Verndaraaetlun Umhverfisradherra

Home Forums Umræður Almennt Verndaraaetlun Umhverfisradherra

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47487
    0311783479
    Member

    Godan daginn,

    Hefur stjorn ISALP myndad ser skodun a verndaraaetlun Umhverfisradherra fyrir Vatnajokulsthjodgard? Ef svo er tha vaeri ahugavert ad vita hver hun er. Var haft samrad/leitad umsagnar hja ISALP af halfu Umhverfisraduneytis?

    Af frettum ad daema tha virdist rikja mikil ulfud hja odrum unnendum islenskrar natturu i 4×4 og Skotvis. (Eg hef ekki kynnt mer malid til fullnustu).

    Eg held ad ISALP thurfi ad lata rodd fjallamanna heyrast thegar stjornvold eru ad velta breytingum a ferdafrelsi a tilteknum landssvaedum.

    Heilbrigd skynsemi hefur dugad unnendum halendis Islands vel hingad til og thvi ahugavert ad sja stjornvold sem trua a bod og bonn yta skutu sinni ur vor. Lifskodun Bjarts i Sumarhusum virdist ekki eiga upp a pallbordid nu a dogum, sem er einstaklega ahugavert ut af fyrir sig.

    Eg hef medvitandi opnad box Medusu um von um hressilegar og malefnalegar rokraedur.

    Med kvedju
    Halli

    #56431
    1001813049
    Member

    Hérna er dæmi um frétt tengda þessu máli

    http://vikudagur.is/?m=news&f=viewItem&id=7774

    Þarna kemur fram að umferð snjósleða sé bönnuð um Öskjusvæðið eftir 1. maí sem snjósleða menn eru meðal annars ósáttir við.

    Spurning hvernig þetta og fleira í þessum lögum kemur við fjallafólk sem þarf að komast að fjöllum til að skíða eða klifra á vorin og er á eigin vegum eins og flestir Ísalparar sennilega stunda sitt sport. Þarf ekki að setja nefnd í að kynna sér lögin og kanna hvort að hagsmunir og frelsi fjallafólks séu í hættu.

    Kv KM

    #56432
    0703784699
    Member

    Hvernig er það ef það þarf að koma á vélsleðum að bjarga mér á þessum svæðum? Er það líka bannað?

    En hvernig er það með yfirlýsingar frá klúbb einsog Ísalp, hvaða mál vill klúbburinn blanda sér í? Ekki misskilja mig en ég held að þetta sé klárlega mál sem klúbbur sem þessi eigi að skipta sér af.

    Himmi

    #56434
    Arnar Jónsson
    Participant

    Þetta mál hefur verið rætt í stjórn en engin skýr afstaða eða aðgerðir hafa verið þó verið ákveðnar.

    Við í stjórn Ísalp höfum verið að fylgast með þessu máli í marga mánuði. Erum á samráðs póstlista þar sem allir helstu aðilar hafa verið að koma framm fréttum og sýnum tilögum framm. Fulltrúi frá okkur hefur einnig setið eitthverja samráðsfundi að mig minnir og er hann í raun best fallinn í svara eitthvað af þeim spurningum sem þið hafið verið að koma með framm hér.

    Skemmst er frá að segja að við erum að fylgjast með en höfum ekki tekið loka ákvörðun um hvað við viljum gera.

    Kv.
    Arnar

    #56441

    Alveg rétt að auðvitað væri flott ef Ísalp myndi allavega kynna sér þetta mál. En ég hef það þó á tilfinningunni eftir því sem ég hef heyrt að það sé ekki verið að þrengja að okkur sem ferðumst fyrir eigin “vélarafli”, frekar að það séu þessir háværu og mengandi með fullt af hestöflum undir sér sem kvarti. En ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það. Ég hef ekki kynnt mér málið, sem er auðvitað synd og skömm útaf fyrir sig.

    Held að það sé nú augljóst að þegar um björgunaraðgerðir sé að ræða þá sé ekki verið að láta reglur um það hvar má aka og hvar ekki ráða miklu.

    #56444
    Karl
    Participant

    Samtök Útivistarfélaga -SAMÚT voru stofnuð 1999 í tengslum við ný náttúruverndarlög sem lágu fyrir Alþingi.
    Ég var formaður Ísalp á þessum tíma og hef verið annar fulltrúa Ísalp í Samút alla tíð síðan. Hinn fulltrúinn hefur verið e-h stjórnarmaður og nú þarf ný stjórn að tilnefna e-h í verkið.
    Eitt stærsta verkefni alpaklúbba og UIAA er að tryggja félagsmönnum aðgang að fjöllum og klifursvæðum. Fyrstu drög nátúruverndarlaga frá 1999 takmörkuðu verulega för almennings um eignarlönd en þessu tókst að breyta með sameiginlegu átaki útivistarfélaganna.

    Umferðarmál innan Vatnajökulsþjóðgarðs hafa verið fyrirferðarmnikil hjá Samút undanfarin ár. Við höfum þurft að berja niður bábiljur um bann við tjöldun á jöklinum, bann við hjólreiðum á jökli, bannað á ríða á jöklinum ofl ofl.
    Samút gerði nokkrar athugasemdir við verndaráætlunina sem öll snérust um umferðarmál.
    Samút gerði hinsvegar ekki athugasemd við akstursbannið um Vonarskarð, þar sem FÍ var fylgjandi banninu en önnur mál voru afgreidd samhljóða.

    Mótórfélögin sendu inn fjölmargar athugasemdir við verndaráætlunina og skotveiðimenn hafa barist hart gegn veiðifriðlandi við Snæfell.
    Þessi mótmæli hafa verið hörðust gagnvart akstursbanni um Vonarskarð..

    Stjórkerfi þjóðgarðsins er bölvaður bastarður, með 4 svæðisráðum sem aðallega eru mönnuð sveitarstjórnarmönnum og svo einni aðalstjórn.
    Samút á fulltrúa í öllum svæðisráðum og áheyrnarfulltrúa í aðalstjórn og hér með óskað eftir Ísölpurum í þessi verkefni.

    Ég held að verndaráætlunin sé ekki vandamál fyrir þá sem stunda fjallamennsku. Ég hefði þó gjarnað vilja að vegirnir að Herðubreið, Öskju og Kverkfjöllum væru endurbættir lítillega (þar er aldrei aurbleyta) þannig að fært verði að fjöllunum þegar best er að skíða þau.

    http://www.facebook.com/photo.php?fbid=1528116857015&set=a.1528116817014.2072212.1657506779&theater

    #56447
    0801667969
    Member

    Um að gera að kynna sér málið og mynda sér skoðun.Varðandi það sem Kalli nefnir um að “lagfæra lítillega” bílvegi að stöðum eins og Kverkfjöllum o.s.fr. til að aðgengið sé betra þá er það tvíeggjað sverð út frá sjónarmiði náttúruverndar.

    Ferðaþjónustuaðilar og ferðafélög óskuðu á sínum tíma eftir “vegbótum” inn á Þórsmörk. Það þýðir einfaldlega uppbyggður heilsársvegur á mannamáli. Þessu fylgja venjulega miklar landskemmdir og viðkomandi áfangastaður verður eins og að koma að Geysi.

    Áðurnefndur uppbyggður heilsársvegur inn á Þórsmörk var á sínum tíma stöðvaður með einni blaðagrein við litla þökk ferðaþjónusuaðila. Buið var að brúa og byggja upp 5 km. kafla. Að flestir vilji uppbyggða heilsársvegi um öll öræfi efast ég um.

    Kv. Árni Alf.

    #56449
    Karl
    Participant

    Til að stöðva misskilning Árna um hugmyndir mínar um vegabætur á norðurhálendinu, þá er ég ekki að leggja til uppbyggðan veg.
    Þessar leiðir eru nær alfarið á ármöl, söndum eða hrauni. Leiðunum er haldið lokuðum í mai og júni, vegna þess að á örfáum stöðum er slóðin á kafi í vatni eða krapa. Þetta eru sömu staðirnir ár eftir ár.
    Það þarf ekki nema minniháttar lagfæringar til að hægt sé að aka þetta á vorin án þess að valda nokkrum skaða.
    Það þarf að breyta ökuleiðinni að Herðubreið á 200 metra löngum kafla til að gera hana færa á þeim tima sem best er að skíða fjallið.

    #56450
    0801667969
    Member

    Gott þegar menn hafa nákvæmlega á hreinu um hvað þeir eru að biðja. Ætla Kalla nú ekkert illt í þessu. Gallinn er sá að þegar menn biðja um bætur á vegi þá er erfitt að segja til um það hvenær á að stoppa og hvað telst nóg.

    Vegagerðin og fleiri stór og sjálfstæð ríkis- og sveitarapparöt leyfa sér að nefnlilega skilja og túlka hlutina nokkuð frjálslega sér í vil. Óska alltaf eftir meiri framkvæmdum.

    Vegbætur og bætt aðgengi er almennt túlkað sem uppbyggðir heilsársvegir. Menn sem biðja um slíkt mega því ekki aðeins búast við einu vörubílshlassi af möl eins og Kalli biður um heldur vinnubúðum og tilheyrandi.

    Mér finnst aðgengi að öræfunum alveg nógu gott og óþarfi að stuðla að útrýmingu þeirra til handa ferðaþjónustunni.

    Kv. Árni Alf.

    #56451

    Ég er búinn að vera að glugga í Verndaráætlunina. Við fyrstu sýn virðist ekki vera mikið um breytingar sem snerta þá sem stunda fjallamennsku í Öræfunum. Sem dæmi eru engar breytingar á banni við umferð ökutækja á Öræfajökli eða höft á staðsetningu tjalda í Esjufjöllum sem áður hafa verið sett.

    Umræðan víða á alnetinu um þessa skýrslu er vægast sagt á lágu plani. Ég hvet alla til að lesa skýrsluna því hún gefur góða mynd af því hver tilgangur er með þjóðgarði eins og Vatnajökulsþjóðgarður er. Það er hins vegar mjög slæmt ef að forvinna að svona mikilvægu plaggi hefur ekki verið nægilega góð og samstarf við hagsmunaaðila ekki verið sem skildi.

    Þeir sem hafa haft hæst í kringum þessa áætlun hafa alveg sleppt því að minnast á 3 nýja vegi sem til stendur að leggja innan þjóðgarðsins. Þar af er einn vegur sem á að liggja að gamla farvegi Skeiðarár við Jökulfell.

    Kveðjur úr Skaftafelli
    Ági

    ps. Annars var þetta útsýnið á skrifstofunni í dag.
    skama_032b.jpg

Viewing 10 posts - 1 through 10 (of 10 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.