Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Tillaga að stað fyrir Ísklifurfestival
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
13. December, 2007 at 16:36 #473082607683019Member
Ég var að klifra í ágætis ís í gær þrátt fyrir hlýindi á landinu. Var með 2 breta í Ísklifurnámskeiði, og við keyrðum austur í Breiðdal. Þar sem maður er um það bil að keyra af stað upp á Breiðdalsheiði eru yfir 30 einnar og tveggja spanna leiðir, allt óklifrað held ég. Nóg af 3 og 4 og vonandi 5 gráðu leiðum, og neðar í Breiðdalnum er alla vega eitt mix, fríhangandi kerta gil fyrir fullorðna fólkið, auk þess sem massa leiðir eru bæði í Berufirði og Reyðarfirði.
Það virðist vera ís allan veturinn þarna efst í Breiðdal, þannig að þetta gæti verið hentugur staður fyrir festival. Alla vega 50 ólklifraðar leiðir í dalnum.13. December, 2007 at 17:14 #52092SkabbiParticipantSæll vinur!
Það hefur einmitt komið sterklega til tals að beina Ísfestivalinu í ár í austurátt, enda síðustu 3 festivöl dreifst á hina landsfjórðungana. Allar svona ábendingar um vænlega staði eru að sjálfsögðu gulls ígildi.
Allez!
Skabbi
13. December, 2007 at 17:41 #52093AnonymousInactiveÞað átti að hafa ísfestivalið fyrir austan fyrir nokkrum árum en þá gerði asa hláku vikuna fyrir festival og við urðum að beina því annað.
Það er rétt hjá Einari það er ótrúlegur fjöldi leiða þarna og hef ég skoðað þetta svæði að sumri til og kemur það ekki á óvart að heyra Einar segja þetta.
Olli13. December, 2007 at 19:10 #52094Freyr IngiParticipantEins og Skabbi segir er stefnan sett austur á bóginn og þá helst í Berufjörð. Þar eru íslínur í tugatali og aðeins 3 þeirra bera nafn.
Restin er ófarin til dagsins í dag.
Varaplan væri þá að fara vestur, norður eða suður. Maður veit nefnilega aldrei sko!!En Einar, áttu ekki myndir frá Breiðdalsvík?
Væri sniðugt að sjá þær og bera saman við coverið af nýjasta Alpinist, þær stöllur Ines Papert og Audrey Gariepy klifra þar Chocolat Chaud (M10) sem er væntanlega þetta svæði sem Einar segir að sé fyrir fullorðna en ekki börn.
Spennó!
Freysi
13. December, 2007 at 19:54 #52095Gummi StParticipantég var einmitt að keyra þarna um austfirðina í dag og í gær og það eru mjög flott svæði þarna útum allt !
kv. Gummi St.
13. December, 2007 at 20:36 #52096KarlParticipantÍ Berufirðinum myndast stundum ein lengsta ísleið landsins…
-Norðurveggurinn á Búlandstindi
Spurning um að leita samninga um gistingu…
13. December, 2007 at 21:14 #520971705655689MemberHef á hreindýraveiðum fengið hús leigt á Blábjörgum í Álftafirði og á Hamri í Hamarsfirði hjá Hamarssamtökunum. Þetta eru bæði eyðibýli með þokkalegum og stórum húsum. Svona svipuð hús og á Stóra Vatnshorni eða hvað það hét þarna fyrir vestan.
13. December, 2007 at 21:15 #520983008774949MemberEn stóra spurningin : hvenær er festivalið dagsett þetta árið???
13. December, 2007 at 21:20 #520993008774949MemberAðeins og fljótur á mér ….þetta er víst allt á vefnum
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.