Home › Forums › Umræður › Klettaklifur › Tapað fundið í Munkaþverá
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
30. July, 2011 at 19:07 #47522Arnar Þór EmilssonParticipant
Daginn
Drengirnir sem voru að klifra í Munkaþverá um síðustu helgi og gleymdu toppakeri í Talíu getið sótt dótið til mín.
Arnar Þór Emilsson
86306794. August, 2011 at 22:31 #56858Siggi TommiParticipantJæja gott fólk, við Arnar Emils jóðluðum nokkrum boltum í nýja leið í Munkanum í dag.
Leiðin byrjar 5m hægra megin við Englaryk og fer upp afar tignarlegan pillar/horn í efra partinum. Neðri parturinn er léttur (5.5-6?) en efstu 5-6m eru í 5.10+ skalanum (jafnvel 5.11 – varla samt).
Sennilega er hægt að klifra neðri partinn af þessari og hliðra yfir í efri partinn af Englaryki ef menn leggja ekki í pillarinn.Boltarnir eru á góðum og solid stöðum en á pillarnum er verið að klifra á eilítið losaralegu stöffi (4-5 tonna risaflaga) boltarnir eru á öðrum traustari hluta af pillarnum. Ef stykkið hrynur þá fara boltarnir alla vega ekki með…
Flest laust var hamrað burt og nokkur gallon af mosa mulin af með vírbursta og þolinmæðinni.Alveg frábært tæknilegt klifur upp þennan pillar þó svo neðri parturinn sé svo sem ekki neitt Nóbelsverðlaunaklifur. Fínasta viðbót í safnið…
Nafn er í vinnslu og gráðan verður settluð þegar fleiri hafa vippað sér þarna upp. Fyrstu hugmyndir voru upp á 5.10c-d en það gæti verið tóm tjara. Sendið endilega á okkur línu ef þið eruð með skoðun á gráðunni.
Rétt er að benda á að hafa tryggjarann með hjálm og í skjóli til hliðar (vinstra megin er sennilega best, beint undir Englaryki)!
Muna bara að fara varlega…Bon appetit!
11. September, 2011 at 23:25 #56906Siggi TommiParticipantEkki eru bara fersku hlutirnir að gerast á Hnappó þetta sumarið, því ný leið hefur bæst við í Búahömrum.
Hún skartar 6 eðal boltum og deilir auk þess toppakkeri með Gandreiðinni (5.10a), í Nálarveggnum fyrir miðjum hömrunum ofanverðum.Sjá leiðarlýsingu í eldri pistli hér.
Nálarveggurinn er ca. 300-500m vestan við gilið hjá Svarta Turninum. Gengið inn að ofan… (sigið niður á stóra syllu undir leiðunum)
Við hlóðum litla hvíta vörðu á brúninni fyrr í sumar og stungum krokkethliði með bleiku prússíkbandi ofan í hana. Það þarf samt að merkja þetta almennilega við tækifæri.Leiðin fær nafnið Garún Garún og gráðast í fyrstu atrennu 5.11b!
FF: Ágúst 2011. Sigurður Tómas, Valdimar Björnsson og Róbert Halldórsson.
Er töluvert flóknari og erfiðari en Gollum (5.11a) en eitthvað léttari en t.d. Sinfónía (5.11c) og fær því þessa fallegu gráðu þar til annað kemur í ljós…
Mjög teknískt háklassa klifur í góðu bergi – þurftum að mylja og skrapa burt eitthvað af dóti en það var minniháttar.
PS ekki láta ykkur bregða þó þið farið hana ekki beint af augum (onsight), því hún er töluvert snúin…Tvöföld ástæða til að fara upp að Gandreiðinni ef menn telja varla ómarksins vert að elta uppi bara eina snilldarleið.
Myndir komnar á picasaweb.google.com/hraundrangi (Sædís myndasmiður að flestum myndunum)
12. September, 2011 at 16:50 #56907SissiModeratorFlottir, gaman að það er að bætast við í Búahömrum, það er ágætis potential þarna og stutt að fara.
15. September, 2011 at 11:17 #56910ABParticipantGlæsilegt hjá ykkur.
Kveðja,
AB -
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.