twintip eða svigskíði fyrir telemark?

Home Forums Umræður Skíði og bretti twintip eða svigskíði fyrir telemark?

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47284
    elsahagg
    Member

    ég finn mér ekki telemark skíði, og var að spá hvort mælt væri með twintip eða bara venjulegum svigskíðum til að skella telemark bindingunum á?

    Elsa

    #56134
    1001813049
    Member

    Sæl

    Twintip er kannski bara spurning um hvort þú ætlir að renna þér aftur ábak eða ekki, það sem er frekar spurning er hvar og hvernig ertu að renna þér?
    Utanbrautar er allavega betra aðhafa aðeins breiðari skíði en hefðbundin svigskíði kannski svona 80-100 mm undir fætinum og jafnvél enn breiðari og kannski aðeins mýkri en hefðbundið er sem á oftar en ekki einmitt við um twintip-skíði.

    Kv Kristinn

    #56156
    0703784699
    Member

    Rocker, Camber (Reverse or Negative), Flat, stíf eða mjúk, carve / sidecut / effective edge, rise, nose, tail, lengd, twin tip og svo mætti lengi áfram telja. Allt hugtök sem þér ættu að vera kunnug þegar þú ert að hugsa um að kaupa ný skíði

    En einsog Kiddi bendir réttilega á að þá vantar aðeins meiri upplýsingar til að geta gefið góð ráð.

    Twintip er klárlega samt ekki málið. Þeir sem eru í þeim hugleiðingum vita nánast alltaf hvað það er sem þeir vilja. Ef sölumaðurinn er að selja þér twintip af því það er flott og kúl þá skaltu fá einhvern annan.

    Svo er internetið/google ótrúlega hjálpsamt ef maður ber sig eftir því að slá inn leitarskilyrði einsog ski review, nafnið á skíðinu sem þú ert að skoða til dæmis. Svo myndi ég mæla með að þú veljir eitt merki, t.d. K2 og skoðir hvernig þeir setja upp línuna sína. Hvernig þeir byggja upp línuna frá byrjendaskíðum, all mountain, off piste og svo fleira. Þú færð miklu meira útur því að eyða einu kvöldi á netinu en að spyrja hér þegar þú hefur takmarkaðar upplýsingar að gefa. Veltu því fyrir þér af hverju þeir skipta þessu svona niður? Af hverju eru þeir með mismunandi skíði? Af hverju er ekki bara eitt ríkisskíði? Af hverju eru sum twin tip en önnur ekki? Af hverju eru sum skíði með meira sidecut-i en önnur? Af hverju eru til breið/feit skíði? Hvaða máli skiptir side-cut-e-ið? Hvernig skíði vill ég? Nægir mér ein týpa eða þarf ég að eiga fleiri en eina týpu? Skiptir “rise-ið” máli á “nose-inu”?

    Svo þegar þú hefur svör við þessu öllu að þá spyrðu þig hvernig skíðamaður er ég, hvar ætla ég að skíða, hvernig aðstæður get ég lent í þar og þannig vinnur þú þig áfram þangað til þú ert komin með réttu græjun f. þig miðað við þær aðstæður sem þú ætlar þér að vera í. Þú gætir endað uppi með fleiri en eitt par…

    Hvað er t.d. venjulegt svigskíði?

    kv.Himmi

Viewing 3 posts - 1 through 3 (of 3 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.