0405614209

Forum Replies Created

Viewing 25 posts - 26 through 50 (of 122 total)
  • Author
    Posts
  • in reply to: Banff #49627
    0405614209
    Participant

    Í heildina tókst Banff vel að ég tel og þeir sem heima sátu misstu af miklu.

    Banff menn hafa verið að spyrja eftir myndum frá Íslandi og ég hef blákalt logið að þeim að ég viti til þess að einhverjir séu að vinna myndir. Er einhver með eitthvað í vinnslu?

    Simon Yates var fjarska ánægður með dvölina og bað fyrir kveðju til allra. Sagði að hann kæmi aftur seinna.

    Kveðja
    Halldór

    in reply to: Síðasta sveiflan #49601
    0405614209
    Participant

    Ég hitti Simon fyrr í dag og hann er ansi fínn náungi. Ætlar að líta við í kvöld eftir aðalfundinn og vill endilega hitta landann og ef einhver hefur áhuga á að líta í dollu með honum þá er þetta gott tækifæri.

    Hann verður bæði með myndir og bækur til sölu á mánudaginn. Það verður hægt að kaupa fyrir íslenskar krónur.

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Ísalp til hvers? #49593
    0405614209
    Participant

    Hæ og hó.

    Fínar umræður í gangi og gott að menn skuli vera að spá í þessi mál.

    Klúbburinn er í dag með fínt félagsheimili, tvo skála, kamar á Hnappavöllum, stendur fyrir ýmsum ferðum og námskeiðum, stöku myndasýningu, nýlega var Doug Scott og Simon Yates á mánudaginn, Banff í næstu viku, ekki ólíklegt að Joe Simpson mæti í sumar. Við eigum sjónvarp, videó og líka heimabíó.
    Ísalp gefur út ársrit en ef menn skila ekki inn greinum eða myndum þá kemur ekkert blað út – segir sig sjálft.
    Klúbburinn heldur úti fínum vef og þar liggja margir möguleikar – menn geta t.a.m sett inn sína eigin síður.
    Í bígerð er að fara að vinna ísklifurleiðavísi.
    Klúbburinn styrkir boltakaup svo að hægt sé að bolta leiðir.

    Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé bara nokkuð öflugur klúbbur. Menn mættu vera duglegri að borga árgjöldin en það er annar handleggur.

    Gott er að staldra við og spyrja sig: “Þetta er ekki spurningin um hvað Ísalp getur gert fyrir þig heldur hvað þú getur gert fyrir Ísalp.”

    Bestu kveðjur
    Halldór formaður

    in reply to: Ísklifur á Laugaveginum!!! #49239
    0405614209
    Participant

    Fór áðan (Þorláksmessa) og leit á þetta. Þetta er lapþunnt og lóðrétt. Gráðað 4+

    Kannski að laumast út í kvöld og…. eða á morgun eftir pakkana.

    in reply to: Hnappavellir #49168
    0405614209
    Participant

    Ekkert mál – ég er til í að vera með í viðræðum við landeigendur og svo þjóðgarðsvörð. Reynum að koma þessu máli öruggu í höfn.

    Það er fínt að fá tillögur og athugasemdir við störf stjórnarinnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stjórnin finni sjálf uppá öllu sem þarf að gera.

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Hnappavellir #49166
    0405614209
    Participant

    Góðan mánudag

    Ég talaði rétt áðan við Árna hjá Umhverfisstofnun sem hefur með friðlönd að gera varðandi frekari uppbyggingu á Hnappavöllum og möguleika á að fá að nýta Salthöfðasvæðið.

    Hann sagði það vera í góðu lagi þeirra vegna að nota svæðið (bolta o.s.frv.) og þeir myndu ekki skipta sér af því. Ákvörðunin væri í höndum landeiganda ásamt því að fá þarf samþykki þjóðgarðsvarðar (Ragnar Frank).

    Sem sagt: Semja við landeiganda og þjóðgarðsvörð – best að hafa þetta skriflegt.

    Flóknara var það nú ekki.

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Hnappavellir #49164
    0405614209
    Participant

    Daginn.

    Ég man satt að segja ekki til þess að uppbyggingar og aðstöðumál á Hnappavöllum hafi verið rædd á stjórnarfundum fyrir utan beiðni um fjármagn í boltakaup. Menn hafi væntanlega litið svo á að þarna séu hlutirnir í nokkuð fínu lagi og engin ástæða til íhlutunar stjórnar. Engin erindi þess efnis hafa borist til stjórnarinnar fyrr en nú.

    Það er ekkert nema sjálfsagt mál að taka á þeim málum sem þarf að taka á.

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Wet´n cold.. #49158
    0405614209
    Participant

    Erettekki bara spurningin um að setja í fyrsta í lága og láta svo vaða í drulluna og spóla allt sundur og saman. Festa sig svo hressilega og fá einhvern til að spila bílinn upp. Láta svo bara vaða aftur í drulluna þar til maður kemst yfir. Þetta hlýtur að gleðja umhverfisráðuneytið og það má svo bara beita sauðkindinni góðu á þetta og hún græðir sárið í snatri.

    in reply to: Vellirnir #49137
    0405614209
    Participant

    Demúkrati???

    in reply to: Wet´n cold.. #49156
    0405614209
    Participant

    Ég hlunkaðist inn á þennan slóðaræfil seinni part síðasta sumars og hann endaði í mýrarfeni sem ég vildi ekki leggja í en ég sá í framhald slóðans hinum megin við mýrina miklu.

    Etv skrepp ég í leiðangur um helgina og athuga hvort að finnst fær leið.

    in reply to: Wet´n cold.. #49154
    0405614209
    Participant

    Einu vandamálinu færra Kalli. Er hægt að nálgast þessa fínu kabysu hjá þér innan um fákana fráu. Tilvalið verkefni fyrir skálanefnd að smella þessu upp í Bratta. Veistu hvort að það er hægt að skrölta þarna uppeftir á jeppa á 38″ og hvaða leið væri þá best?

    HK

    in reply to: Wet´n cold.. #49152
    0405614209
    Participant

    Stjórninni barst um daginn erindi frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar þar sem nokkrir félagar sveitarinnar af fádæma höfðingsskap bjóðast til að laga heilmargt í Bratta. Erindinu var að sjálfsögðu vel tekið og væntanlega leggjast þeir í framkvæmdir á næstu dögum.

    Stjórnin er að vinna í kabyssumálum fyrir bæði Bratta og Tindfjöll. Búið er að sækja um styrk hjá einum af bönkunum og svör væntanlega næsta þriðjudag (16.11.04). Ef allt gengur upp þá verða komnar upp olíukyndingar í báða skálana öðrum hvorum megin við áramót.

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Útgerð á kostnað áhugamanna #49110
    0405614209
    Participant

    Mér sjálfum fannst Mikki refur bestur og bestu frasarnir:
    “Hættu að þvaðra um hann afa þinn”
    og
    “Stolnar piparkökur eru bestu piparkökurnar” eða eitthvað svoleiðis.

    Kveðja
    Halldór

    in reply to: Útgerð á kostnað áhugamanna #49108
    0405614209
    Participant

    Sammála þér Hrappur.

    Það er etv erfitt við þetta að eiga og enn erfiðara að banna. Það væri fínt ef þessi fyrirtæki styrktu boltunina og þá hagnast allir.

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Hvernig má bæta vefinn? #49095
    0405614209
    Participant

    Að stjórnin fylgist með á vefnum og taki þaðan hugmyndir og hrindi þeim í framkvæmd er ekki stuldur heldur framkvæmdagleði.

    Ég er viss um að Helgi Borg og Olli (sem ætla að byrja á leiðarvísunum) taka öllum sem vilja taka þátt í framkvæmdinni fagnandi. Nú er verið að reyna að fá fólk til að taka meiri þátt í vefmálunum. Fólki er meira en velkomið að taka virkann þátt í því sem er í gangi og stendur til að gera – bara ekkert nema sjálfsagt og vel þegið.

    Þetta er ekki spurningin um hvað Ísalp getur gert fyrir þig heldur hvað þú getur gert fyrir Ísalp.

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Útgerð á kostnað áhugamanna #49106
    0405614209
    Participant

    Ísalp lagði pening í að fjármagna kaup á boltum og augum og það á að vera til slatti af þessu til. Menn eiga að geta fengnið “boltastyrk” gegn því að skila til baka topo.

    Skilið endilega inn leiðum sem hafa verið boltaðar.

    Hvort að menn eru svo að selja ferðir á þessa staði er svo annað mál og etv rétt að athuga hvort að þessi fyrirtæki ættu ekki að taka þátt í kostnaðinum. Málið verður skoðað.

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Hvernig má bæta vefinn? #49091
    0405614209
    Participant

    Daginnn.

    Ég sé svosem ekkert því til fyrirstöðu að setja inn stutta pistla eða afrit af fundargerðum stjórnarinnar. Etv væri nóg að setja inn helstu mál sem er verið að vinna í og hvernig þau ganga.

    Núna er t.d verið að vinna í undirbúningi fyrir Banff, afsláttarkjörum í verslunum, skálamálum (nánari og vonandi góðar fréttir í næstu viku), topopmálum (ís og kletta), Bazar, Hnúkskeppninni, nýjum félagsskýrteinum, bæta vefinn, Ísklifurfestivali, erlendum fyrirlesurum með myndasýningar og nokkrum smærri málum til viðbótar.

    Semsagt fullt í gangi en allar tillögur og athugasemdir vel þegnar.

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Hvernig má bæta vefinn? #49084
    0405614209
    Participant

    Hurðu vinur.

    Þó að þú eigir bara eitt par af öxum þá þýðir það ekki að þú hafir bara farið einu sinni í klifur með þær. Svo áttu líka bara 2 krakka Helgi – þýðir það að…?
    Ég átti 3 pör af öxum en skipti á einum á þrúgum (sem ég hef aldrei notað (þrúgurnar)).

    Eðla vin – þú veist að öfund er ekki þægileg tilfinning – þú átt bara að samgleðjast mér að eiga bæði besta og næstbesta ísaxapar í heiminum.

    Næst þegar við hittumst þá skal ég breiða út faðminn á móti þér og leyfa þér að gráta á öxl minni. Svo máttu setjast á lær mér og ég skal dilla þér og hugga þig.

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Hvernig má bæta vefinn? #49081
    0405614209
    Participant

    Myndir og umfjöllun um Bratta og Tindfjöll vantar á vefinn. Staðsetningar, bestu leiðir og svo helsta nágrenni.

    Kveðja
    Halldór formaður
    Hugmyndasmiðurinn mikli

    in reply to: Hvernig má bæta vefinn? #49079
    0405614209
    Participant

    Daginn.

    Stjórnin átti fund í gær þar sem eftirfarandi var fært til bókar:
    “Stjórnin telur að netið sé framtíðarvettvangur fyrir áhugasama klifrara í leit að leiðarvísum.”

    Næst á dagskrá er því væntanlega að ganga frá því við vefnefnd að koma þeim leiðarvísum sem til eru á tölvutækt form og leggja þá út á netið.

    Það fylgja þessu kostir og gallar.
    *Helstu gallarnir eru að með þessu þá hættir Ísalp að prenta út leiðarvísana og selja þá. Eitthvað eilítið tekjutap fylgir en þetta eru hvort eð er svo litlar tekjur að þær standa varla undir vöxtunum af þeim peningum sem fóru í að prenta þetta upphaflega.
    *Helstu kostir eru að það er auðvelt að nálgast þetta á netinu, auðvelt að uppfæra og kostar ekkert fyrir félagsmenn.

    Við skorum hér með á félagsmenn sem hafa kortlagt leiðir að senda til stjórnar/vefnefndar.

    Kveðja
    Halldór formaður

    in reply to: Skaftafellsþjóðgarður #49069
    0405614209
    Participant

    Hmmmm.
    Líklega hef ég rangt fyrir mér að við séum að blanda Ísalpmerkinu í skjaldarmerkið og tengja okkur þannig beint við ósómann. Ef til vill ætti logo Landsvirkjunar frekar að koma í staðinn fyrir fána Íslands!!!!!

    Kveðja
    Halldór

    in reply to: Skaftafellsþjóðgarður #49068
    0405614209
    Participant

    Að sjálfsögðu kemur Ísalp merkið í staðinn fyrir Íslenska fánann. Þjóðin hefur hvort eð er tapað sjálfstæði sínu og hefur því ekkert við fánamænuna að gera.
    Ísalp tekur forystuna í þjóðþrifamálum og okkar verður minnst sem fólksins sem hóf byltinguna.
    Ég ætla líka að kaupa einn bol með nýja skjaldarmerkinu.

    Það er svo fundur hjá Samút annað kvöld (þriðjudag) og vonandi hífa menn upp um sig og hjóla í að rugga bátnum.

    PS. Setjum bolinn fína líka í sölu í Fríhöfninni þannig að hugsandi túristar geti líka keypt

    Kveðja
    Halldór

    in reply to: Skaftafellsþjóðgarður #49064
    0405614209
    Participant

    Einu sinni var náungi sem fékk aldrei neitt að borða nema hafragraut. Svo þegar hann var orðinn langþreyttur á þessu og fór að kvarta við mömmu sína þá keypti hún matarlit (nokkrar litaútgáfur) og litaði grautinn fyrir snáðann. Þetta dugði í nokkurn tíma þar til að hann fattaði að bragðið var hið sama þó liturinn væri annar.

    Kveðja
    Halldór

    in reply to: Skaftafellsþjóðgarður #49062
    0405614209
    Participant

    Eða eins og Kristín Irene segir:”Og hvað gerum við? – Ekki neitt”.

    Það er ekki þar með sagt að þó að við höfum ekki gert neitt þá sé það óbreytanlegt lögmál. Við eigum að gera eitthvað. Útivistarfélögin erum með samtök – Samút – og þessi samtök finnst mér að eigi að láta heyra hressilega frá sér og taka afstöðu í málunum. Þetta er líklega einn stærsti þrýstihópur landsins og þessi hópur á ekki að samþykkja að það sé ekki hlustað á það sem hann hefur að segja.

    Það hafa t.d. engar útskýringar fengist á því hvers vegna breytingatillögunum var hafnað. Þeim var bara ýtt út af borðinu.

    Kveðja
    Halldór

    in reply to: Skaftafellsþjóðgarður #49057
    0405614209
    Participant

    Kannski liggur misskilningurinn hjá einföldum sálum okkar í því að við höldum að umhverfisráðherra eigi að vera umhverfisvænn. Setji landið í fyrsta sæti og svo þarfir okkar mannanna í annað sæti og svo rolluna í 3ja sæti.
    Við einfeldingarnir skiljum ekki alveg að rollan er númer eitt, Landsvirkjun númer 2, bændur númer 3, fólkið númer 4 og landið númer 5.
    Skjaldarmerki Íslands er náttúrulega löngu úrelt fyrirbæri með jötni, belju, dreka og erni. Í dag ætti skjaldarmerkið að vera bóndi, rolla, fjármálamaður og rafall og undirlagið á auðvitað að vera stíflugarður og umgjörðin rafmagnsstaurar.

    Kveðja
    Halldór

Viewing 25 posts - 26 through 50 (of 122 total)