Teflonspray?

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Teflonspray?

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45571

    Menn voru eitthvað að tala um á ísfestivalinu að gott væri að nota einhverskonar teflonspray á ísskrúfur og annað fjalladót til að koma í veg fyrir að það ryðgaði. Er það raunin? Ég hef prófað WD-40 án þess að finna rosalegan mun.

    Ég bara spyr.

    Annars ætlum við tveir guttar í Eilífsdal á fimmtudag ef einhvern langar til að tilkynna sig veikan í vinnu eða skrópa í skóla.

    ági

    #50310
    Jón Haukur
    Participant

    Þú getur líka prófað að bóna þær með Sonax eða öðru þunnfljótandi bóni….

    jh

    #50311
    0702892889
    Member

    ekki hissa á að þú finnir ekki mikinn mun með töfraspreyinu wd40…það er svo þunnt og ætlað í allt aðra hluti að það fer strax af skrúfunni…sonax bónið skilur líka eftir sig svo þunna húð að það fer fljótt af…frekar að blanda saman hraðbóni frá mjöll við vaxbónið frá mjöll og þá færðu sterka húð

    #50312
    0311783479
    Member

    Ég hef notað WD40 á skrúfur og verið nokkuð sáttur, ennfremur notað einhvurslags reiðhjóla teflonbaseraða olíu á vinina sem heitir “Teflon-Plus” og er frá Finish Line frá BNA – klassa stuff og kostaði ögn af því sem metolíus olían kostaði.

    -h

    #50313
    0310783509
    Member

    WD-40… eittherntíman hringdi ég í útsendara Black Diamond í USA og hann mælti með þessu efni frekar en öðrum, ég hef notað það á allar mínar ryðhrúgur og það virkar vel. Bara muna að bera á innan sem utan.

    Ísfeld

    #50314
    Sissi
    Moderator

    Gúgglaði smá og BD mæla með WD40 (heitir það ekki Water Dry 40 – mjög misskilið sem smurefni).

    “Finally, give the inside diameter a quick shot of WD-40. Always dry your screws with the protective caps removed and use the caps for transit.”

    http://www.bdel.com/faqs.php > How do I sharpen…

    Hvernig er í Ameríkunni Lobbi Lobster? Hér er 60 cm púður og ísinn bókstaflega lekur úr eyrum manna.

    Siz

    #50315
    0310783509
    Member

    Héðan er allt það besta að frétta, svipaðar aðstæður og heima greinilega skv. veður(siz)anum. Það er nógur snjór hér í bili og það er greinilega farið að fréttast í næstu bæi því ég beið í röð í dag í örugglega vel rúmlega 2 mín eftir gondólanum :o) Ísaðstæður eru ágætar alveg og maður er fljótur að komast í þann vana að geta bara sagt æ… ég fer bara á morgun. En af nógu að taka.

    einar

    p.s er ekkert að frétta frá chamonix og spánarförum

    #50316
    Sissi
    Moderator

    Jamm – meira svona “fer bara á morgun – að drekka bjór” á Freeze-landi…

    Lítið heyrst frá Cham – up do no good I imagine. Skilaðu kveðu til skvís.

    S

    #50317
    1306795609
    Member

    Hvaða sögu segja skrópagemsar? Hvernig virkaði fimmtudagurinn?

    #50318
    Siggi Tommi
    Participant

    WD-40 skilst mér (las einhvers staðar) að standi fyrir “Water Displacement” og að sé kallað WD-40 af því að þetta var 40. tilraunin til að gera þennan undravökva. Hinar 39 hafa væntanlega ekki staðið undir væntingum…
    Hefur verið óbreytt formúla í ansi langan tíma (áratugi jafnvel?).

Viewing 10 posts - 1 through 10 (of 10 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.