- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
8. June, 2009 at 07:12 #475490703784699Member
Vildi bara prufa nýja vefinn, og óska nýjum vefmönnum til hamingju með flotta síðu. Einnig er vert að þakka Helga Borg f. hans ómetanlegu vinnu við að halda úti vefnum síðan einhvern tímann á síðustu öld. Man eftir fyrsta vefnum sem kom, og spjallinu þar, greinilega barn síns tíma en þó gott skref á þeim tíma. Svo kom síðasti vefur sem var þvílík lyftistöng, og það segir nokkuð til um gæði þeirrar síðu hvað hún var lengi í notkun óbreytt.
En nú eru nýjir tímar og maður þarf að fara að venjast nýju útlít.
Klapp á bakið fær Helgi Borg, og þrefalt húrra til handa öllum þeim sem lögðu tíma sinn í nýju heimasíðuna, húrra húrra húrra….nýja stjórnin hefur svo sannarlega lyft grettistaki á klúbbnum á mörgum vígstöðum,
kveðja að sunnan,
Himmi
PS; mátti síðan til með að prufa hvort linkar virka… en tékkið á þessum týndu klifurfélögum
8. June, 2009 at 08:31 #54217Páll SveinssonParticipantTil hamingju við öll.
kv.
Palli8. June, 2009 at 08:37 #54218Siggi TommiParticipantJá, þokkalega til lukku með vefinn, drengir!
Þetta er ekkert annað en stórglæsilegt.Hlakka til að vafra hingað inn á hverjum degi héreftir…
8. June, 2009 at 10:11 #54219SkabbiParticipantTil hamingju Ísalp með nýja vefinn!
Það hefur hópur fólks lagst á árarnar til að koma þessum vef í loftið. Að öðrum ólöstuðum hafa þeir Gulli go Óli, nýráðnir vefstjórar klúbbsins lagt gríðarlega vinnu í gripinn.
Eins og títt er með nýja vefi sem þessa eru ýmsir vankantar á vefnum enn sem komið er, en unnið er að því að snyrta og snurfusa svo að allt komi rétt út og verði þægilegt í notkun.
Góða skemmtun!
Allez!
Skabbi
8. June, 2009 at 10:31 #54220Steinar Sig.MemberJá flottur vefur. Hanga þræðir núna efstir ef umræða á sér enn stað á þeim? Það fannst mér eini verulegi gallinn á gamla vefnum.
8. June, 2009 at 10:44 #542211108755689MemberJebb…í flipanum nýlegir þræðir sérðu þá þræði sem hreyfing er á. Getur valið tímabilið sem þú vilt skoða í fellivalboxinu efst í þeim flipa.
Mbk
Bragi8. June, 2009 at 10:55 #54222SissiModeratorGjöðveikt!
Þið magnaðir að nenna þessu (fáránleg vinna sjálfsagt búin að fara í þetta) og vil líka þakka Helga fyrir að handskrifa þetta allt á gamla vefnum og halda úti í fleiri ár. Þið eruð öll mjög flott.
Annars var mega gott færi á Snæfó um helgina, það er hellings snjór þar (langt niðurfyrir lyftu) og allt lokað ennþá.
Koma svo!!
Sissi
8. June, 2009 at 11:34 #54223SmáriParticipantFlottur vefur! væri samt ekki hægt að láta umræðuþræði birtast undir nafni í stað kennitölu, ég á auðveldara með að muna nöfn en kennitölur;)Það eru nefninlega ekki allir sem kvitta undir.
kv. Smári
8. June, 2009 at 11:54 #54224SissiModeratorJá ég væri alveg til í að láta kennitöluna mína ekki vera að þvælast á netinu og það mættu vera miklu fleiri reply (jafnvel allt) á einni síðu í stað þess að það séu bara ca. 5 á hverri síðu. Nýjasta efst væri líka nice.
SF
8. June, 2009 at 11:57 #542251506774169MemberÞetta með kennitölurnar er eflaust eitthvað sem er í vinnslu en á gömlu síðunni voru allir skráðir eftir henni. Ég myndi aftur á móti vilja sjá að fonturinn á fréttunum á forsíðunni væri stækkaður úr 10px í 11px, þetta er ekki nokkur leið fyrir einhvern með smá sjóngalla að lesa
8. June, 2009 at 13:22 #54226SkabbiParticipantHæ
Þetta með kennitölurnar á að sjálfsögðu ekki að vera svona, við erum að vinna í því að fá þetta rétt.
Ég hvet fólk eindregið til að koma með fleiri ábendingar um það sem betur má fara.
Allez!
Skabbi
8. June, 2009 at 17:22 #54227Ragnar Heiðar ÞrastarsonParticipantTil lukku með þetta allir Ísalparar
9. June, 2009 at 09:31 #54228gulliParticipantHæ …
Gott að heyra að menn eru ánægðir með þetta enn sem komið er. Þetta er búið að taka óendanlega langan tíma og orðið mjög langt síðan maður tók 40 tíma vinnutörn eins og um síðustu helgi.
Okkur Óla Hrafni langar að þakka Arnari J. fyrir hönnunina á útlitinu og Þórhalli Helgasyni fyrir að hafa CSS-að fyrir okkur. Ófáir tímar sem fóru í það.
Einnig Helga Borg sem á mikinn heiður skilinn fyrir hönnunina á gamla vefnum og alla þá vinnu sem hann hefur lagt í þetta á síðustu 10 árum eða svo. Helgi var í alla staði fagmannlegur við að afhenda okkur gögn og færa lénaskráninguna
Kveðja,
Gulli10. June, 2009 at 10:02 #54234Anna GudbjortMemberFlottur vefur, til hamingju öll sömul!
En ein spurning, af hverju er ég ekki lengur til? Ef ég ætla inná ‘um mig’ fítusinn þá fæ ég bara ‘This profile does not exist or is no longer available ‘.
Einelti!
10. June, 2009 at 11:51 #54235SkabbiParticipantHæ
Það hefur verið e-ð pikkles með heimsvæðið, sumir komast inn á það en aðrir ekki. Verið er að vinna í að laga þetta en í millitíðinni er hægt að gera eftirfarandi:
Í vafranum þínum þarftu að fara í Tools (eða e-ð álíka, fer eftir vafra) -> delete cache eða temporaty internet files, og delete cookies.
Virkaði hjá mér í Firefox og Internet Explorer
Skabbi
10. June, 2009 at 12:38 #542361506774169MemberSvo væri ekki leiðinlegt ef innskráningin væri vistuð í köku, frekar leiðinlegt að þurfa að skrá sig inn i hvert skipti sem maður kemur á vefinn (sem er ekki sjaldan)
11. June, 2009 at 14:30 #54237SmáriParticipantKominn inn á mitt hiemasvæði, virkar að eyða kökum og history.
Í sambandi við community, er það sambærilegt mínum síðum á gömlu síðunni?
kemst ekki inn á þetta..kv. Smári
11. June, 2009 at 14:45 #54238gulliParticipantSmári Stefánsson wrote:
Quote:Kominn inn á mitt hiemasvæði, virkar að eyða kökum og history.Í sambandi við community, er það sambærilegt mínum síðum á gömlu síðunni?
kemst ekki inn á þetta..kv. Smári
Hæ, í rauninni ekki. Mínar síðar koma undir greinar, bæði á forsíðu og svo undir prófílum notenda.
Kv,
Gulli -
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.