Telemarkhelgin á Akureyri 2009

Home Forums Umræður Skíði og bretti Telemarkhelgin á Akureyri 2009

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47291
    0704685149
    Member

    – Búið að ákveða með forsvarsmönnum keppnishópa að Telemarkhelgin á Akureyrir verður haldin dagana:

    13. – 15. mars 2009

    Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

    Ég hvet alla að fara að huga að gistingu hér á Akureyri.

    kveðja Böbbi og Bassi

    #53338
    0703784699
    Member

    Fyrstu kemur fyrstur fær,

    http://isalp.is/art.php?f=217&p=580

    #53339
    1908803629
    Participant

    Ég veit ósköp lítið um Telemarkmótið og kem því með aulalega spurningu og kem með eina vangaveltu:

    – Þeir sem taka þátt, eru þeir á alls konar skíðum, þ.e. telemark, fjallaskíðum, etc. eða bara telemark?

    – Miðað við lágmarksupplýsingar þá skilst mér að keppnin felist í því að skíða niður á við. Ef svo er þá spyr ég, ætti ekki að keppa í “uppskíðun” þ.e. ganga/hlaupa upp á fjallaskíðum? T.d. upp stólalyftuna… eða eitthvað styttra.

    Kv. Ágúst Kr.

    #53340
    0808794749
    Member

    jess.
    festivalið er komið inn á kalendarið.
    nú nýtir maður rigningartíðina í hnébeygju og saumaskap til að koma ofurvel undirbúinn á hátíðina!

    ágúst.
    aðalkeppnisgreinin hefur verið í samhliðasvigi telemarkara.
    oft hefur líka verið keppt í stökkkeppni.
    fyrir 2 árum gerði friðjón tilraun til að starta svona fjallaskíða-upp keppni en ég held að mætingin hafi verið frekar dræm.

    annars er að sjálfsögðu öllum opið að mæta á svæðið og fylgjast með á milli ferða. stemmningin ætti ekki að fara fram hjá neinum. sama á hvernig rennslisgræjum fólk er.

    #53341
    2109803509
    Member

    Þessi helgi verður tekin frá. Meira að segja Akureyringarnir eru búnir að skrá festivalið í dagbókina sína skilst mér.

    #53342
    Steinar Sig.
    Member

    Gaman gaman.

    Varðandi fjallakeppnina hjá Friðjóni þá varð lítið úr henni fyrst og fremst vegna veðuraðstæðna. Þetta var á sunnudagsmorgni þegar allir voru annaðhvort þunnir eða að keppast við að komast í bæinn áður en heiðarnar lokuðu.

    Keppnin var færð úr efra fjallinu og inn á skíðasvæðið vegna snjóflóðahættu og vitlauss veðurs.

    Þrátt fyrir þetta kepptum við þrír þarna… Væru vafalaust fleiri ef aðstæður væru fyrir hendi. Engar hugmyndir um að reyna aftur?

    #53343
    Freyr Ingi
    Participant

    Þú ert sjálfkjörinn í að halda utan um þetta. Enda maður með keppnisreynslu.

    FIB

    #53344
    Karl
    Participant

    Þetta https://www.isalp.is/art.php?p=85 var kynnt með viðhöfn fyrir klúbbfélögum 2003.
    greinin var hugsuð sem e-h fjölmiðlavænt fyrir almenning til að kynna fjallaskíðun.
    Ég fékk engin viðbrögð við þessu og var sjálfur á Grænlandi vikuna fyrir festival og á festivalinu svo þetta datt uppfyrir.
    Spurning hvort það eigi að kynna þetta fyrir e-h skíðafélögum þar sem menn eru þokkalega “keppnis”….

    #53345
    0704685149
    Member

    Það afsakar ekkert það að hætta við keppni þótt ytri aðstæður séu að hafa áhrif, þær gera það alltaf á einn eða annan hátt.

    Ef einhver er tilbúin að sjá um utanbrautarkeppni eins og Friðjón gerði vel fyrir nokkrum árum með góðum stuðningi Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Þá er þeim sama velkomið að taka það verkefni að sér og sjá um það frá A-Ö. Einu kvaðirnar sem eru settar á, er að það er BANNAÐ að aflýsa eða hætta við utanbrautarkeppnina.

    Refsing við því banni er: Einelti ef hann stígur fæti á Norðurland og hvar sem norðlendingur sér hann.

    kveðja
    Bassi

Viewing 9 posts - 1 through 9 (of 9 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.