Þjálfun skíðaleiðsögumanna – fasi I

Home Forums Umræður Skíði og bretti Þjálfun skíðaleiðsögumanna – fasi I

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #44926
    2806763069
    Member

    Til þeirra er málið varðar:

    Sem hluta af þjálfunarkerfi ÍFLM munum fyrirtækið nú í fyrsta skipti standa fyrir þjálfun fyrir skíðaleiðsögumanna. Þessi fyrsti fasi er einskonar prufukeyrsla á því hvernig mögulegt er að setja upp Íslenska þjálfun fyrir skíðaleiðsögumenn.
    Þessi fyrsti fasi skiptist í tvo hluta:

    6 daga snjóflóðanámskeið sem kennt er eftir stöðlum Canadian Avalanche Association fyrir Level I námskeið. Til að lágmarka kostnað er námskeiðið þó ekki opinbert CAA námskeið en kennt algerlega eftir þeirra stöðlum og af einum þeirra helstu leiðbeinendum. Þetta námskeið verður haldið á Akureyri dagana 1. – 6. mars.

    Seinni hlutinn er svo 6 daga námskeið í skíðaleiðsögn sem sömu leiðis er kennt af virtum erlendum leiðbeinanda. Á þessu námskeiði er ætlunin að fá einnig fram hvar einstaklingarnir standa varðandi skíðafærin og færni í leiðsögn almennt miðað við þá sem eru að hefja nám í fjallaleiðsögn erlendis.

    Þetta námskeið er haldið dagana 8. – 13. mars á Tröllaskaganum.

    Leiðbeinandi á báðum þessum námskeiðum er Colin Zacharias sem er einn af leiðbeinendum CAA auk þess að vera leiðbeinandi í þjálfun IFMGA/UIAGM leiðsögumanna í Canada.

    Á bæði námskeiðin eru laus sæti fyrir leiðsögumenn og aðra áhugasama sem ekki starfa fyrir ÍFLM. Fyrir snjóflóðanámskeiðið eru ekki aðrar grunn kröfur en þær að vera fær að ferðast á fjallaskíðum.

    Fyrir leiðsögunámskeiðið verður valið úr umsækjendum eftir getu þeirra og kunnáttu. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku í því námskeiði verða því að senda stutta greinargerð um fyrri reynslu. En ÍFLM starfsmenn sem eru líklegir til að nýtast fyrirtækinu í skíðaleiðsögn í framtíðinni ganga skiljanlega fyrir. CAA Level I eða sambærilegt snjóflóðanámskeið er enn fremur forsenda fyrir þátttöku í þessu leiðsögunámskeiði.

    Hvort námskeið fyrir sig kostar 199.000 kr með mat, húsnæði og transporti innan Akureyrar (líklega verður lítið mál að hafa flutning til og frá REY inni í þessu einnig – en það veltur á loka skipulagi).

    Umsóknir og fyrirspurnir sendist á ivar (hjá) mountainguides.is.

    Góðar stundir,
    Ívar

    #57944
    2806763069
    Member

    Mettnaðarfullir fjallamenn sem jafnvel eru að velta fyrir frekari menntunarmöguleikum í snjóflóðafræðum á vegum CAA hafa skiljanlega verið að velta fyrir sér hverjir möguleikar þeirra séu á framhaldsnámi að loknu þessu námskeiði í mati á snjóflóðahættu sem lýst er hér að ofan. Við spurðum Colin Zacharias um þetta og hér má sjá hans svar:

    Date: 15. nóvember 2012 15:27:31 GMT+00:00
    To:
    Subject: Re: A question

    Yes, very likely. Anyone who from countries other than Canada has to fill out a PLA “prior learning assessment”. These are fairly long winded applications to the CAA Educational Committee. Very likely it would pass as you suggest, particulariy if the courses that they have observation and recording standards are completed using OGRS (Canada) or SWAG (US) or New Zealand (OGRS) guidelines.

    Secondly for the course to meet the PLA requirement it may have to have an evaluation component (pass/fail) similar to the CAA lv 1.

    Colin

Viewing 2 posts - 1 through 2 (of 2 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.