viðgerðir á Tindfjallaskála um helgina?

Home Forums Umræður Almennt viðgerðir á Tindfjallaskála um helgina?

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47383
    3008774949
    Member

    Hvernig var það , fór vaskur hópur manna uppeftir um helgina til að dytta að skálanum eins og til stóð?
    Ef svo , hvað var gert og þarf meira til svo skálinn standi af sér veturinn með sóma?

    #52061
    Karl
    Participant

    Fór ásamt Guttormi yfirsmið í Tindfjöll á sunnudag.

    Skipt var um járn á austanverðum suðurvegg. Veggurinn sjálfur var þéttpakkaður af snjó enda var ein járnplatan fokin af honum.

    Suðurglugginn var glerjaður og gengið frá opnanlega faginu.

    Gengið var frá nýrri innihurð og skálanum læst.

    Brotni hringurinn á eldavélinni var tekinn í bæinn og stendur til að koma honum á Rennijón til endurgerðar

    Ég legg til að komið verði upp sérstakri síðu fyrir báða skálana.
    Þar má birta myndir og gera grein fyrir ástandi og viðhaldi. Einnig er gott að þeir sem koma í skálana setji inn nokkrar línur eftir heimsóknir.

    Kalli

    #52062
    3008774949
    Member

    Við erum nokkrir að fara uppeftir um næstu helgi og getum tekið hringinn góða með okkur.
    Einnig ef það er e-ð sem vantar þá græjum við það.

    Siggi

    #52063
    Sissi
    Moderator

    Flott framtak!

    SF

    #52064
    Páll Sveinsson
    Participant

    Svona á þetta vera.
    Svona var þetta alltaf.
    Skálinn hefur fylgt okkur alla tíð og mun vonandi gera það áfram.

    Flott vinna strákar.

    kv.
    Palli

    #52065
    kgb
    Participant

    Góðir. Tek undir með Palla og fleirum sem vilja halda í skálann. Það væri synd af gefa hann frá sér. Vonandi tekst okkur að mynda stemmingu í kringum skálann.

    Verst að ég komst ekki á fundinn góða. Vill gjarnan vera þátttakandi. Skv. síðu klúbbsins er ég í skálanefnd… nefnd sem hefur ekki hisst lengi lengi né verið endurnýjuð um margra ára skeið.

    Kristján

    #52066
    3110665799
    Member

    Held að það sé kominn tími á fund skálanefndar og blása til áætlunar, tel víst að talsvert að félögum vilji koma að endurreisn skálanna.
    Vandamálið er sjálfsagt ekki vilji félaga til starfa heldur eins og alltaf hvernig skuli staðið að fjármögnun.
    Væri ágætt ef nefndin og jafnvel félagar settu fram skoðanir sýnar á vef klúbbsins.
    Víst er að skálar verða ekki reistir nema fjármagn komi til, því væri ágætt að setja fram áætlun hvernig þeirra skuli aflað.

    Nóg í bili
    Valli

    #52067
    2704735479
    Member

    sæll og takk fyrir síðast,

    er ekki málið að byrja á að finna út hversu mikla peninga þarf og svo spá í hvort raunhæft sé að afla þeirra og í framhaldi af því hvernig?

    eins og ég kom nokkuð ákveðið frá mér eftir þennan blessaða tindfjallaskálafund þá finnst mér ekki hægt að taka ákvörðun um skálamálin án þess að vera með það á hreinu hvað hlutirnir kosta. ég stakk upp á eftirfarandi:

    .kanna hvað kostar að byggja eða kaupa (þess vegna frá Eistlandi eins og Kalli talaði um að mig minnir?) tilbúinn 22 m2 skála sem hægt er að keyra upp í tindfjöll
    => kanna hvort hægt er að afla þeirra peninga.

    .kanna hversu mikið þurfi á ári í viðhald á nýja skálanum
    => kanna hvort þeir peningar fáist með betri rekstri skálans, þ.e. hann verði eining sem standi undir sér með því að leigja út helgar og vikur.

    .þegar búið er að stilla þessu dæmi upp hlýtur að vera borðleggjandi hvort halda eigi rekstri skálans áfram eða ekki og hvort sjálfboðavinnu þurfi yfir höfuð til að reka skálann með sóma.

    —-ég skora á stjórn ísalp að hafa frumkvæði að því að setja saman hóp (sem gæti vel verið núverandi skálanefnd) sem skoðar málið frá þessari hlið og kynnir.

    friður

    #52068
    Skabbi
    Participant

    Stjórnin mun hittast í næstu viku. Skálamálið verður tekið fyrir á þeim fundi og þá, eins og oft áður, verða ýmsir möguleikar ræddir.

    okbæ

    Skabbi

    #52069
    3110665799
    Member

    Hæ og Hó

    Ég óska hér með eftir fundi Stjórnar með Skálanefnd (allri) við fyrsta tækifæri.

    KV
    Valli

Viewing 10 posts - 1 through 10 (of 10 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.