Fórum í kvöldferð í Stardal í gær, Steppo, Halli og Kiddi auk mín. Áttum þar góðar klifurstundir í klassaveðri.
Fyrir ofan Lúsífer fundum við klifurtúttur. Vaknar þá sú spurning hvort gamlinginn hann Jón Haukur sé enn á ný farinn að dreifa búnaði sínum um helstu klifursvæði, en ég fann einmitt túttur í hans eigu á sama svæði fyrir nokkrum árum, þá fyrir neðan Lúsífer.
Eigandinn má hringja í mig (694-7083) en ég mun fara fram á gríðarlega vegleg fundarlaun.
Dótaklifurskveðja,
AB (Almenna Bókafélagið)