Þátttökutilkynning, barnapössun, o.fl.

Home Forums Umræður Skíði og bretti Þátttökutilkynning, barnapössun, o.fl.

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45885
    1410693309
    Member

    Ég get upplýst að hafinn er undirbúningur fyrir norðurför hjá mínu liði (mun þekkjast á sauðalitunum) og verið er að vinna að því að leysa nokkur tæknileg vandamál. Ég hef engar áhyggjur af snjóalögum fyrir norðan, enda erum við hér fyrir fyrir sunnan vön því að þurfa tölta nokkur hundruð metra uppá við með skíðin á bakinu án þess hafa sérstaklega orð á því. Það hlýtur þó alltént að vera snjór í Flateyjardal eða framm (sic) í firði?

    Að því er varðar barnapössun er ég fullkomlega sáttur við að norðanmenn passi gríslingana þessa þrjá daga, enda sé um ræða barngóðan karl eða konu með einhverskonar sérhæfingu og reynslu á sviði uppeldismála. Leitt að prúðasti keppandi mótsins síðasta ár (Jón Gauti Jónsson, verðandi doktor í snjó-kamargerð og nú kenndur við Útiveru) er ekki á landinu, en hann hefði augljóslega fullnægt öllum skilyrðum til að taka þetta að sér. Minni einnig á þá aðferð forngermanskra kvenna að vefja ungabörn inn í hrís og geyma þau í gjótu meðan öðru var sinnt, svo sem aðkallandi stríðsrekstri.

    Verð að endingu að óska okkur til hamingju með nýju stólalyftuna í Bláfjöllum. Nú er loksins lyftufært í brekkuna góðu beint niður af toppinum sem legið hefur í dvala frá því gamla topplyftan var og hét. Lyftan sjálf er snör í snúningum og ekki nema 2 mín. uppá topp, að því er ég kemst næst. Ólíkt Fjarkanum fyrir norðan liggur hún ekki á jafnsléttu. Skrítið að sjá hversu fáir þelarar (ath. orðalag í samræmi við nýlega málverndarstefnu ÍSALP) voru á ferðinni í gær og á það raunar við veturinn í heild þrátt fyrir fínar aðstæður í Bláfjöllum í margar vikur, svigskíðingum og brettadólgum að leik. Nú er fólk meira segja farið að spyrja mann aftur “Hva, ertu á gönguskíðum?”.

    Sjáumst fyrir norðan (með venjulegum fyrirvara)
    Kv. SM

    #49530
    0801667969
    Member

    Er nú hálft í hvoru að vona að það verði lokað í Bláfjöllum um helgina svo maður eigi frekar heimangengt. Tek undir með Skúla að þelarar hafa ekki verið mjög sýnilegir í Bláfjöllum að undanförnu þrátt fyrir og þokkalegt veður og færi. Reyndar á ég erindi norður til að sækja Akureyrarbókina (sem Kalli Eiríks er búinn að eigna sér) sem ég fékk á festivalinu í fyrra fyrir ég veit ekki hvað.

    Kv. Árni Alf.

    #49531
    0704685149
    Member

    Árni Alf…ég get lagt inn gott orð hjá Bláfjallanefndinni svo þú fáir frí. Enginn er ómissandi, þú sérð hvernig beltó spjarar sig án KEA.
    Hann er að vísu í góðum höndum hér fyrir norðan og auðvita góðu veðri.
    kv.
    Bassi

Viewing 3 posts - 1 through 3 (of 3 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.