Utanbrautarskíðun á léttan hátt

Home Forums Umræður Skíði og bretti Utanbrautarskíðun á léttan hátt

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47271
    0704685149
    Member

    Ég var að fá þær fréttir að efra skíðasvæðið á Siglufirði sé orðið opið. Það bíður upp á ótrúlega góða möguleika að ná mörgum góðum leiðum. Svæðið er opið alla helgina og enn snjóar hér fyrir norðan.

    Sjá t.d. vefmyndvélina á Sigló.

    http://157.157.79.85/Jview.htm

    hér eru upplýsingar um svæðið:

    http://skard.fjallabyggd.is/forsida/

    kveðja
    Bassi

    #53299
    1012803659
    Participant

    Erum 9 stykki á leiðinni norður á Sigló um helgina, væri gaman að vita ef fleiri verða á svæðinu…

    #53300
    0808794749
    Member

    með puttann á púlsinum þykir mér!
    hlakka til að taka út fjallið og færið.
    sjáumst á sigló.

    #53301
    0907725389
    Member

    Það er gaman að heyra að þið skulið ætla að heimsækja okkur hér í Fjallabyggð. Verið ævinlega velkomin. Það er aldrei að vita nema maður skelli sér í vesturbæinn á skíði ef það verður fært yfir lágheiðina. Það væri gaman…

    Bassi, ertu nokkuð farinn að sakna skíðanna þinna allt of mikið? Ég er enn að bíða eftir varahlutum. Ef þig vantar þau get ég reddað því með stöng úr öðrum bindingum.

    Kveðja,
    Jón Hrói

    #53302
    1402734069
    Member

    Hvaða vitleysa er þetta með Fjallabyggð … og vesturbæ?

    Sem uppalinn Ólafsfirðingur, fæddur á Siglufirði, ættu allir að fá að vita að Fjallabyggðarnafnið er stjórnsýslunafn og notkun á einhverju öðru en þeirra eigin bæjarnöfnum er helv… rugl.

    …. en svo við snúum okkur að því sem skiptir öllu máli, skíðin!!!

    Verður Búngulyftan opin??

    Sjáumst f. Norðan á nýja árinu!! :)

    #53303
    Anonymous
    Inactive

    Ég var nú því miður engu nær hvort þetta væri á suður-norður eða austurlandi þessi Fjallabyggð þegar ég sá þetta fyrst. Ég þurfti að “Gúgla” nafnið til að vera einhverju nær.
    Olli

    #53304
    0902703629
    Member

    Jón Hrói, ég sakna þeirra ekkert en ég man samt hvar þau eru, ásamt skónum.

    Ef þú veist af kaupanda þá eru þau til sölu ásamt skónum fyrir litið. Ég er búinn að átta mig á því að ég hef komist án þeirra í gegnum lífið.

    kv.
    Bassi

    #53305
    0907725389
    Member

    Innleggið frá Þorvaldi sýnir að það er full þörf á að koma nafni Fjallabyggðar á framfæri við hvert tækifæri og tengja það við Siglufjörð og Ólafsfjörð, en hafðu engar áhyggjur Böbbi, nöfn fæðingarbæjarins og gamla heimabæjarins þíns verða áfram notuð og gleymast ekkert. Mér fannst bara réttara að nota F-orðið í þetta skiptið þar sem ég bý í Ólafsfirði og var í raun að bjóða fólk velkomið til Siglufjarðar! Einhverjum hefði e.t.v. fundist það skrýtið.
    Til að svara spurningunni þá var opið í Bungulyftuna um helgina samkvæmt heimasíðu skíðasvæðisins og þar stendur að færið hafi verið gott.

    Bassi, ætli það sé ekki rétt að við ræðum verð, úr því ég er búinn að liggja á skíðunum þetta lengi og ef þú vilt losna við þau. Ég heyri í þér einhverntíman eftir að fer að daga…

    Kveðja,
    Jón Hrói

Viewing 8 posts - 1 through 8 (of 8 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.