Amer sports, sem á meðal annars merki sem allir elska á borð við Arc’teryx og Suunto (og síðan Salomon og Atom fyrir þá sem renna sér á tveimur spýtum) er búið að kaupa hið íslenzka Nikita Clothing sem hefur framleitt götu- og brettafatnað fyrir stelpur, smá af strákadóti (Atikin) og stakk sér inn í snjóbrettasölu einnig síðasta vetur.
Fyrir þá halda að Nikita sé bara gelgjubúð á Laugavegi veltir fyrirtækið vel yfir milljarði á ári, er með 40 manns í vinnu og selur föt í 1500 verslunum í yfir 30 löndum.
Það verður spennandi að sjá þau gera með svona sterkan bakhjarl.