Vakna

Home Forums Umræður Almennt Vakna

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45687
    2806763069
    Member

    Jæja, það er nú ekki mikið gaman að skoða þessa umræðusíðu þessa dagana. Nánast ekkert að gera.

    Eiginlega hef ég ekki mikið krydd en þar sem þessi síða er svona þurr í dag verð ég að látta þetta flakka.

    Í gær gekk ég framhjá tveimur tjöldum í ca. 1300m hæð á Virkisjökulsleiðinni á Hvannadalshnjúk. Á leiðinni niður mætti ég tjaldbúunum, mörgum tímum seinna og ekki mikið hærra. Mér til furðu voru þetta ekki einhverjir kanar í misskildri háfjallamennsku heldur íslenskir björgunarsveitarmenn. Eftir stuttar og frekar bjagaðar umræður, sem einkendust af því að þeir föttuðu ekki minn skíta húmor og vildu ekki segja mér hvað þeir voru að gera, komst ég að því að þeir voru í æfingarferð. Æfingar ferð fyrir eitthvað ómerkilegt eins og þeir sögðu. Smá tog í viðbót leiddi í ljós að þetta ,,ómerkilega” voru litlir 7.000m einhverstaðar í Pamir.
    Af tillitssemi við drengina segi ég ekki meira, en vona að þetta sé nóg til að setja slúðurvélina af stað.

    Er annars virkilega ekkert að gerast þarna fyrir sunnan, eða annarstaðar á landinu??

    Kv.
    Góði gæjinn!

    #48070
    Karl
    Participant

    Þetta minnir á hjálparsveitarbelgina sem skelltu sér í þriggja daga leiðangur á Snæfellsjökul, náðu á toppinn og skelltu sér að því búnu á Kópavogshælið (Denali) og dvöldu þar í 3 daga og náðu þeim einstæða áfanga að renna sér niður á skriðjökulinn og slefa sér síðan upp á lendingarstaðinn aftur og shanghæja næstu vél heim…..

    #48071
    AB
    Participant

    Voru þetta flubbar? Bara svona datt það í hug…

    Kv, Andri

    #48072
    2806763069
    Member

    Ég sé norðufés buxur sem sakna eigandasíns. Langar að fara til Pamir og óska eftir að vera sóttar í Skaftafell.

    Þær vilja hinsvegar fá meira að heyra hér á netinu áður en þær verða sóttar, svona í fundarlaun.

    kv.
    Ívar besti gæjinn!

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.