horn með að fara fram á stríðsskaðabætur frá EES og EB og jafnvel SÞ sem sent hefur fjölmennt herlið til að reyna að halda skikki á ástandinu.
* Í upphafi ársins 2008 rekur alla í rogastans þegar miklir jarðskjálftar verða undir Vatnajökli og í kjölfarið kemur eldgos og svo risaflóð sem sópar stíflunni og öllu draslinu út á hafsauga. Engin ummerki mannanna verka verða sjáanleg nema lítill stálnagli sem stendur uppúr steini.
* Menn fallast í faðma og eru sammála um að svona vitleysa verði aldrei gerð aftur.
* Samþykkt verður á þjóðþingi síðla árs 2008 sem haldið verður á Þingvöllum að gera Ísland að ferðamannalandi.Ég lofa því að éta hattinn minn ef ofanritað gengur ekki eftir í heild sinni.
Halldór Kvaran, spáfulltrúi almættisins0405614209ParticipantDaginn og blessaðan góðann.
Auðvitað er wwwefurinn vettvangur til að skiptast á skoðunum um allt sem viðkemur fjallamennsku. Hálendið er leikvöllur fjallamannsins (ritað með 20 punkta, feitu, hallandi letri)
0405614209ParticipantBlessaður.
Auðvitað á fólk að skrifa sig í gestabókina í þeim skála sem gist er í. Ef eitthvað kemur uppá þá er allavega vitað hvar viðkomandi var á þessum tíma – þetta vita auðvitað allir.
Svo er auðvitað hitt að því fleiri sem borga skálagjöld, því meiri tekjur og þ.a.l. meiri peningur til að eyða í að gera skálana betri o.s.frv. – þetta vita auðvitað allir líka.
Þú verður formlega munstraður í skálanefnd ásamt Stebba ex-president og svo er Guttormur tilbúinn líka. Ef fleiri hafa áhuga á að taka þátt í störfum fyrir klúbbinn þá er tilvalið að tilkynna það hérna á síðunum eða þá að senda póst á stjorn@isalp.is
Kveðja
Halldór formaður0405614209ParticipantÉg man í gamla daga þegar það snjóaði á veturna og það voru himinháir skaflar á götunum í bænum og það var jafnvel hægt að skíða í Hveradölum og stundum bara þar því að það var ófært á aðra staði.
Annars eru þessir hlýindakaflar alveg ótrúlegir og óútreiknanlegir og því erfitt að bjóða hingað erlendum gestum, eins og þú talar um Palli, og því væntanlega best að reyna að festa einhverja dagsetningu fyrir hátíðina. Versta sem gerist er að þetta verði eins og núna og það verði að fresta öllu.
Svo væri etv hægt að hafa þetta eins og á jólunum. Hafa Ísklifurfestival hið meira sem væri skipulagt með löngum fyrirvara og svo hið minna sem væri meiri skyndiákvörðun og meira stílað á þetta eins og klúbbferð???
Með bestu kveðju
Halldór0405614209ParticipantDaginn og blessaðan góðan.
Ég er einn af þeim sem líst alls ekki á aðstæður eins og þær eru víst núna – enginn ís og bara hellingshiti og rigning. Engar fréttir eru ekki góðar fréttir.
Satt að segja lítur út fyrir að Ísfestivalinu verði frestað.
Ef einhver veit stöðu mála núna þá vinsamlegast sendið inn línu á vefinn.
Halldor formaður
0405614209ParticipantMyndaval á Banff miðast við að reyna að sýna sem mesta fjölbreytni fjallamennsku og hvað það er sem fólk tekur sér fyrir hendur úti í náttúrunni.
Við reyndum að velja myndirnar þannig að fjölbreytnin væri sem mest ásamt því að við völdum frekar myndir þar sem adrenalinflæðið væri sem allra mest – semsagt spennu- og skemmtipakka.
Það verða 2 sýningar á Banff og það verður ekki sama dagskráin bæði kvöldin. Samningurinn sem við erum með leyfir ekki fleiri sýningar þannig að þetta verða einu tækifærin til þess að sjá myndirnar. Fyrstir koma, fyrstir fá. Við bendum fólki aftur á móti á að það er hægt að panta miða með að senda póst á banff@isalp.is
Listinn yfir myndirnar er á http://www.isalp.is og þar er hægt að sjá og sannfærast um að þetta verður frábær skemmtun.
0405614209ParticipantDaginn.
Af gefnu tilefni þá verð ég að taka á mig sökina í þessu máli. Í þessu máli er um að ræða innsláttarvillu af minni hálfu og þessi mynd er EKKI 111 mínútur heldur 11 (ellefu).
Þetta verður leiðrétt í kynningunni.
Kveðja
Halldór formaður0405614209ParticipantÉg legg til að málið verði rætt á aðalfundinum undir önnur mál.
Annars líst mér stórvel á Öræfasveitina og er búinn að leita um allan ættfræðigrunnin til að sjá hvort að ég sé ekki tengdur í sveitina og geti gert tilkall til lands þarna.
0405614209ParticipantStórfín hugmynd – það er aldrei nógu vel tekið á móti nýliðum og mjög mikilvægt að hugsa vel um yngstu kynslóðina.
Það hafa verið umræður innan stjórnarinnar um framkvæmd og uppsetningu klifurnámskeiða. Ef Klifurfélag Reykjavíkur ætlar að fá inngöngu í ÍBR þá þarf að liggja fyrir náskeiðaáætlun og æfingaplan. Það væri t.d. hæglega hægt að tengja þetta saman.
0405614209ParticipantBlessaður Eiríkur.
Núna varstu heppinn. Ég var einmitt í sambandi við almættið í gærkvöldi og hef í höndunum áræðanlegar heimildir fyrir því að nú fari kólnandi. Heimildir mínar eru eftirfarandi:
1) Núna á næstu dögum fer að frysta og í vetur verða ísklifuraðstæður með allra besta móti.
2) Ný og áður óþekkt ísklifursvæði finnast á Suðurlandi í lok janúar.
3) Verð á klifurbúnaði kemur til með að lækka stórkostlega í verslunum.
4) Ísklifurfestival Alpaklúbbsins verður fjölsóttara en nokkru sinni fyrr og menn munu horfast í augu og stynja “frábært, frábært” í gríð og erg.
5) Þú tekur ákvörðun um að smella þér í ísklifur og sérð ekki eftir því.0405614209ParticipantBlessaður.
Enn og aftur hittir skrattinn ömmu sína.
Þegar jöklarnir verða horfnir líka þá geri ég alvöru úr því að selja græjurnar fyrir eina tölu og sný mér að rúsínu og plómurækt. Landsvæðið undir Bárðarbungu kemur til með að henta ágætlega – miðsvæðis og nóg af jarðhita.
0405614209ParticipantSælir.
Ég fór í dag í Glymsgil og það var akkúrat enginn ís þar, ekki einu sinni hrat á ánni. Sömu sögu er að segja úr Múlafjallinu – þar er örþunnt skæni syðst í hamrabeltinu.
Úr þessum hörmungum héldum við (ég og C.Smith jöklabani) beina leið í Valshamar og opnuðum þar formlega klettaklifurvertíðina 2003. Fínar aðstæður – kletturinn skraufaþurr og alls ekki svo kaldur. Eiginlega stórfínar aðstæður og blankalogn. Skrattans hliðin voru harðlokuð, bæði tvö, en það er hægt að fara hjáleiðina sem endar neðan við bústaðina beint fyrir neðan hamarinn.
Ég gjóaði svo aðeins augunum upp í Eilífsdal á leiðinni til baka og það var ekki mikið að sjá þar heldur.
Ísaxir til sölu – kosta eina tölu!
0405614209ParticipantÞað hefur verið rætt á stjórnarfundum og var rætt á síðasta fundi að setja úrdrátt af því sem rætt er á netið. Sumt sem stjórnin hefur verið að vinna að hefur nú þegar birst á netinu t.d. fréttin um Banff og svo þeir dagskrárliðir sem eru í gangi.
Ef menn hafa einhverjar tillögur að málum sem þyrfti að vinna að þá er tilvalið að t.d. nota til þess umræðusíðurnar eða þá einfaldlega að senda póst á stjorn@isalp.is
Kveðja
Halldór -
AuthorPosts