Vertíðarmenn og konur í Chamonix?

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Vertíðarmenn og konur í Chamonix?

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47250
    0311783479
    Member

    Hæ hó

    Verða einhverjir ísalparar í verbúð í Cham í vetur?

    “Helgar-hermaður” (e. Weekend Warrior) búsettur í suður enskri flatneskju leitar að klifurfélögum í Cham í Jan, Feb og Mar.

    Hikið ekki við að hafa samband ef einhverjir verða á svæðinu. Er góður í að segja sögur (ef meðmæli óskast um sagnalist þá er hægt að redda því frá góðum mönnum).

    Hlakka til að fá ársritið í hendur.

    kveðja
    Halli
    (hg hjá askur punktur org)

    #54889

    Nú nú, á bara að skella sér á síson í Cham? Góður!

    Get stafest að það að ferðast með Halla “Bonnington” Guðmundss., er góð skemmtun.

    Vaðandi sögurnar þá dettur mér í hug ein setning sem hann lét út úr sér í sögulegu ísklifur-road-trippi hér á landi síðasta vetur…

    „Ég hef mjög gaman af því að segja sögur, en það hafa ekki allir jafn gaman af því að hlusta á þær“

    Við samferðamenn hans í þeirri ferð skemtum okkur vel svo þetta átti ekki við okkur í það skiptið allavega.

    #54890
    Skabbi
    Participant

    Tala nú ekki um ef þú lofar BennyHAHA í mannskapinn…

    Skabbi

    #54891
    0311783479
    Member

    Auðmjúkur þakka ég sagna-meðmæli Bjögga og Skabba :o)

    Ekki er það nú svo gott að ég sé að fara í verbúð, en það eru hæg heimantökin að smella sér í helgarferð til Cham að klifra. Það kostar álíka mikið í transporti og gistingu og að fara norður yfir Hadríansvegg þannig að planið er að blanda þessu aðeins saman ef makker finnst í Cham eða nágrenni við “Easyjet hub”.

    BennyHaHa er minn kaddýsveinn til fjalla þannig að hann verður aldrei skilinn eftir!

    kv.
    H

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.