Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Verkalýðsfélagið og fleira í Tvíburagili
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
11. February, 2009 at 21:28 #46312ABParticipant
Við Freysi fórum í gilið góða í dag og drifum með okkur tvo nýliða í sportinu, þá Billa og Einsa. Þeir kumpánar léku sér í efri Tvíburafossinum og skemmtu sér konunglega.
Ég klifraði nýja leið sem ég boltaði á sunnudaginn. Hún heitir Verkalýðsfélagið. Nýskráning leiða:
http://isalp.is/route.php?op=l&t=1
Fyrir skemmstu settum við Freysi tvo bolta fyrir toppankeri ofan við leiðina og þá má eflaust nýta fyrir nágrannaleiðir framtíðarinnar.
Næst var Síamstvíburinn klifinn og vottast það hér með að sú leið er fjári góð.
Fljótlega komu svo Bjöggi og Siggi T og réðust á hinar og þessar leiðir. Við héldum heim á leið en Skabbi mætti galvaskur stuttu eftir það. Þeir vilja eflaust úða dálítið sjálfir um sín afrek.
Nóg að gerast.
Kveðja,
AB
12. February, 2009 at 00:17 #53792SissiModeratorToo cool for school.
S
12. February, 2009 at 09:24 #537930101773679MemberAlgjörlega mjög gaman. Fint veður og skemmtilegt svæði og topp félagsskapur.
Fín ástæða til að skrópa í skólann í gær
kv
Billi12. February, 2009 at 09:32 #53794Arnar JónssonParticipantTil hamingju með þessa leið Andri, flott að þú náðir að klára þetta núna. Þú varst alveg skuggalega nálægt því síðast
Kv.
Arnar12. February, 2009 at 12:41 #53795Björgvin HilmarssonParticipantJá við Siggi mættum um eittleytið uppeftir. Hituðum upp í HFF en þar er ísinn efst farinn að morkna vel og kertin sem maður hliðrar framhjá á hraðri niðurleið. Réðumst svo til atlögu að Símastvíburanum og lögðum hann af velli eftir að hann hafði hrist okkur af sér nokkrum sinnum. Mjög skemmtileg leið.
Siggi gerði sér svo lítið fyrir og krúsaði upp Himinn og haf í annarri tilraun. Vel af sér vikið. Skabbi mætti eitthvað á eftir okkur og við mátuðum okkur aðeins við leiðina líka en ekki varð mjög mikið úr því. En þessar neðstu hreyfingar eru hressandi, we’ll be back.
Eftir að Siggi massi þurfti frá að hverfa þá laumuðumst við Skabbi í Verkalýðsfélagið. Langaði að tékka aðeins á henni án þess að gera okkur miklar vonir. Skemmst frá að segja þá gekk það ekki, þessi byrjun er ekkert grín. Líklega ekki það viturlegasta að reyna sig við hana í lok dags. But one day… one day.
Eiríkur mætti uppí gil rétt undir myrkur, þá að koma beint úr Ýringi. Hann eðlilega vildi ólmur fá að berja hið nýa rocodromo Reykjavíkur augum og leist vel á.
Siggi var með vélina sína og við smelltum af nokkrum myndum. Lofum engu fyrir festival. En svo fer ég að drattast til að setja inn myndirnar af Robba í fyrst uppáferð í Himni og hafi, góðir hlutir gerast hægt
15. February, 2009 at 23:31 #53796Siggi TommiParticipantJá, prýðilegt var þetta þó tíminn væri knappur.
Fór Himin og haf nú ekki í annarri, þar sem ég datt ítrekað í fyrstu löngu teygjunni en þegar ég loksins náði henni fór ég alla leið upp. Ætli föllin hafi ekki verið ca. 4.
Síams og Himinn/haf báðar sérdeilis fínar leiðir. Þarf að prófa Verkalýðsfélagið í næstu ferð. -
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.