Tindfjallaskáli kominn í bæinn.

Home Forums Umræður Almennt Tindfjallaskáli kominn í bæinn.

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46283
    2208704059
    Member

    Nú er fyrsta fasa endurbyggingar Tindfjallaskála lokið. Skálinn er kominn í bæinn eftir frækna nokkurra misgamalla Ísalpfélaga austur í gærkvöldi.

    Allar líkur á að skálanum verði skilað endurbyggðum “á sama tíma að ári”.

    Takk fyrir túrinn.

    Hlynur Sk.

    #52965
    2208704059
    Member

    Eftir frækna för að sjálfsögðu.

    H. Sk.

    #52966
    kgb
    Participant

    Takk sömuleiðis. Langar að þakka Reykjavíkur-, Garðabæjar- og Árborgarsveitinni fyrir veittan stuðning. Einnig Hallgrími og Magnúsi í Miðdal fyrir hjálpina og gestrisni og Tomma fyrir gröfuna.

    Bíð spenntur eftir myndum.

    Með kveðju,
    Kristján

    #52967
    2003654379
    Member

    Frábært framtak.Ánægjulegt að skriður sé kominn á málið.
    Býð fram aðstoð við að endurgera skálann.

    kv Viðar 8968203

    #52968
    Sissi
    Moderator

    Já, stórt props til ofangreindra sveita, Miðdalsfeðga og Tomma ásamt öllum sem að verkinu komu.

    Verð að viðurkenna að ég hélt aldrei að þetta gæti gengið svona ofsalega vel og hratt fyrir sig, þvílíkir snillingar þarna á ferð.

    Verulega gaman að koma að þessu, það var svo mikið af tækjum og tjökkum og stöffi í gangi að ég er ekki frá því að ég sé með miklu meira bringuhár eftir helgina.

    Magnað hvernig eitthvað fylleríisrugl í fyrrum Sovét getur valdið svona langri og afar skemmtilegri þynnku, að hlutirnir séu raunverulega komnir vel á skrið.

    Nú mega Ísalparar endilega fara að leggja fyrir 1000 kall á mánuði og pesta vini og ættingja sem gætu reddað okkur styrkjum, efni, peningum nú eða aðstoð.

    Kveðja,
    Sissi

    #52969
    0808794749
    Member

    Hot news!

    Vel gert, hlakka til að líta á gripinn og að sjálfsögðu taka upp hamarinn ( þeas ef einhver getur kennt mér að negla).
    Bíðum spennt eftir frekari fréttum og myndum.

    #52970
    2802693959
    Member

    Gott til þess að hugsa að skriður sé komin á þetta mál. Þakka mínum sæla fyrir að skálinn sé enn í eigu klúbbsins og þar hafi fundist menn framkvæmda.
    Hefði gaman af að leggja hönd á plóg ef einhver finnst starfinn.
    kv, Jón Gauti
    P.s. hvar skildi endurbygging skálans fara fram?

    #52971
    Goli
    Member

    Myndir frá flutningnum eru komnar á netið:

    http://maggy.smugmug.com/gallery/5675890_Bzq9q#349773938_Y42az

    #52972
    Sissi
    Moderator

    Hlynur skellti inn nokkrum myndum líka: http://www.bh.smugmug.com/Agust%202008

    Svona aðeins til að útskýra hvernig þetta var gert, þá var keyrt uppeftir eftir vinnu á föstudegi og strax hafist handa við að færa hellur frá skálanum og moka frá. Það var klárað ásamt því að stífa hann að innan og tæma þarna um kvöldið. Unnið var aðeins fram á nótt. Gist í Miðdal.

    Daginn eftir var ræs upp um 6 og fljótlega hafist handa. Bjálkum var komið undir skálann, hann tjakkaður upp á þeim, settur niður á búkka og hreinsað undan honum svo hann stóð í 30-40 cm hæð. Stífað yfir þakið með ströppum.

    Heysispallur dreginn undir húsið með spili á bíl, meðan krani hélt við húsið. Húsinu slakað niður á pallinn.

    Strappað aðeins að utan og pallurinn síðan dreginn upp á bíl.

    Keyrt niður Tindfjallaveginn (sem var ansi slæmur) og í bæinn. Húsið komið á bílaplan um sólarhring eftir að lagt var af stað úr bænum.

    Meira um þetta hér: http://isalp.is/art.php?f=217&p=578

    Sissi

Viewing 9 posts - 1 through 9 (of 9 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.