Þrír fræknir í Hrafnfirði

Home Forums Umræður Almennt Þrír fræknir í Hrafnfirði

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45454
    0304724629
    Member

    Nú eru staddir í Hrafnfirði þeir Stefán St. Sm. Björn Baldursson og Valdi fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Ég skaust með þeim inneftir í gær á bátnum hans frænda og voru Jökulfirði sléttir og ekki ský á lofti. Sólheimaglottið á Bjössa verður örugglega ennþá á honum þegar þeir koma til Ísafjarðar á föstudaginn vonandi ca 200 boltum léttari.
    Því miður komst ég ekki með þeim í þetta sinn þar sem heimilið og fjölskyldan gekk fyrir í þetta eina sinn.

    Rúnar (gráti nær)

    #48110
    Ólafur
    Participant

    Hvernig fór? Er búið að setja upp nýja(r) leið(ir)?

    -ÓliRaggi

    #48111
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, það væri spennandi að fá smá fréttir af þessari meintu perlu í íslensku grjótlandslagi.
    Væri gaman að fá smá leiðarlýsingar svo hægt sé að kíkja þarna vestur áður en haustvindarnir fara að blása með tilheyrandi bleytu og látum…

    #48112
    Jón Haukur
    Participant

    Þessu er lýst í síðasta ársriti Ísalp bls 43 og 44, held að þú ættir að drífa í að kaupa blaðið þar sem þú ert alltaf að biðja um einvherjar upplýsingar sem eru í blaðinu. Það var ekki bætt við neinum nýjum leiðum í þessari ferð.
    jh

    #48113
    Siggi Tommi
    Participant

    JH, algjör óþarfi að vera með einhvern móral þó maður reyni að afla sér upplýsinga og sýna smá lit á þessum miðli. Slepptu því bara að svara ef ég er svona mikið fyrir þér á þessu spjalli.

    Ég vara bara að reyna að fá upplýsingar um einmitt hvort einhverjum fleiri leiðum hefði verið bætt við í þessum túr.

    Ég ætti nú að vera með blaðið í höndunum en vegna einhverra mistaka þá hefur það ekki skilað sér heim til mín. Auk þess efast ég um að svör við öllum mínum hugleiðingum sé að finna í þessu eina ársriti og því er vel þegið þegar menn benda á eldri ársrit sem maður gæti reynt að hafa uppi á einhvers staðar…

    Bið annars alla vel að lifa!

Viewing 5 posts - 1 through 5 (of 5 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.