Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Um Ásbyrgi og ólöglega boltun
Tagged: Ásbyrgi, boltunarbann, Vatnajökulsþjóðgarður
- This topic has 1 reply, 1 voice, and was last updated 4 years, 10 months ago by Siggi Richter.
-
AuthorPosts
-
21. February, 2020 at 21:36 #69256Bjarnheiður (Bea)Participant
Í kjölfar þess að klippa úr lengri kvikmynd Alberts og Benni sem heitir “Iceland” og er 50 mín löng (klippan var einungis kringum 6-7 mín og slóð á hana https://www.youtube.com/watch?v=b4Up0T8yMes en mögulega breytist slóðin eftir update með disclaimer) með leiðinni “Shelter of the Gods” (sjá hér: https://www.isalp.is/en/problem/shelter-of-the-gods-1) kviknaði gömul umræða á FB um bann við boltun innan Vatnajökulsþjóðgarðar. Í því samhengi hafði sú sem þetta ritar samband við framleiðendur kvikmyndarinnar fyrir hönd ÍSALP og fékk svar frá ábyrgðarmanni klippunnar, sem heitir Johannes. Johannes brást skjótt við og tók niður myndbandið meðan verið væri að bæta inn disclaimer um að boltun sé bönnuð í Ásbyrgi. Johannes kom mér síðan í samband við Albert sem hefur eftirfarandi um málið að segja og ég set inn hér í Forum til að það týnist ekki bara einhvers staðar á FB:
Mig langar að svara stuttlega tölvupósti sem þú sendir Johannesi þar sem ég tók þátt í þessu verkefni.
Í fyrsta lagi vil ég að það sé skýrt hvernig það kom til að þessi leið var farin. Ég hef alltaf verið í góðu sambandi við innlenda klifrara og stjórn ÍSALP (allt frá 2007, í fyrstu ferð okkar til Íslands) – þess vegna ætti það sem við gerum og gerðum alltaf að vera stjórnarfólki ljóst. Ef þú myndir þekkja okkur þá myndir þú ekki taka svo djúpt í árinni að við höfum ekki verið í sambandi við heimafólk!
Á Ísklifurfestivalinu 2016 í Köldukinn (þar sem við tókum þátt) sýndu íslenskir klifrarar okkur (í þeim hópi einnig stjórn ÍSALP) leiðina í Ásbyrgi. Þeir sögðu okkur frá því hve brattur veggurinn væri og að líklega væri ekki hægt að klifra þarna nema með því að bolta. Að það væri bannað að bolta þarna kom ekki til tals. Við héldum þessum upplýsingum til haga en árið 2016 höfðum við ekki áhuga á að ferðast í Ásbyrgi. Fyrst 2 árum seinna fylgdum við ábendingu heimafólks og klifruðum leiðina með því að nota 7 bolta (allt annað var að sjálfsögðu tryggt líka) – eins og okkur hafði verið bent á 2016 var veggurinn of brattur og bygging hans (strúktúrinn) of lokuð til að geta unnið einungis með dót – þótt það sé auðvitað eitthvað sem við viljum ávallt helst gera, þ.e. að vinna með tryggingum sem hægt er að fjarlægja og ekkert sést eftir. Hver gerði “mistök” er ekki okkar að dæma. Þess vegna er heldur engin bein útskýring gefin á þessu í myndbandinu og verður ekki sett inn í myndbandið sem slíkt, því þá þyrftum við að segja söguna alla.
Eftir að við klifruðum leiðina – í þeirri meiningu að hafa farið eftir reglum – höfum við samband við ÍSALÐ á leið til Reykjavíkur og plönuðum fyrirlestur um ferðina. Fyrst á þessum fyrirlestri fengum við upplýsingar um að leiðin tilheyrði þjóðgarðinum og að þar væri bannað að bolta. Eiginlega vorum við mjög svekktir á því augnabliki, okkur leið eins og við hefðum verið leiddir í gildru út frá ábendingum heimafólks. Eftir þetta reyndum við með Jonny að ná í þjóðgarðsverði. Ég baðst afsökunar fyrir hönd hópsins og útskýrði misskilninginn. Við gerðum samkomulag við Guðmund Ögmundsson (þjóðgarðsvörð) um að við myndum ávallt skrifa athugasemd (disclaimer) við allar myndir og aðrar frásagnir af ferðinni og þá væri myndbirting og annað slíkt í lagi hans vegna. Þetta höfum við alltaf gert og ekki verið nein myndbirting eða frásögn án slíks disclaimer þar til í dag. Johannes hafði hreinlega gleymt þessu eftir 2 ár! Hann mun að sjálfsögðu laga þessi mistök og setja disclaimer í lýsingu myndbandsins. Myndbandið er lítið brot af lengri kvikmynd (50 mín) sem við köllum “Iceland” og var sýnd á Servus-TV veturinn 2019 og sýnd á alls konar kvikmynda og alpafestivölum.
Kærar kveðjur frá Tirol,
Albert LeichtfriedEftir að hafa afsakað hversu harðorðað fyrsta bréf mitt til kvikmyndagerðarmannanna var kom síðan þetta svar í kjölfarið:
Ég skil vel að fólk sé æst yfir þessu – það eru jú af nægu að taka þegar kemur að dramatískri þróun vegna ferðamanna á Íslandi. Ég er alveg sammála þér um að það er mjög ólíklegt að einhver hafi ætlað að leiða okkur í gildru. Líklega annað hvort vissi heimafólk ekki af boltunarbanninu eða gleymdi að minnast á það þegar þau sýndu okkur leiðina. Að minnsta kosti fórum við út frá þessari ábendingu 2 árum seinna (án þess að spyrjast fyrir enda töldum við okkur hafa fengið allar upplýsingar á sínum tíma) og klifruðum leiðina – án ábendingarinnar hefðum við sjálfir aldrei einu sinni fundið þessa leið… Ég er líka alveg handviss um að engum dettur í hug að fara leiðina eða aðrar leiðir á svipuðum slóðum út frá því að horfa á þetta myndband. Það væri einfaldlega of klikkað (extreme) og of langt utan alfararleiðar og ég sé ekki fyrir mér að myndbandið hafi slík áhrif á fólk að það hópist til að klifra þarna. Ég held að með því að setja discleimer-inn á lýsingu myndbandsins séu öldurnar róaðar í bili – ég vona það alla vega! Bestu kveðjur Albert.
Siggi Richter hefur þetta um málið að segja:
Þetta mál var tekið var hressilega fyrir á sínum tíma og búið að útskýra í þaula hér (vísar í FB-umræður). Það sem mér finnst hins vegar alltaf skjóta skökku við í þessum umræðum; er það orðin undantekning að fólk biðji um/þurfi leyfi fyrir boltun á landi annarra?
Mér þykir furðulegt að það skuli bara vera til umræðu þegar utanaðkomandi aðilar bolti á landi sem er friðað í bak og fyrir, og þá jafnvel er það hálf þaggað.
Ætti ekki undantekningalaust(!) að fást skýrt leyfi frá landeigendum fyrir jarðraski, óháð fjölda lagaklásúlna í gildi á téðu svæði?Ef frekari upplýsingar koma fram þá má gjarnan bæta þeim við í þennan þráð.
Bestu kveðjur,
Bjarnheiður (Bea)24. February, 2020 at 14:51 #69277Siggi RichterParticipantTakk fyrir þessa samantekt, frábært að fá smá yfirlit fyrir þá sem ekki eru sjóaðir í þýskunni. Og vonandi veðrur einhver örlítil vitundarvakning í boltamálunum í kjölfar þessa máls (og annarra), frábært að sjá umræðurnar bæði hér og meðal Landsbjargar.
En fyrst við erum búin að býsnast nóg yfir boltunum í bili, þá langaði mig líka bara að dáðst að leiðinni, mögnuð leið á mögnuðum stað, er ekki baða að bíða núna eftir einhverjum kempum sem leggja í leiðina boltalausa?
- This reply was modified 4 years, 10 months ago by Siggi Richter.
- This reply was modified 4 years, 10 months ago by Siggi Richter.
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.