- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
19. June, 2007 at 11:22 #45487SissiModerator
Jó!
Væri alveg til í að fá ferðatips um Thailand ef einhver hefur verið að þvælast þar nýlega. Þá sérstaklega hvað varðar góðan stað til að læra að kafa, flottar strendur og aðgengilegt klifur. Ætli það sé hægt að leigja / kaupa eitthvað af drasli, leiðinlegt að ferðast með mikið meira en túttur í langri reisu.
Hils,
Sissi19. June, 2007 at 14:03 #51551BjörkParticipantEr það þá ekki bara deep water soloing?
19. June, 2007 at 15:10 #515520804743699MemberBlessaður Sveinn!
Af nógu er að taka…
Köfun: Eitt besta byrjendasvæði í heimi er á Koh Samui á austurströndinni. Mjög fallegt svæði og þjóðgarður rétt hjá. Menn flytja sig svo oft yfir á Koh Phi Phi og Puket, og þeir allra hörðustu yfir á Koh Similian, annars er af nógu að taka og margir fallegir staðir utan alfaraleiðar. Góðir skólar eru á svæðinu og allur búnaður til alls. Gæti verið sniðugt að taka fyrsta námskeiðið á Koh Samui og fara svo eitthvað annað.
Klifur: Þarna kemur eiginlega bara einn staður til greina, sem er eitt flottasta klifursvæði í heimi. Prah Nang eða Railey Beach og Ton Sai. Frábært svæði með milljón möguleikum og skemmtilegum dagsferðum allt í kring. Þarna er hægt að leigja allt eða kaupa. Í það minnsta 3 eða fjögur fyrirtæki á svæðinu. Sniðugt að taka þetta eftir köfunina í Koh Samui en það er hægt að taka rútu+lest beint til Krabi og þaðan með taxa og longtail boat til Railey Beach. Nóg til af efni á netinu, ég á líka topo ef þú vilt glugga í þá áður en þú ferð!Kveðja,
Bárður Örn19. June, 2007 at 17:18 #51553SissiModeratorFrábært, takk fyrir það!
Það væri kannski sniðugt að fá að kíkja á þetta, ég keypti mér eina klifurbók og hún er stútfull af hryllingssögum um ónýta bolta, en ekki spes góðum tópóum.
Meilið hjá mér er sissi að askur punktur org, ég gæti þá hugsanlega fengið að kíkja eitthvert kveldið.
Hils,
Sissi20. June, 2007 at 00:04 #51554Björgvin HilmarssonParticipantJá Samui er örugglega fín og vel með establiseraða skóla. En eins og ég minntist á við þig þá þekki ég bara Koh Tao. Held þetta sé bara spurning um hvort þú viljir vera á rólegum stað eða þar sem er meiri túrismi.
Man að það var mikil snilld að auk þess að borga lítið fyrir að leigja græjur og kafa, þá fengu þeir sem voru að læra ókeypis gistingu. Ég naut góðs af því þar sem frúin mín á þeim tíma tók námskeið.
En ég verð nú samt að segja að þú skalt ekkert gera þér miklar vonir um massífa kennslu eða stranga kennara. Fer kannski eftir því hvernig fólk lítur á það. Sumir eru að fíla það í botn að námið er aðvelt og kennarinn fer jafnvel út þegar bóklega prófið er tekið. Hálfgert kókópuffspróf held ég (PADI-puffs). En á móti kemur að köfun við þessar aðstæður þarna úti er hvort eð er eins lítið krefjandi og frekast getur verið.
Fátt kemur í staðin fyrir að læra hér heima, en það er náttlega margfallt dýrara. Auk þess eru flestir sem læra á sólarströnd að hugsa um sólarstrandarkafanir hvort sem er svo það er bara í fínu lagi.
Ef ef fólk er á annað borð á stað þar sem hægt er að læra að kafa þá er eiginlega bara bjánaskapur að gera það ekki.
Have fun dude!!
20. June, 2007 at 22:31 #515550203775509MemberRailey ströndin og Ton Sai eru flottir staðir fyrir prílið en þangað er auðvelt að komast. Leigir þér svo kofa í skóginum, sötrar ölið á barnum við ströndina, bröltir upp úr sólstólnum við og við, og röltir þessa 10 metra til að klípa í klettana…
Þarna er nóg af leiðum við allra hæfi og ég man ekki betur en það sé nóg af sjoppum til að kaupa (eða leigja) nauðsynlegar græjur. Ég á svo líka einhvern leiðarvísi um svæðið.
há
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.