Telemarkhelgin á Akureyri 11.-13. mars

Home Forums Umræður Skíði og bretti Telemarkhelgin á Akureyri 11.-13. mars

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46289
    0704685149
    Member

    Þar sem nú er alhvít jörð á norðurlandi þótti viðeigandi að kalla saman fund í Telemark-ráði norðanheiða og þar var ákveðið…

    #48991
    0704685149
    Member

    ….að halda… TELEMARKHÁTIÐINA 11 TIL 13 MARS…. Allir fjallamenn og aðrir…vinsamlegast takið tillit til þess og reynið að komast því að taka þátt í öðrum uppákomum eða skipuleggja námskeið, ferðir eða annað slíkt um þessa helgi. Nema að Telemarhátíðin verði hluti af ferðinni eða námskeiðinu. Síðustu ár hafa verið erlendir þátttakendur, þannig að við viljum endilega benda ferðaþjónustuaðilum á að hér er tækifæri til að gera ferðir þeirra sölulegri með að bjóða upp á hópferðir á Telemarkhátíðina á Akureyri…henni er aldrei frestað…

    kveðja Böbbi og Bassi

    #48992
    1410693309
    Member

    Ekki eru ráð nema í tíma séu tekin. Hafið þið Norðlendingar annars nokkuð hugleitt að halda festivalið á Sigló? Ég minnist þess að hafa litist afar vel á aðstæður þar sl. vor þegar við hröktumst þangað í snjóleysinu mikla, svo ekki sé talað um hlýlegt viðmót heimamanna. Ekki svo að skilja að það væsi um mann á eyrinni snotru við Eyjafjörð.
    Kv. SM

    #48993
    0704685149
    Member

    Það að hugsa fram í tímann og skipuleggja sig er ekki sterkasta hlið Íslendinga sem gera helst allt á síðustu stundu og vija fá allt helst í gær. Við reynum að koma Telemarkhátíðinni að snemma og tala við aðila svo hátíðin stangist ekki á t.d. dagskrá björgunarsveita og stór námskeið hjá SL. Því stór hluti þeirra sem mæta á Telemarkhátíðina eru í björgunarsveitum líka.

    Gaman að sjá það að sumar sveitir hafa jafnvel sett hátíðina inn í sitt starfsplan sem dagskrárlið. Sem er vel skiljanlegt því hátíðin er orðin árlegur viðburður rétt eins og jólin. Er alltaf hvað sem dynur á.

    við höfum hugleitt þetta með Sigló. Komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki skynsamlegt t.d. vegna gistimöguleika, skemmtanir í bænum, veitingahús og styrkveitinar og margt fleira sem er ekki á Sigló en er hér á Ak. Þótt þeir séu með frábært skíðasvæði þá nægir það ekki eitt og sér. Nema að breyta hátíðinni. Það getur vel verið inn í myndinni að hafa síðasta daginn þar. En aftur á móti má ekki gleyma því, að þessi dagur í fyrra á Sigló var svaka góður í alla staði, bestu snjóalög á landinu, færið, veðrið, menn ekki skíðað lengi í svona færi og margt fleira sem blekkir dómgreind manna í að vilja flytja Telemarkhátíðina þangað.

    En allar ábendingar eru vel þegnar og þær skoðaðar í víðara samhengi…en þær þurfa að vera lagðar fram með góðum fyrirvara…því maður þarf að hafa tíma til að skipuleggja og plana.

    …En það er ekkert sem mælir á móti því að aðrir aðilar taki að sér að halda aðra Telemarkhátíð þar á öðrum tíma. Orð eru til alls fyrst…bara að það sé ekki 11-13 mars …

    Hvað segir Valli…er Sigló ekki við hliðina á Hólum?

    kveðja Bassi

    #48994
    1410693309
    Member

    Ja, er ekki fjallaskíðasnjór á Sigló langt fram í júní? Hvítasunnu- eða Jónsmessumót væri e.t.v. góð hugmynd, eftir atvikum í samstarfi við hlutaðeigandi trúfélög.

    #48995
    3110665799
    Member

    Bassi minn ! ég hef alltaf stutt ykkur, kom þessu móti sjálfur á koppinn 2001, ætla ekkert að fara beila neitt á þessu, sammála öllum rökfærsklum þínum.
    En er alltaf til í að skoða nýtt mót annarsstaðar á öðrum tíma, þá annað þema.
    T-klúbburinn verður alltaf við bakið á ykkur N-mönnum.

    Valli

Viewing 6 posts - 1 through 6 (of 6 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.