Home › Forums › Umræður › Klettaklifur › var að berast – vantar klifurfélaga í sumar
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
6. May, 2005 at 22:25 #453170309673729Participant
Daginn. Ég bý í Kanada en verð heima á Íslandi í sumar og langar að komast í samband við íslenska klifrara á meðan ég er heima. Ég ætlaði að senda erindi á síðuna ykkar en það virðist ekki vera hægt ef maður er ekki félagi í íslenska alpaklúbbnum. Þar sem ég bý ekki á íslandi vil ég ekki vera að borga árgjald í klúbb sem ég að öðru leyti geti ekki notið. Getiði sagt mér hvernig ég get komist í samband við fólk til að klifra með (sérstaklega á Akureyrarsvæðinu) án þess að vera félagi í klúbbnum?
kristín
======================================
Kristin M. Johannsdottir
PhD Student, Dept. of Linguistics
University of British Columbia6. May, 2005 at 22:45 #49742HrappurMemberEins gott að hún er með master. Maður klifrar nú ekki með hverjum sem er
6. May, 2005 at 23:11 #497430704685149MemberSæl Kristín,
Við erum nokkur á Akureyrarsvæðinu sem komum nálægt klifri.
Þú getur sett þig í samband við okkur, sendu mér tölvupóst
jmarino@simi.is og ég skal senda þér info.…STJÓRN, tóku þið eftir þessu…,,Ég ætlaði að senda erindi á síðuna ykkar en það virðist ekki vera hægt ef maður er ekki félagi í íslenska alpaklúbbnum.” …ég hef alltaf sagt að þetta hamli aðgangi að klúbbnum…og að þurfa að vera félagi til að skrá sig í ferðir eða námskeið…
kveðja
Bassi6. May, 2005 at 23:14 #497440702892889MemberÞað væri nú samt rugl ef hver sem er gæti sent inn erindi, færi bara í tóma vitleysu, býst ég við.
andri
6. May, 2005 at 23:22 #49745HrappurMemberjá nóg er af vittleysingum innan veggja þó maður opni ekki út líka
7. May, 2005 at 01:24 #497460704685149MemberUm að gera að sjá alltaf slæmu hliðarnar á öllu. Ég tel það mun líklegra að við fengum fleiri erindi og fyrirspurnir inn á vefinn sem stuðla að vexti klúbbsins. Erindi sem eru góð og gild, ég trúi að þau yrðu í miklum meirihluta en þau sem eru eitthvað ,,rugl”. Í stað þess að hafa hann lokaðann bara til að fá ekki eitt ,,rugl” erindi annað slagið. Ef slíkt mundi henda þá væri tekið á því á viðeigandi hátt.
Eigum við þá ekki að gera líka skráninguna inn í klúbbinn mun strangari? Bara til að vera viss um að ekki einhver geti skráð sig í klúbbinn og skrifað svo eitthvað rugl erinndi inn. Það væri nú agalegt.
Kveðja Bassi
7. May, 2005 at 01:57 #49747HrappurMembervið borgum allavegana árgjald til að fá að rugla, svo það má eithvað á ruglinu græða.
kv Yfir Ruggli
7. May, 2005 at 11:51 #497480704685149MemberÉg held ekki að það sé umræðuvefurinn sem er að gera það að menn hópast til að greiða árgjaldið í klúbbinn.
Ég borga meðal annars árgjaldið til að vonast til að hafa áhrif á það að hafa umræðuvefinn opin svo fólk geti skrifað á hann til að kynnast félögum í klúbbnum. Síðan vonast maður að fólk gangi í klúbbinn eftir að þeir hafa kynnst starfssemi klúbbsins.
En ef þetta gengur út á að fá eitthvað fyrir peninginn og fá eitthvað sem er frítt fyrir það að vera í klúbbnum. Þá held ég að menn séu komnir langt frá: ,,Markmið félagsins er að efla áhuga manna á fjallamennsku .”
kv
Bassi7. May, 2005 at 12:41 #49749HrappurMemberGóður punktur hjá þér Bassi. Ég er orðinn sammála þér! Þetta getur orðið of lokuð klíka hérna og samræður á netinu eru kannski fyrsta skrefið fyrir nýtt blóð í klúbbinn.
Einn afruglaður.
7. May, 2005 at 18:04 #497502806763069Memberrugl, rugl, rugl, fugl, dugl, kugl bugl. Þetta er allt rugl og þið eruð allir ruglaðir. Rugl, rugl, rugl!
Sorry, hef bara verið svo rólegur upp á síðkastið og er að reyna að halda uppi meðaltalinu mínu!
Annars er mér alveg sama, fannst bara sniðugt hvað rugl getur komið oft fyrir í einum umræðuþræði.
Einn kol klikkaður
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.