Valshamar -varúð!

Home Forums Umræður Klettaklifur Valshamar -varúð!

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47130
    0503664729
    Participant

    Nokkur umræða hefur orðið í sumar um öryggisþætti í Valshamri. Bent hefur verið á lausa steina og í lok maí varð alvarlegt slys þegar byrjandi datt er lína losnaði úr akkeri. Erfitt er að átta sig á því hvað nákvæmlega gerðist út frá lýsingu á atburðinum sem er að finna hér á síðunni. Þetta var í leiðinni Slóplægt. Nú man ég ekki hvernig akkerið lítur út í þeirri leið en í nýlegri heimsókn leit ég nokkur akkeri gagnrýnum augum og vil í kjölfarið vara við leiðinni Grettistak.
    Leiðin er vel boltuð en eitthvað hefur farið úrskeiðis við akkerið. Svo virðist sem viðurkennt akkeri hafi ekki verið tiltækt og því sett upp tvö augu. Frágangurinn eftir það er ekki í lagi því akkerið er útbúið úr ýmsu dóti úr Byko eða álíka búð. Þarna ægir öllu saman; hefðbundum keðjulás, frönskum lás (maillon), keðjubút og fjaðurlás. Þetta dót er ýmist úr ryðfríu, heitgalvaníseruðu eða rafgalvaniseruðu stáli. Slíkur kokkteill býður hættunni heim. Það versta í þessu dóti er fjaðurlásinn. Slíkur lás á ekkert erindi sem öryggistæki og síst af öllu í klifri. Lásinn lokast ekki nema honum sé hjálpað og lína getur auðveldlega losnað úr honum, t.d. þegar gripið er í hann. Mæli með því að fólk láti þessa leið eiga sig þar til gengið hefur verið frá akkerinu á fullnægjandi hátt.

    mg2992a.jpg

    #56889
    Freyr Ingi
    Participant

    Lagfært akkeri 2011_08_24_18.jpg

Viewing 2 posts - 1 through 2 (of 2 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.