Tryggingamál

Home Forums Umræður Almennt Tryggingamál

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47559
    Gummi St
    Participant

    Í framhaldi af umræðu sem var hér fyrir þónokkru síðan þá fór ég aðeins að skoða tryggingamál fyrir Ísalpara.

    Ég fór á fund hjá tryggingagæjum fyrir skömmu og ræddi við þá um tryggingar fyrir klifrara, og þá varðandi bæði sylsa- og/eða sjúkdómatryggingar sem dekka klifrið og háfjallaferðir um allan heim.

    Svo virðist sem íslensku tryggingafélögin séu ekki áhugsöm að taka okkur fjallafólkið í þann pakka og spyrja bara spurninga eins og hvert ertu að fara og hversu hátt yfir sjávarmál. Það setja þau svo í einhverja reiknivél sem reiknar út einhversskonar verð sem endursölutryggingu frá erlendum aðilum.

    En ég hitti tvo menn, annar ráðgjafi hjá Trygginarmiðlun Íslands og hinsvegar eiganda Hagals sem er að selja tryggingar frá Breska trygginarfélaginu Lloyds. Þeir eru til í að útbúa tryggingar fyrir okkur (slysa- og/eða sjúkdómatryggingu) sem inniheldur klifur hvar sem er í heiminum.

    Þeir eru til í að koma og hitta okkur og fara yfir þessi mál sé áhugi fyrir hendi.

    Hvað finnst ykkur um þetta, er áhugi fyrir því að skoða tryggingar sem innihalda klifuráhættu og það á heimsvísu? Eigum við ekki að fjölmenna á fund með þeim og láta þá kynna fyrir okkur hvað er best að gera og svara þeim spurningum sem við gætum haft?

    -GFJ

    #57375
    Öddi
    Participant

    Held að það sé gott fyrir alla sem að eru að príla að skoða þessi mál. Ég er ennþá að reyna að vinna mig upp úr skuldasúpunni sem varð til eftir slysið sem ég lenti í maí 2010. Það er ekkert grín að verða óvinnufær með ekkert í bakhöndinni :(
    Kv.Öddi

    #57376
    2301823299
    Member

    Ekki spurning, held að það séu margir sem séu til í að skoða þessi mál betur. Ég væri amk til í að kíkja á svona fund.

    #57382
    Steinar Sig.
    Member

    Tryggingar í fjallamennsku er það mál sem mér finnst að ætti að vera númer eitt hjá Ísalp.

    Þar sem ég flakkaði aðeins í fyrra og reikna með meira flakki í ár, borga ég 8.000 krónur á ári fyrir aðild að bretlandsdeild austurríska alpaklúbbsinns, til þess eins að fá tryggingu. Sú trygging dekkar alla fjallamennsku í allri everópu, nema á Íslandi. http://aacuk.org.uk/benefits.aspx

    Veit einhver um svipaða lausn sem dekkar Ísland? Skil ekki hvers vegna þeir draga Ísland út úr þessu sérstaklega.

    #57384
    Gummi St
    Participant

    Áhugavert Steinar, skrítið hvað þetta er mismunandi eftir löndum. Vilja þeir sumsé tryggja þig í Rússlandi en ekki Íslandi?

    En já, það er gaman að bera þetta saman. Þegar ég hef verið að fara út í klifurferðir þá hef ég tryggt mig sérstaklega hér heima og það kostar svona 10-15 kílókrónur í hverja ferð og gildir auðvitað bara á meðan ferð stendur (~10 dagar).

    Það sem okkur stendur til boða er einstaklingstrygging sem hver og einn þarf að samþykkja, en er sett fram sem hóptilboð.

    Skoðum þetta saman sem heild og flott að skoða alla möguleika. Gott dæmi er slysið hjá honum Erni, slæmt að lenda í skuldasúpu vegna óhapps í áhugamálinu!

    -GFJ

    #57387
    Steinar Sig.
    Member

    Rússland ætti að vera í lagi, amk Evrópuhlutinn: “Insurance cover extends to all of Europe including the islands of the Mediterranean (excluding the islands in the Atlantic, Iceland, Greenland and Spitzbergen as well as the Asian part of Turkey and the Commonwealth of Independent States) (http://www.alpenverein.at/portal/Service/Versicherung/WWS_Folder_2011_E_ebook.pdf)”

    Ef til vill fengi klúbburinn betri kjör með því að koma sér inn í eitthvert svona staðlað alpaklúbbstryggingabatterí heldur en í gegn um íslensku tryggingafélögin.

    8.000 ISK á ári fyrir svona tryggingu er auðvitað ekki neitt miðað við 1000 kall á dag í einhverri skammtímatryggingu. Það má vel vera að einhver evrópski alpaklúbburinn sé með eitthvað sem dekkar Ísland fyrir svipaðan pening.

    Ísalp þarf ekki endilega að vera milliliður í svona tryggingum, en ætti klárlega að safna upplýsingum á einn stað.

    #57389
    2806763069
    Member

    Duglegur strákur Gummi. Ég reyndar fór með þáverandi meðlimum stjórnar á fundi hjá öllum íslensku tryggingarfélögunum fyrir svona tveimur árum. Við reyndum að leiða þeim fyrir sjónir að mögulega væri ÍSALP góður markaður fyrir þá – gegn því að tryggingar næðu líka yfir klifur.
    Við ræddum einnig við einhverja klúbba í skandinavíu bæði til að kynna okkur stöðuna þar og til að kanna möguleika á að ganga inn í þeirra tryggingar.

    Árangurinn var vægast sagt lélegur – ég er reydnar tryggður núna hjá Sjóvá gegn varanlegri örorku og var áður með frekar dýra samskonar tryggingu frá Allianz.

    En ég er mjög spenntur að heyra hvað þessir tveir nýju aðilar eru að bjóða. Það hljómar eins og þú hafir þegar komist lengra en við gerðum þarna um árið.

    Hvað trygginguna hans Steinars áhrærir gildir hún á Íslandi, en ekki í heimalandi tryggingaþegans – tryggingin er ferðatrygging sem austurríski alpaklúbburinn selur aðalega á UK markað. Austurríkismennirnir halda á þennan hátt út UK hluta af sínum klúbbi og græða líklega vel á því. Vel athugandi möguleiki fyrir þá sem eru að ferðast en virkar ekki að óbreyttu fyrir okkur hér heima. En kannski eru þeir til umræðu um samstarf.

    Góðar stundir,
    Ívar

    #57390
    1108755689
    Member

    Líst vel á þetta framtak. Læt fylgja með svar sem ég fékk á sínum tíma frá stjórnarmeðlimi í Norsk Tindeklubb eftir að ég spurði hann út í tryggingamál hjá þeim.

    NTK kaupir tryggingar fyrir alla sína meðlimi. Reyndar talar hann hann bara um björgunartryggingu, en ekki örorku/slysa/sjúkdómatryggingar.

    það getur spilað inn í verðið að inntökuskilyrðin í NTK eru frekar stíf.

    “Hei,

    Vi har redningsforsikring i ”If…” – jeg snakket nettopp med dem, og de forsikrer ikke Islandske foreninger / foretak.

    Til orientering betaler vi ca NOK 10.000 pr år for redningsforsikring for ca 500 medlemmer. Jeg har ikke avtalevilkårene foran meg men jeg mener det er ca NOK 6.000 i egenandel ved redning.

    Lykke til!

    Med vennlig hilsen / Best regards

    Helge Skogseth Berg”

    #57393
    2808714359
    Member

    Passið ykkur allaveg mjög vel þegar þið gangið frá tryggingunum ykkar. Lesið skilmálana en treystið ekki bara “tryggingaráðgjöfunum” sem þið talið við.

    Eftir einhverja tryggingaumræðuna hér á Ísalp fyrir nokkrum árum fór ég í gegnum tryggingaskilmálana mína hjá TM og komst að því að ég var ekki tryggður í fjallabröltinu. Ég ræddi við þjónustufulltrúann minn hjá TM og gekk frá þessu máli.
    Nokkrum árum síðar skifti ég um tryggingafélag og fór yfir til VÍS og ræddi þetta sérstaklega við ráðgjafann sem var að selja mér trygginguna. Hann fullyrti að í þeirri tryggingu sem ég væri að kaupa væri ég tryggður í fjallamennsku og klifri. Því miður treysti ég ráðgjafanum og las ekki sjálfur skilmálana.
    Rúmu ári eftir að ég keypti þessa tryggingu hringdi í mig annar starfsmaður VÍS til að kanna hvort ég væri ánægður með þjónustu VÍS (auðvitað, ég fæ reikninga í haimabankann og borga, frábær þjónusta). Við lok samtalsins spurði hann mig að því hvort ég hefði einhverjar spurningar sem mig vantaði svar við. Það hefur eitthvað verið að naga mig því ég spurði hvort ég væri ekki örugglega tryggður í fjallamennsku og klifri og fékk þá svarið að svo væri ekki.
    Ég fór auðvitað og ræddi aftur við þann sem seldi mér trygginguna og fékk þá staðfestingu á því að ég væri ekki tryggður. Auðvitað mundi sölumaðurinn ekki eftir okkar samtali meira en ári fyrr en ég mundi þennan hluta mjög vel þar sem ég ræði bara við tryggigafélag einu sinni á tveggja ára fresti og lagði í þetta skiftið sérstaklega áherslu á þetta mál.

    Til að fá tryggingu í fjallabrölti og klifri þarf ég að borga 40.000 kall aukalega. Ef þetta hefði verið í upphaflegu tryggingunni hjá VÍS hefði ég ekki flutt viðskiptin frá TM þar sem munurinn var minni en það. Það sem er verra er að ég er búinn að vera trygginalaus í eitt og hálft ár án þess að vita það.

    Munið að lesa tryggingaskilmálana þó þeir séu drepleiðinlegir eða takið upp samtalið við sölumanninn.

    kv
    Jón H

    #57626
    Gummi St
    Participant

    Ég var að fá dæmi um tilboð í hendurnar og það er nokkuð margþætt. Þetta miðast alltaf við gefnar forsendur.

    10-20 milljónir við varanlega örorku, 50-100þús í sjúkralaun á viku, biðtími einhvejrar vikur áður en að sjúkralaun taka við (vinnuveitandi heldur manni uppi í einhvern tíma). Neyðartrygging (björgunarkostnaður) og dánarbætur. Slysatrygging með eða án sjúkdómatryggingar. Allt eru þetta faktorar í það hvað pakkinn muni kosta. Verðin sem ég hef verið að sjá er frá 26þús á ári og upp eftir því hversu mikið menn vilja í forsendurnar. Og að þetta á að gilda allsstaðar í heiminum.

    Best væri etv. að fá þá í heimsókn til að kynna þetta fyrir okkur og svara þeim spurningum sem upp koma.

    Frábært væri Steinar ef þú gætir komið með einhverjar upplýsingar um þetta breska klúbbdæmi svo hægt sé að bera það saman. Ég geri mér ekki grein fyrir hvað sé innifalið í henni.

    Hvað segiði annars um þetta?

    -GFJ

    #57627
    Skabbi
    Participant

    Vel gert Gummi, miðast þetta við ís, kletta, skíði og fjallamennsku?

    Skabbi

    #57628
    Gummi St
    Participant

    Þetta gerir það já og hvar sem er í heiminum, ekki bara á íslandi!

    Hjá American alpine club stendur félögum til boða tryggingar frá 18usd á mánuði sem gerir ~24þú á ári sem er bara mjög sambærilegt þessu samkvæmt síðunni þeirra. Hef þó ekki farið í saumana á forsendunum þar.

    Svo eru þetta auðvitað forsendurnar sem eru breytilegar sem ráða endanlega verðinu.

    Eins og ég segi að þá er langt best að fá þessa menn í heimsókn til okkar og útskýra fyrir okkur hvernig þetta virkar alltsaman.

    Látum þetta malla á spjallinu yfir helgina og reynum svo að negla einhverja dagsetningu.

    Endilega koma umræðunni af stað, þetta tilboð miðast við að allavega 15 skrái sig ef ég skildi þetta rétt(hóptrygging). Og ef þetta er það sem fjallamenn virkilega vantar þá ætti það nú varla að vera vandamál. Það sem þarf að gera er að fara yfir forsendur trygginga sem menn eru hugsanlega með í gangi eða hugsanlega ekki og ræða þetta svo alveg í botn við þá sem eru með þetta.

    -GFJ

    #57629
    Ingimundur
    Participant

    Guðmndur,þetta er þó framþróun frá því ég var að vesinast í þessu hvað 1993, nú 2 viljugir. Ég hefði helst búist við að Loydsumboðsaðilinn gæti komið þessu í kring vegna þekkingar á sambærilegum tryggingum fyrir breska klifurklúbba, en það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu. Á ekki svigrúm til að taka þátt í tryggingarpakka eins og er en gangi ykkur vel með þetta.

    #57631
    Sissi
    Moderator

    Mér sýnist þetta vera víðtækari trygging en mér hefur verið boðið með svipuðum fjárhæðum á innan við 50% af árlega gjaldinu.

    Held að nú ættu þeir sem hafa verið að velta þessu fyrir sér í mörg ár að leggja vel við hlustir.

    Vel gert Gummi.

    #57900
    Arnar Jónsson
    Participant

    Maður hefur greinilega verið trygður allan tíman sem maður hefur verið í ísklifri og klettaklifri (allavegna þeir sem eru hjá sjóvá) :)

    http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/10/12/fjallaklifur_og_klettaklifur_ekki_thad_sama/

    #57901
    Gummi St
    Participant

    Þetta er áhugaverð frétt, en það er að mörgu að hyggja þegar maður er að semja um tryggingar og ætla ég að taka þetta dæmi og ræða við þann sem ég er að fá til að gefa ísölpurum tilboð í tryggingapakka.
    Það ferli hefur tekið langan tíma og er þó dáldið á veg komið. Það sem vantar uppá þar er fjallaskíðamennska (utanbrautar að sjálfsögðu) en ég hefði viljað að það væri valmöguleiki fyrir okkur rétt eins og hvaða bótarétt menn telja sig þurfa (hversu háar bætur og hversu snemma in case of..)

    mbkv,
    Gummi St.

Viewing 16 posts - 1 through 16 (of 16 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.