Þríhnjúkahellir

Home Forums Umræður Almennt Þríhnjúkahellir

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47364
    Robbi
    Participant

    Fórum á við 7 mann frá HSSR og sigum í Þríhnjúkagýg á laugardaginn. Myndir segja meira en 1000 orð…

    http://picasaweb.google.com/roberthalldorsson

    robbi

    #51667
    0112873529
    Member

    Flott ferð og rosa flottar myndir.

    #51668
    1108755689
    Member

    já, þetta eru heví flottar myndir!

    #51669
    1811843029
    Member

    Við fórum tveir félagar niður í hellinn í dag,náðum því miður örfáum myndum vegna mikils raka, en hellirinn er alveg magnaður…Veðrið var með versta móti, hífandi rok og skafrenningur,en það skipti auðvitað engu máli þegar búið var að rigga öllu og síga niður. Allt gekk eins og í lygasögu,lögðum af stað um áttaleytið í morgun og vorum komnir heim um uppúr fimm.

    #51670
    2806763069
    Member

    Ég fór einu sinni þarna niður með nokkrum góðum félögum. Þeir voru með ágætis tengingu inn í björgunarsveitirnar og voru með eitthvað af static línum. Ekki samt alveg eins mikið og Robbi og félagar þannig að við þurrftum að binda saman tvær línur til að ná niður.

    Einhvernvegin fer það alltaf þannig að ég er sendur niður fyrstur þegar þarf að prófa eitthvað (eða síðastur þegar fjarlægja þarf allar auka tryggingar úr akerum).

    Við vorum búnir að æfa okkur í að komast yfir hnútinn á niðurleiðinni og mín aðferð var einfaldlega að færa mig yfir í júmmarana og taka sigtólið og koma því fyrir fyrir neðan hnútinn. Því næst setjast aftur í sigtólið og kippa júmmurunum með áður en ég kláraði niður.

    Þetta var allt saman einfalt mál og gekk hratt og vel. Sigtólið sem ég notaði var svokallaður Alpi sem virkar þannig að lítil skrúfa á hliðinni stjórnar hraðanum (viðnáminu). Þegar ég færði Alpann var hann stilltur á stopp. Ég kom mér fyrir hangandi í honum og byrjaði að minka viðnámið.
    Af einhverjum ástæðum var mér litið á línuna sem kom út úr Alpanum.

    Mér til skelfingar, sem ég létt í ljós með hræðslu öskri, sá ég að í stað þess setja Aplann á 90m af línu sem ná alla leið niður hafði ég sett hann á um 50cm sem stóðu út úr hnútnum sem tengdi línurnar tvær.
    Hefði ég ekki tekið eftir þessu hefði ég fengið 50cm sig og 90m frjálst fall með lendingu sem er vægast sagt ekki spennandi.

    Þetta er svona eitt af þessum tilfellum þegar einhver smá heppni eða tilviljun kemur í veg fyrir að mistök hafi alvarlegust afleiðingarnar. Á endanum verður þetta svo góð saga!

    Sem betur fer hefur svona tilfellum fækkað um leið og klifurárunum fjölgar.

    kv.
    Sófacore

    #51671
    2003793739
    Member

    Já ég man ég eftir þessu.

    Þessu var sleppt þegar við Arnar og Rafn sögðum mæðrum okkar ferðasöguna, hehe.

    Við vorum með 2 línur sem náðu alla leið niður og notuðum aðra alltaf sem öryggi. Það þarf að ganga vel frá þeim í toppnum því þær hreyfast mikið þegar menn eru að júmma sig upp.

    Við eigum svo einn frænda sem seig einn niður í Þríhjúkahellinn. Hann var eitthvað tæpur á línum en náði að síga alla leið niður. Síðan þegar hann klippti sig úr þá fór teyjan úr línunum og endinn danglaði nokkra metri fyrir ofan, úpps.

    Þeir sem hafa komið þarna niður vita í botninum er risa stór grjóthrúga sem maður endar á. Hann reyndi að hækka hana um nokkra metra en það var ekki nóg. Það endaði með því að hann fór úr gönguskónum, batt þá saman, stóð á hrúgunni og henti þeim síðan utan um línuna til þyngja hana og þá náði hann í endann.

    Önnur saga er af einum (man ekki hver það var) sem var að jumma sig upp úr hellinum og kápan utan af línunni fór í sundur. Eftir að hafa fallið nokkra metra þá stoppaði sá þegar kápan hafði krumpast nógu mikið fyrir neðan.

    Endilega hafa varan á þegar farið er þarna niður.

    Kv.
    Halli

    #51672
    0703784699
    Member

    það var hún Vilborg (betur þekkt sem Villa í Bátafólkinu og stelpan í StardalsTopo-inum) sem átti þetta myndarlega “sheath runnning” eða kápu hlaup einsog það gæti lagst út á hinu ylhýra,

    Svo eru menn sem hafa farið með Súkkuna sína þarna og “felgað” menn upp og niður….ég bíð bara eftir rúllustiganum hans Jón Hauks og annarra Kópavogsmanna í verkið,

    kvGimp

    #51673
    Karl
    Participant

    Það var Anna María sem sleit kápuna og skrensaði nokkra metra niður eftir línunni.
    Ég var á annari línu við hlið hennar þegar þetta gerðist.
    Þetta kápuslit varð til þess að í næstu skipti var notuð fljótlegri og öruggari aðferð (Varadekksfelgan af rússajeppanum hans Himma Aðalsteins)

    #51674
    Anonymous
    Inactive

    Hún Anna María ku ekki hafa þorað að skipta yfir í hina línuna svo hún júmmaði bara upp á kápulausum þráðunum sagði hún.

    #51675
    Sissi
    Moderator

    Ég fór þarna niður með stórskemmtilegum mönnum á sínum tíma (2000?), Freoni, Neoni, Ása, Himma, Rúnari Ómars og einhverjum kjöppum. Á tímum hins stórmerkilega fjölmiðlaveldis Adrenalíns.

    Þetta var nú svona “nóg að gera einu sinni” reynsla, skemmtilegt að hafa komið þarna niður og prýðilegasta júmmæfing. Eitthvað við nagaðar línur sem er ekkert spes.

    Ef einhver myndi taka sig til að steypufóðra gíginn sjálfan væri þetta sjálfsagt meira hressandi.

    Bendi bara þeim sem langar að tékka á þessu á að vera endilega húkkaðir í 2 spotta í júmminu.

    Siz

    #51676
    1811843029
    Member

    Mikið rétt,það borgar sig að fara varlega í Þríhnjúkagíg eins og reynslusögurnar benda til. En ef rétt er að verki staðið er þetta nokkuð öruggt, okkur tókst þetta um helgina án þess svo mikið sem rispa kæmi á línurnar. Brúnavarnir, meiri brúnavarnir og enn fleiri brúnavarnir er galdurinn. Ef línurnar liggja ekki á tæpum brúnum ætti raunar ekki að vera þörf á back-up línu en allur er varinn góður…

    Annars er vert að menn hafi í huga að ganga vel um þarna niðri, ekki skilja eftir spottarusl eða annað drasl.

    #51677
    0801667969
    Member

    Í annað skipti sem varadekksfelgan afa hans Himma og zúkkan hans Kalla var notuð við uppdrátt fór ég fyrstur niður. Notaði áttu og hafði prussikk band sem öryggi. Seig fyrst með línuna í poka en nennti því svo ekki og fleygði henni niður. Þegar leið á sigið fer mig að verkja all svakalega í hægri hendina og gat illa stýrt siginu. Reyndi að vefja línunni um fallegu fjólubláu Scarpa Vega skóna til að hægja á hraðanum án árangurs vegna þyngdar línunnar. Sársaukinn var það mikill að ég neyddist til að sleppa línunni. Sem betur fer virkaði prussikk hnúturinn og ég stoppaði. Þá kom í ljós að það vantaði ca. 20 metra uppá svo línan næði til niður. Fékk senda aðra línu og komst til botns.

    Ástæða sársaukans var sú að nokkrum vikum fyrr hafði ég farið í heita pottana í Laugardalnum eftir eitthvað djamm. Við að príla yfir grindverkið hafði ég dottið beint fram fyrir mig og brotið bátsbeinið. Þetta kom hins vegar ekki í ljós fyrr en við sigið. Svona fyrir “recordið” vil ég taka fram að ég fór fyrstur upp á varadekksfelgunni afa hans Himma og zúkkunni hans Kalla. Fer kannski betur að aðrir segi þá sögu, sáu hana kannski í öðru ljósi en ég.

    Kv. Árni Alf.

    #51678
    Karl
    Participant

    Ef menn eru á annað borð að rifja upp þessar Zúkkuhífingar þá er einsgott að segja þessa sögu eins og ég man hana.

    Aðdragandi var sá að BÓ, Palli Sveins, Einar Dan skuggamyndasmiður og þeir bræður Árni og Einar Stefánssynir voru staddir í Þríhnjúkahelli og ég ákvað að heilsa upp á þá.
    Árni Alf slóst í hópinn snemma dags og virkaði frekar “syfjaður”. Þegar hann steig út úr bílnum við Þríhnjúkahellinn var hann hinsveg all verulega ölvaður. Hann hafði ekki viljað standa í þessu brölti skelþunnur svo hann skellti í sig einni vodkaflösku í forstofunni heimahjásér áður en hann kom út í bíl. Ég reyndi eftir megni að halda honum frá gígbarminum, fól honum meðal annars það verkefni að tjakka upp Zúkkuna og skella beru felgunni undir. Uþb. sem ég var búinn að græja brúnahjólin kom Árni uppeftir og sagði að felgan passaði ekki. Ég fylgdi honum niður og sá að hann hafði ekki bara tekið annað afturdekkið undan Súkkunni, -hann hafði líka tekið bremsuskálina og gat engan vegið fest Rússafelguna á beran afturöxulinn. Ég skellti bremsuskálinni á og síðan felgunni, gerði kláran back-up júmmarann og blökk sem stýrði bandinu inná felguna. Árni vafraði síðan e-h um gígbarminn og ég var skíthræddur um að hann dytti niður. Í þessari stöðu taldi ég öruggast að senda Árna niður í hellinn, -hann væri mikið öruggari þar heldur en á gígbarminum -Það væri hvort eð er ekkert mál að hala helvítið upp. Sagan af sigferðinni er svo skráð hér að ofan.
    Þegar Árni var kominn ofaní svart gímaldið með eina ljóstýru á hjálminu rambaði hann fram á Palla sem átti alls ekki von góðglöðum skíðamanni slagandi um hanarbrotnum í þessum snjólausa heimshluta.
    Palli júmmaði upp og átti víst alveg eins von á e-h Atlavíkursamkomu á gígbrúninni.
    Af okkar manni er það að frétta að hann ranglaði niður í dýpstu afkima helisins og rakst þar á marga samansúrraða álstiga sem zikkzökkuðu á víxl upp e-h lóðréttan skorstein hvar uppi voru e-h ljóstýrur hjá hellaköppunum sem voru þarna í hugumstóru og krefjandi rannsóknarferð á riðandi málarastigum. Árni skellti sér að sjálfsögðu upp stigana til að bjóða góðan daginn og spjalla, en skildi ekkert í því hvað rannsóknarmennirni voru tæpir á tauginni…

    Að drjúgum tíma liðnum var Árni tilbúinn til hífingar. Eftir hálfa hífingu bað hann um stopp. Hellakönnuðarnir höfðu lagt blátt bann við að við höluðum upp línuna þeirra og náði Árni að flækja sig í henni á uppleiðinni. Eftir langt stopp sagði Árni okkur Palla að halda bara áfram að hífa.
    Þegar hann kom upp að munnanum var hann hinsvegar orðinn ósjálfbjarga vegna þess að hann hafði ekki greit úr laukalínunni, heldur var hann orðinn innpakkaður líkt og köngulær pakkan innn flugum í vef sínum. Hann var því dreginn eins og hveitisekkur upp á brún og lá þar afvelta um stund þar til lirfan náði að brjótast úr púpunni.

    Þegar þarna var komið báðu Hellamenn okkur um að hífa þá Árna Stef og Einar upp á HANDAFLI. Þeim þótu þessar hátæknitilfæringar og kaupstarlyktin mjög vafasamar.
    Þessari handavinnubeiðni var að sjálfsögðu vísað til helvítis en þeim að sjálfsögðu boðið far með Zúkkunni. Eftir bílfarm af japli, juði og nöldri fengust þeir þó til að leyfa okkur að hífa glingrið sitt upp. Þeir pössuðu ekki uppá að miðjustilla heysið og því slóust stigarinr nokkuð utan í gosrásina með meðfylgjandi grjóthruni.
    Ekki jók það tiltrú þeirra á vélvæddri hellamennsku og þeir fóru aftur framm á handhífingu á skrokkunum.
    Því náði ég til að svara með svo massífum skætingi,
    að á endanum var ekk stætt á öðru fyrir BÓ en að binda sig í línuna (Ég hefði gjarnan viljað eiga þessi frýjunarorð á spólu). Þegar BÓ gaf merki um að það mætti hífa, þá spurði ég ofursakleysislega hvort hann vildi koma í fyrsta eða öðrum gír?
    -Það hefur alltaf verið mér undrunarefni hverni BÓ gat spítt því útúrsér með bæði samanbitnum tönnum og vörum.. -“FYRSTA GÍR HELVÍTIÐ ÞITT”.

    Því er svo skemst frá að segja að hífingarnar á þeim félögum gengu eins og í sögu og hafa svipaðar aðferðir oft verið notaðar síðar.

    Sjálfur fékk ég bara stutta skreppu niður í hellinn í það skiptið. Það er í eina skiptið sem ég upplifði þokkalegt vélarafl í Zúkkunii þegar BÓ skipti í annangír og botnaði helvítis drusluna með mig á leiðinni upp… -halft hestafl á kíló er hálfdrættingur á við formúlubíl!
    Það var líklega sanngjarnt eftir ræðuna sem ég flutti í talstöðina skömmu áður….

    Kalli

    #51679
    0801667969
    Member

    Ja ég held bara að þetta sé nokkuð rétt lýsing hjá Kalla, nema hvað handarbrotið var í ferð nokkru síðar. Hér kemur þó önnur.

    Einhvern tíma fyrir 20 árum var ég vakin snemma á sunnudagsmorgni. Ástæðan var sú að ég átti fortláta neongrænan ´47 model af Willys á 40” dekkjum sem gat nýst til þungaflutninga þennan morgun. Eitt verkefna á samæfingu björgunarsveitanna var nefnilega að ná í mann af botni Þríhnjúkagígsins. Frá Bláfjallabílastæðinu var ekið að gígnum með bílinn fullhlaðinn af björgunardóti og 9 manns úr HSSR, flestir hangandi utan á. Þar af voru fjórir metrar af tvíburum á húddinu (Ævar og Örvar Aðalsteinssynir).

    Þegar komið var að gígopinu var tekið fram forláta handknúið spil sem sveitin átti. Spilinu fylgdu tvær 100m vírhankir sem tengja mátti saman. Úr bænum hafði komið með mér Jóhann “Kælir” Viggó Jónsson. Báðir vorum við hæfilega ryðgaðir eins og vera bar á sunnudagsmorgni. Úr varð að Jói, útbúinn hausljósi og talstöð, var settur á vírendann og byrjað að slaka niður. Fljótlega fór vírinn að snúast sitt á hvað. Jókst snúningurinn stöðugt og Jói orðin eins og “diskó ljós” þarna í lausa loftinu. Diskó ljósin voru enn allsráðandi á skemmtistöðum borgarinnar á þeim tíma og því kannski lítil breyting frá kvöldinu áður fyrir Jóa.

    Á þessum árum var snúran í mikrafónn talstöðvanna mjög þykk með mjög stífum gormi. Þrátt fyrir þetta varð snúran þráðbein vegna miðflóttaaflsins. Þurfti “Kælirinn” að hafa mjög mikið fyrir því að draga mikrafóninn að sér. Fárveikur af snúningi gat hann “ælt” upp úr sér : “slakið hraðar niður”. Þegar niður kom þurfti hann að leggjast flatur fyrir í langan tíma til að jafna sig. Jafnvægisskynið var horfið og ógleði mikil.

    Uppferðin var enn verri. “Sjúklingurinn” hékk niður úr sjúklingnum Jóa og snúningurinn ekki minni. Statik lína hafði verið sett með til öryggis því menn vissu ekki hvað vírarnir þoldu mikinn þunga og snúning. Allt lenti þetta allt í tómri flækju. Heppni að engin hengdist í þessu ævintýri. Gríðarlegt puð var að snúa spilinu. Það lá skorðað milli steina sem gerði erfitt fyrir menn að leggjast almennilega á sveifarnar. Upp komu mennirnir slappir, óglaðir og ringlaðir eftir tveggja tíma uppferð á “fullum snúningi”. Já þetta voru miklir snúningar fyrir alla.

    Kv. Árni Alf.

    P.S. Spil þetta sást í notkun fyrir nokkrum dögum við stóra svelginn í Sólheimjökli. Kalli og Palli kunna því kannski betri skil.

    #51680
    0503664729
    Participant

    Hér er mynd af Súkkueigandanum (á víst þýskan skriðdreka í dag) á leiðinni niður í Sólheimajökul á dögunum. Ekki á felgunni í þetta skiptið.

    Down the hole

Viewing 15 posts - 1 through 15 (of 15 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.