Þríhnjúkagígur enn í fréttum

Home Forums Umræður Almennt Þríhnjúkagígur enn í fréttum

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47498
    Sissi
    Moderator

    http://www.dv.is/folk/2012/7/10/best-geymda-leyndarmal-islenskrar-natturu/

    “Hingað til hafa bara færustu fjallageitur komist niður í hellinn. Það eru kannski um 20 manns sem hafa haft þekkinguna og búnaðinn til þess að síga niður.”

    Þar af leiðir að það eru aðeins 20 súkkur á Íslandi?

    #57803
    Karl
    Participant

    Í síðustu ferð minni var notast við óæðra ökutæki en Zúkku, -og dugði vel.
    Tel líklegt á að sú ferð hafi verið síðasta “frjálsa” ferðin í hellinn.

    Einkavæðing á gatinu og iðnaðartúrismi lokar hellinum um alla framtíð fyrir þessa “20” sem langar til að glíma við hellinn eftir eigin leiðum.
    Þetta er á pari við framsóknarmanninn sem vildi leggja veg á Heklu og fá einkaleyfi á allri umferð á fjallinu. -Sá var bróðir Guðna Ágústsonar og skoraði víst hátt í öfgakimum framsóknarmafíunar.

    #57809
    Otto Ingi
    Participant

    Ég hef verid ad stefna ad thví ad fara tharna einhverntíman, hef bara ekki komid tharna ad eftir ad thessi lyfta kom. Breytir hun einhverju hvad vardar adgengi ad opinu?

    ps.
    Afsakid ad ad thad séu engir íslenskir stafir, Portugalir vilja víst ekki nota thá

    #57810
    Karl
    Participant

    Mér sýnist að búið sé að einkavæða Þríhnúkagatið og þú eigir erfitt um vik með að fara niður nema að kaupa miða.

    Magnús Birgisson lýsir þessu svona:
    “Þetta Þríhjúkagígsdæmi er eiginlega rannsóknarefni. Þarna virðist einkahlutafélagi hafa verið leift að kasta eign sinni á náttúruvætti í eigu almennings í Kópavogi. Þeir nota búnað sem var komið fyrir á kostnað National Geography við þáttagerð og þeir selja svo aðgang að náttúruvættinu á 35.000 kall og alveg ljóst að slík verðlagning er langt fyrir utan færi venjulegrar íslenskrar fjölskyldu í dagsferð um Reykjanesið. Áformin eru svo ennþá stórkallalegri…vegagerð, þjónustuhús, bílastæði, gangnagerð, pallasmíð og ég veit ekki hvað. Þetta heitir víst að vernda í þágu ferðamanna og þykir bara gott…allavega heyrist ekki múkk frá sjálfskipuðum talsmönnum náttúru Íslands.”

    Það er besta má að það sé lyfta upp á Midi í Cham. En Kláfurinn þar kemur ekki í veg fyrir að hver sem er geti klifrað eða skíða hvað sem er á fjallinu. Áform Þríhnúka ehf binda enda a frjálsa för um gíginn.
    Það er verið að gelda Graða-Rauð.
    Ég er reyndar nokkuð slakur yfir núverandi ástandi með topplyftu en jarðgöng, vegaglagningar risabílastæði stálþilför og pylsusjoppa er hrein eyðilegging hellinum.

    Samskonar fyrirbæri er að finna í einum af nyrsta gígnum í Lúdentsborgum, ca 70m djúpt.

    #57811
    0703784699
    Member

    @Kalli

    Ertu að segja að þetta séu þá nokkurs konar Hellagreifar, eða kannski frekar nær Þríhnjúkagreifar?

    Ertu að segja að það geta ekki allir farið og “veitt” ferðamenn og nýtt sameign okkar?

    #57812
    Karl
    Participant

    Himmi, -Það skiptir litlu hversu mörg fyrirtæki aka túristum um Langjökul, fara með halarófuskósólatúra á Hnúkinn osfrv.
    Slík starfsemi lokar ekki á umferð almennra ferðamanna sem ferðast á eigin forræði og veldur ekki óafturkræfum spjöllum.

    -Ég sé tvennt athugavert við áætlanir Þríhnúka ehf. Í fyrsta lagi áform um gríðarleg óendurkræf náttúruspjöll, í öðru lagi einkavæðingu á merkilegu náttúruvætti í eigu Kópavogs sem þar með verður óaðgengilegt öðrum en þeim sem ferðast á vegum þessa eina félags.

    Hvaða uppákoma heldur þú að verði ef þú mætir með statiklínuna þína uppeftir í fyrramálið og segir; -“því miður strákar, ég er að nota hellinn í dag og lyftan ykkar truflar mig á minni línu og veldur slysahættu!” í dag verðið þið að gera e-h annað!

    Framsóknarfrömuðurinn sem ætlaði að gera veg á Heklu ætlaði einungis að fá einkarétt á akstri á fjallið og við hefðum því getað skíðað það óareittir eins og verið hefur. Siglínur eiga hinsvegar aldrei eftir að sjást í Þríhnúkahelli ef hann verður e-h effaður.

    Þetta mál snýst því bæði um náttúruvernd og almannarétt. -Spurning hvort Samút eigi að láta það til sín taka.

    #57813
    Björk
    Participant

    En hvað með þá t.d. þegar bæjarfélög eru byrjuð að gera samninga við fyrirtæki eins og þessi hljómar:
    “Sá samningur sem gerður er við Bergmenn ehf. tekur eingöngu til þess að lenda þyrlu á landi Dalvíkurbyggðar, með borgandi ferðamenn á þeirra vegum, í þeim tilgangi að stunda skíðamennsku; á skíðum, snjóbrettum eða sambærilegum búnaði, þ.e. að lenda þyrlu til að hleypa slíkum farþegum frá borði og/eða aftur um borð. Þessi samningur skerðir því ekki rétt annarra til að fara um landið ef ekki er notuð þyrla til að þjóna borgandi ferðamönnum.”

    http://www.dalvik.is/fundargerdir/5492/Baejarstjorn(232);-14022012/default.aspx

    Hvað er næst? Getur sveitafélag gert samning við ákveðið fyrirtæki að það megi bara labba eða keyra uppá ákveðið fjall (á ákveðinn stað) og fá borgað fyrir það?

    #57814
    2808714359
    Member

    Er það ekki bara þannig að landeigandi getur krafist gjalds og samið um notkun á sínu landi til nytja? Skiftir þá litlu máli hver landeigandinn er eða hvaða nytjar um er að ræða. Hvort sem menn ætla að leiðsegja göngutúrista, fljúga með skíðatúrista, slaka túristum ofan í helli, veiða fisk eða skjóta gæs.

    Það er ferðafrelsi um landið sem við þurfum að standa vörð um en það er ekki það sama og að það sé algerlega opið hverjum sem er að stunda atvinnurekstur á svæðum án samráðs við landeiganda.

    kv
    Jón H

    #57815
    Smári
    Participant

    Fínt að fólk og fyrirtæki geti skapað sér tekjur, en það er almannaréttur í landinu sem á að tryggja öllum aðgang að náttúrunni, sama hver á svæðið.

    Smári

    #57816
    Karl
    Participant

    Almannaréttur er þýðingarmeiri fyrir fyrir Ísalpara en flest annað og sennilega hefur farið meira púður í þann málaflokk hjá UIAA og aðildarfélögum en því sem kalla má klifur og fjallamennsku.

    Ný kynslóð landeigenda hefur oft lítinn skilning á að kvaðir eru á eignarhaldi lands og almenningur hefur umferðarrétt um eignarlönd, óháð því hvort e-h hafi verið greitt fyrir leiðsögn eða aðra þjónustu..
    Auðvitað þurfa fyrirtæki leyfi til að vera með starfsaðstöðu á einkalandi en ekki til þess að fara um viðkomandi land.

    Ég átta mig ekki á þessari nútíma Svarfdælsku, -í eina tíð voru ekki aðrar kvaðir á þeim sem skíðuð þar um fjöllin en að mæta í kaffi hjá Hirti á Tjörn af því að kallinn dauðlangaði að vita hvað væri í gangi og heyra ferðasögur.

    Ég hef heyrt ávæning af sérkennilegum merkingum á gönguleiðum á svæðinu, -á e-h myndir af þessum djásnum?

    Mér finnst miklu skipta að Ísalp taka fast á öllu sem brýtur gegn almannarétti.

    #57817
    0703784699
    Member

    linkNú hefur Access Fund í USA verið framarlega í baráttu fyrir hagsmunum klifrara (ís/klettar), sjá gildi AF: – http://www.accessfund.org/site/c.tmL5KhNWLrH/b.4992345/k.BC76/Mission_and_Vision.htm

    Hugsanlega mættu hellaáhugamenn fara að huga að þessum málum ef þeim finnst á sér troðið í þessu máli. Sé ekki hvernig þetta stangast á við hagsmuni mína sem klifrari.

    Svo er alltaf spurning hvort við erum að tala um hagsmuni heildarinnar eða sérhagsmuni takmarkaðs hóp? Nú eiga klárlega fleiri möguleika á því að njóta þess að fara ofaní Þríhnjúkahelli en áður, sem ég myndi ætla að væri gott fyrir heildina en slæmt fyrir þann takmarkaða hóp sem hefur farið þarna niður fyrir tíma lyftunnar.

    Einsog Kalli bendir réttilega á þá takmarkast þarna aðgangur minn til að síga ofaní með minni eigin línu. Áður fyrr gat ég bara sígið þarna ofaní með félögum með sérfræðiþekkingu í spottavinnu en núna gæti ég farið þarna niður með aldraðri ömmu minni og notið þess með henni. Kostnaður er ekki tekinn inní dæmið enda óþarfur í þessari umræðu og held ég að hann jafnist út að einhverju leyti hvort eð er (einhver keypt sér 100+ m af statískri línu nýlega?).

    Ekki hef ég hugmynd um hvað þetta skilar í sameignina til okkar allra, en klárlega eru tekjurnar sem af þessu koma meiri en ef við seljum ekki þarna ofaní. Svo má deila um það hvort við viljum tekjur af öllu sem hægt er að hafa tekjur af eða lifa við óbreytt ástand um ókomin ár.

    Er það rétt skilið að Kópavogur á landið? Og þar sem hellirinn er á þeirra landi mega þeir þá ekki ákveða hvort og hvernig starfsemi fer þarna fram? Þeir geta þá líka ákveðið hver fær “kvóta” til að starfa þarna. Ég myndi þá ætla að lögmaður Kópavogs (bæjarritari) hefði eitthvað um málið að segja.

    Það sem mér leikur forvitni á að vita er að ef ég mér dytti í hug að vilja selja ferðir ofaní þennan helli hvort ég gæti það, hvort leyfi fengist fyrir því, hvort fleiri en einn aðili gætu selt þarna ofaní á sama tíma eða hvort þetta muni takmarkast við eitt fyrirtæki? Hver ákveður verð á markaði þar sem einn starfar (link)?

    kv.Himmi

    #57821
    Páll Sveinsson
    Participant

    [attachment=459]2012-08-0509.03.11.jpg[/attachment]
    Það mætti erlendur hellakönnuður með sína línu í vinnunna til mín. Við fundum tíma milli ferða til að hann fengi að síga og júmma sýna drauma ferð. Ég græaði línuna svo hún mundi ekki trufla annað setup. Hann var alsæll og sagðist aldrei hafa farið svona langt í einu droppi.

    Ég er nú ekki að mæla með að fá einhverja hersingu af liði á svæðið til að síga í gíginn en endileg hafið samband ef þetta er á döfini og sjáum til hvort ekki er hægt að finna tíma sem passar öllum.

    kv. P

    #57829
    0703784699
    Member

    Það virðast fleiri hafa skoðanir á málinu. Myndin í Fréttablaðinu af gönguleið sem hefur myndast í mosanum er smá sláandi.

    http://visir.is/obaetanleg-natturuspjoll-a-thrihnukagig-og-nagrenni/article/2012708219993

    En verðum við ekki að bæta og auka aðgengi að þessari perlu? Af hverju að hafa þetta lokað/falið þegar hægt er að skapa verðmæti úr því? Er þetta virkilega svona mikið gönguskíðasvæði? Ég hefði haldið að það væri meira sunnan við Bláfjöll?

    Ég styð frekari uppbyggingu á svæðinu sem ég held að þjóni hagsmunum heildarinnar.

    Svo er fundur á næstunni um skipulagsmál varðandi Þríhnúkagíg ef einhverjir hafa áhuga, man bara ekki hvar og hvenær en áhugasamir geta eflaust komist að þvi.

    Himmi

    #57830
    0801667969
    Member

    Góð grein. En náttúrvernd er ekki það eina sem ég hef áhyggjur af.

    Talsvert hefur borið á Birni Ólafssyni sem talsmanni Þríhnjúka ehf.undanfarið. Björn er stofnandi og einn helsti eigandi fyrirtækisins, fyrir þá sem þekkja lítið til.

    Varð því fyrir verulegum vonbrigðum þegar ég uppgötvaði nú nýlega að umræddur Björn var einn af stærri hluthöfum og stjórnandi VBS fjárfestingarbanka.

    Fjármálafyrirtæki sem skilur eftir sig tugmilljarða skuldir til handa skattborgurum landsins.

    Og hvað kemur það málinu við, kann einhver að spyrja.

    Þegar einkavæða á náttúruperlu, og hið opinbera er byrjað að ausa fjármunum í ævintýrið þá skiptir máli hverjir þar koma við sögu.

    Það er stórt mál þegar afhenda á einkafyrirtæki náttúruna. Leiki einhver vafi á fortíð manna þá ætti náttúran að njóta vafans.

    Það er eitthvað stórkostlega bogið við að menn sem skilja eftir tugmilljarða skuldaslóð, sem bitnar beint á samfélaginu, fái náttúruperlur afhentar sjálfkrafa auk þess að fá aðgang að sjóðum almennings.

    Ef landinn ætlar einhvern tímann upp úr siðleysinu þá verður að stinga á kýlið, t.a.m. með málefnalegri umræðu.

    Ef þetta er allt einhver misskilngur þá endilega leiðréttið mig.

    Kv. Árni Alf.

    #57831
    Steinar Sig.
    Member

    Himmi, takk fyrir að benda á grein Björns Guðmundssonar. Aldrei hefði mér nú dottið í hug að vegur væri lagður frá Bláfjallaskála að þessu. Nú þegar ég skoða þetta á loftmynd sé ég reyndar ekki heppilegra vegstæði.

    Ég veit ekki enn hvort ég eigi að vera með eða á móti þessum framkvæmdum. Hundsé reyndar eftir því að vera ekki búinn að síga þarna niður í þetta ósnortið.

    En tengt eða ótengt, þá held ég að allir sem hafa skoðun á þessu máli hefðu gagn og gaman að því að lesa ,,Ísland verður aldrei ódýrt” – Viðtal við Elínu frkvstj ÍFLM og Ísalpara.

    #57832
    Steinar Sig.
    Member

    Ég mæli með að áhugasamir lesi frummatsskýrsluna: http://www.skipulagsstofnun.is/skipulagsstofnun/mal-i-kynningu/safn/nr/636

    Það er bent á umræðu Ísalpara í henni.

    Ég hafði ekki gert mér grein fyrir umfangi þessara framkvæmda. Staðurinn á að anna 800 gestum á klukkustund og nærri hálfri miljón ferðamanna á ári. Til samanburðar þá eru rúmlega 400.000 gestir á ári í Bláa lóninu.

    Athugasemdafrestur er til 21. september.

Viewing 16 posts - 1 through 16 (of 16 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.