Verðlauna fjallastemmning

Home Forums Umræður Klettaklifur Verðlauna fjallastemmning

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47243
    Steinar Sig.
    Member

    Ef þið hafið fylgst með Piolet d’Or verðlaununum í ár, þá er víst að Grænlandsferð Favresse bræðra, Sean Villanueva og Ben Ditto hefur ekki farið farm hjá neinum. Þeir unnu eitt stykki gullexi fyrir leiðangur sem kæmist venjulega ekki á blað hjá frönsku spekúlöntunum. Andinn sem sveif yfir þessari ferð heillaði þó dómnefndina upp úr skónum og svo fór sem fór.

    Í stuttu máli sagt var þetta nokkurra vikna ferð milli hárra kletta víðsvegar um Grænland. Farkosturinn var skúta með 75 ára gömlum presti sem kafteín.

    Þetta er verkefni sem ætti að vera innan seilingar fyrir Íslendinga. Vel sjóuð áhöfn og skúta á Vestfjörðum líklega klár í slaginn.

    Mæli hiklaust með því að horfa á þessa fimm þætti sem þeir settu saman um leiðangurinn á Alpinist.com. Skemmtilegustu fjallamyndbönd sem ég hef séð lengi.

    vertical-sailing-thumb-thumb.jpg

    #56625
    0703784699
    Member

    Ég á sett af camelottum og einhverju fleiru, kreditkort, eitthvað af frítíma og fljótlega 3 mánaða feðraorlof……ef þú reddar skútu þá er ég game!

    Himmi

    #56629
    0304724629
    Member

    Skúta: CHECK!

Viewing 3 posts - 1 through 3 (of 3 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.