Tóftin á Hnappavöllum.

Home Forums Umræður Almennt Tóftin á Hnappavöllum.

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46484
    0503664729
    Participant

    Á nýja borðið í Tóftinni á Hnappavöllum er búið að hlaða heilmikið af klæðningarefni sem á að fara á þakið. Þetta þarf að fá að standa þarna næstu vikurnar. Ef einhverjir eiga leið á Hnappavelli þarf að hafa í huga að ekki má fjarlægja plöturnar af borðinu þótt slíkt kunni að vera freistandi. Efnið er viðkvæmt og getur skemmst ef því er dröslað um.

    Stefnt að allsherjar vinnudegi laugardaginn 19. júni ef vel viðrar. Þá á að setja klæðningu á þakið auk frágangs af ýmsum toga. Allir sem eru til í að leggja verkefninu lið eru hvattir til að mæta.

    Þá væri gott að vita ef einhverjir luma á eða geta reddað ódýrt krossviðsplötum (ca 9 fermetrum), klæðingarefni úr gagnvörðu timbri, t.d. óhefluðu þunnu efni (ca 9 fermetrum) og hurðarhúni ásamt tilheyrandi. Þetta er eina efnið sem vantar til að ljúka verkinu.

    Jón Viðar

    #55459
    0808794749
    Member

    Ég kíkti á Hnappavelli í gær og sá að Tóftin er farin að taka á sig flotta mynd. Verður án efa glæsileg þegar framkvæmdum er lokið. Greinilega mikil vinna á bak við þessa uppbyggingu.

    Kannski að klifarar bíði þess að Tóftin verði tilbúin því ekki var þar sála er okkur bar að garði um hádegisbil…

    Jón Viðar ég er ekki í vafa að þessi orð þín verða látin berast sem víðast.
    Takk fyrir upplýsingarnar.

Viewing 2 posts - 1 through 2 (of 2 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.