Forum Replies Created
-
AuthorPosts
-
Freyr IngiParticipant
Hmmm… sko!
Menn finna sér oft eitthvað sem virkar vel (eins og skó) og halda sig svo við það alla ævi. Ekki breyta því sem virkar…ekki satt?!
En að halda því fram að þó að eitthvað virki vel fyrir þig að það virki vel fyrir aðra er ekki alveg rétt nálgun. Að ég tali nú ekki um þegar fólk nennir að skipta sér í lið eftir framleiðundum.
Er ekki málið með skó og bakpoka að máta vel og finna hvað hentar þínum vexti best. Að sjálfsögðu þarf varan að vera þokkalega framleidd og í þessu haldast gæði og verð oft í hendur.
Að þessu sögðu verð ég að taka fram að Scarpa skór virka mjög vel á mínar lappir enda gæða framleiðsla.
Meindl skór virðast henta fólki með breiðari fót en Scarpafólkinu.
Freyr IngiParticipantBara grín, hefurðu ekki séð þetta:
Freyr IngiParticipantRóbert Þór Haraldsson wrote:
Quote:Hefurðu athugað hvort neoprene grímur fáist ennþá heima?-R
Ekki vera faggi Grímur!
Freyr IngiParticipantGulli ertu að kidda mig?
Kafsigld 13 cm gul skúfa vs. 22 cm drjóli sem skagar út..!!
Freyr IngiParticipantGóður pistill um ístryggingar sem þú hefur fundið þarna Himmi.
Mjög góður meira að segja.F.
Freyr IngiParticipantTek undir þetta með Skabba.
Nýtið tímann vel og njótið!
Það er gaman að vera í Rjukan… ef maður er ísklifrari það er að segja. Fátt annað hægt að gera þarna.
Helsta dægrastyttingin hjá heimamönnum er að taka kláfinn upp á fjall og sjá sólina sem annars lætur ekki sjá sig þarna niðri í dal svo égveitekkihvaðmörgum mánuðum skiptir.En, þið gerið væntanlega grein fyrir árangri og stemmara á isalp.is hvort sem þið farið í kláfinn eða ekki.
Ble.
Freysi
Freyr IngiParticipantDjöfull er gaman að sjá draugana dúkka hérna upp.
Nú væri ekki úr vegi fyrir ykkur, og okkur hin sem höfum verið að skirfa, að hamra lyklaborðið meðan það er heitt og losna almennilega við ritstífluna. Það þarf að ekki að vera um einhverja frumfarna, háskalega klifurleið til að eiga erindi hingað inn.
Myndir og ferðasögur eiga alltaf erindi hingað.
F
Freyr IngiParticipantEf svo reynist þarf maður nú alvarlega að endurskoða valið á klifurfélögum.
Freyr IngiParticipantDugleg ertu!!
Skemmtilegt vídjó!
Freyr IngiParticipantBíldudalur var það heillin og aðra helgi í febrúar.
Með fyrirvara eins og eðlilegt er en þetta er planið.
F.
Freyr IngiParticipantHér tjáir fólk sig undir nafni óritskoðað, nema ef vera skildi Harcore H. Hardcoresson en hann og hans skrif eru undanskilin. Það er gott og blessað og heldur vonandi þannig áfram.
Harkaleg skoðanaskipti fæla ekki nýgræðinga frá, ef eitthvað er þá draga þau fleira fólk að sér sem vill sjá eitthvað subbulegt…
Nei, en grínlaust þá get ég ekki kvittað undir það að harkaleg skoðanakipti á umræðuvef hindri áhugasamt fólk í því að kíkja á myndasýningar og/eða taka þátt í starfi klúbbsins.
Annars væri afar fróðlegt að sjá fleiri “drauga” skjóta upp kollinum og tjá sig um þeirra sýn á þetta alltsaman.
kv,
Freysi friðsamlegi
Freyr IngiParticipanttöff stöff!
Hefur einhver verið á ferð í nágrenni Búahamra núna nýlega?
F.
Freyr IngiParticipantFormaðurinn veit upp á sig sökina og hefur ekki alltaf hamrað lyklaborðið með óþiðnum fingrum (strax eftir klifur). Hann lofar þó bót og betrun og gæti jafnvel strengt áramótaheit þetta árið og verið aktívari við skrif og myndainnsetningar á því næsta.
Og strákar, er ekki alveg fullkomlega eðlilegt að á umræðuvef skiptist menn á skoðunum?
Hvort sem um er að ræða verðlagningu eða ágæti hluta sem verið er að reyna selja.Legg til að við öll setjum meira af efni hingað inn.
!!EF ÞAÐ Á HEIMA FB, Á ÞAÐ HEIMA Á ÍSALP!!
(svo lengi sem það viðkemur fjallamennsku að sjálfsögðu, hef ekki áhuga á því hvað þú fékkst í jólamatinn).
F.
Freyr IngiParticipantSvona lít ég á þetta.
Vandamál A)
Í gegn um tíðina hef ég oft heyrt sögur af fólki að gera skemmtilega hluti annarstaðar en hér á þessarri heimasíðu. Þegar ég hef spurst fyrir um hvers vegna þetta hafi ekki ratað inn á isalp hefur fólki oftar en ekki sagt að þetta væri líklega of lítilsvert til að segja frá því hinum mikla frægðarvef.Í kjölfarið hef ég að sjálfsögðu hvatt alla virka fjallamenn til að láta vita af ferðum sínum á vefnum.
Vandamál
Upp á síðkastið hefur umræða og myndefni sem tengst klifri og fjallamennsku færst að einhverju leyti af heimasíðu ísalp yfir á feisbúkk.Lausn á vandamáli A)
Breyta hugsunarhætti fjallamanna á þann veg að þeir hræðist ekki að segja frá og sýna myndir af því sem þeir eru að bralla eða hugsa.Lausn á vandamáli
Beina umferð upplýsinga inn á ísalpheimasíðuna.
Hvort sem myndir eða upplýsingar séu geymdar á öðrum stöðum þarf að passa upp á það að þær nái inn á isalp.is.Þannig sköpum við skemmtilegt samfélag.
Staðreyndin er sú að það eru ótrúlega margir draugar að lesa síðuna og þegar síðan er virk lifnar samfélagið við. Það er í beinu framhaldi af mikilli virkni isalp.is sem maður fer að rekast á annað gore-tex fólk á bensínstöðvum fyrir birtingu um helgar.Segjum frá og sýnum myndir.
F.
Freyr IngiParticipantÞarf maður ekki líka að vera með Helíum í hausnum ef maður fer út með blöðru um mittið og reynir að lenda í snjóflóði… til að sjá hvort að blaðran verði ósprungin þegar á þarf að halda?!
Þetta hlýtur að vera met!
Krakkar muniði að það er óhollt að lenda í snjóflóði… meira að segja litlu.
F.
Freyr IngiParticipantEr ekki bara mæting á Select kl. 08:00 þar sem menn hópa sig í bíla?? Einfalt já!
Í fyrra báru allir keppendur af, hver í sínum flokki kálfakeppninnar, og því urðu allir sigurvegarar!
Verðlaun í kálfakeppni voru einn drykkur að eigin vali af gnægtarborði Alpaklúbbsins. Einnig var boðið upp á limbó og stólaleikinn í fyrra. Úúúúú… stemming!
Hef svo sem ekki heyrt neitt eða séð upp í Eilífsdal en býst fastlega við að hann sé alveg glimrandi klifurhæfur. Að minnsta kosti hugg ég að hann verði það á laugardaginn.
Freyr IngiParticipantÍsklifrarinn sem brotnaði inni í Banagili (Austurárdal) er væntanlega í sjúkrabíl núna rétt um það bil að komast á sjúkrahús.
Ég heyrði í ferðafélögum hans rétt í þessu þar sem þeir voru á heimleið.
Ég læt þeim eftir að útskýra nánari tildrög slyssins en ekki var um klifurfall að ræða.
Góðan bata!
Freyr IngiParticipantGlæsilegt!
Tek undir þessi orð Steins og hvet skíðara til að veita og nálgast upplýsingar á ísalpvefnum.
Verð þó að viðurkenna að ég hélt að frábært færi og lítill snjór færu venjulega ekki saman, ekki frekar en frábært færi og glerhart.
Kannski ekki allir að leita að því sama.
Freyr sem er meira til að renna sér í mjúkum og djúpum snjó.
;o)
Freyr IngiParticipantSæll!
Hvernig var ísinn? Brothættur eða brilljant?
Þriðja uppferð ekki satt?
Hlakka til sjá myndir og heyra lýsinguna.
Freyr IngiParticipantSkil ekki heldur
Freyr IngiParticipantFreyr, Styrmir og Gummi T. fóru 55° áðan.
Ís í boði þar þó að efsta kertið sé ekki orðið fært, kíktum ekki í Tvíburagil en neðan frá vegi leit það vel út.
Annað virtist þunnt.Freysi
Freyr IngiParticipantJá og bæ ðe vei, flott klifur á Kerlinguna hjá ykkur Jón norðan Heiðar og Finni.
Hafa norðanmenn verið að brölta þarna áður?
Er þetta frumferð?Freyr IngiParticipantMargmennt var í Spora í gær. Þar áttu stefnumót sex klifurmenn.
Styrmir, Arner Felix, Atli Páls, Heiða, Sveinborg og ég áttum þar góða stund.Þegar ég var þar fyrir viku síðan hafði ég á orði að það væri nú sniðugt að hafa sigakkeri við þennan vinsæla stað og mætti því vopnaður borvél í þetta skiptið.
Leiðin skartar því tveimur boltum núna, einum efst og öðrum á millistallinum.
Sveinborg tók myndir.
Frétti svo af öðru gengi í Brynjudal. Þau voru í einhverju mixi.. eða þurrtólun.
Ljósmynda-Gummarnir voru báðir með í för og því ættu að vera til myndir af því einhversstaðar á alnetinu.
Freysi
Freyr IngiParticipantTryggvi Stefánss. og ég vorum einnig á ferðinni síðastliðinn sunnudag (annan dag vetrar).
Keyrðum undir Múlafjalli og með fyrsta könnunarteymið á símalínunni og sjónauka í andlitinu ákváðum við að freista gæfunnar frekar í Kjósinni en Hvalfirði.Ísfossinn Spori liggur í um 250 metra hæð yfir sjó, vísar í norður og töluvert lengra inn til landsins en Múlafjallið. Þar fundum við ís…. en ekki sérlega mikið af honum, eða allavega var hann ekki alveg í stuði fyrir ísskrúfur hvar sem er. Í þetta skiptið fóru einungis 4 skúfur í leiðina sem bæði dúaði pínu og var vel blaut að aftan.
Gaman að sjá hvernig veðrið fer með allann þennann uppsafnaða klaka.
Freysi
Freyr IngiParticipantAthyglisvert !
Ég geri fastlega ráð fyrir því að meðlimir Ísalp séu með afslátt af vörunum hjá http://www.ljosin.net
Ekki satt Gunnar?
Freyr
-
AuthorPosts