Home › Forums › Umræður › Skíði og bretti › Splitboard
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
16. May, 2011 at 21:12 #47262ingioMember
Ég er að pæla í að fá mér splitboard og það sem mig langar að vita hvað maður þarf að hafa í huga við val á þeim.
Hvaða tegund mæliði með ?
Hvað stærð þarf maður ?Kv
Ingi17. May, 2011 at 09:57 #56688SissiModeratorBurton og Voile eru aðal týpurnar. Ég á Burton 162 og er ansi sáttur við það, held að það sé líka framleitt í 168 en ég myndi persónulega ekki fara í það nema ég byggi í Whistler eða einhverri púðurkistu. Þarft aðeins kvikari hreyfingar í vorfærinu hérna heima.
Voile framleiðir líka splitboard, nokkrir hérna heima eiga þau og láta einnig vel af þeim.
Nú eru komnar spes bindingar á þessi bretti, í stað þess að nota hefðbundnar brettabindingar og interface á milli frá Voile. Þetta eru Voile light rail og Spark R&D. Finnst þessar fyrri svolítið flottar á mynd en þekki bara nokkra sem eiga Spark. Þeir eru mjög ánægðir. Held að það sé klárlega málið að taka amk bindingar sem rennast beint upp á plöstin með þessum hætti, átt að fá mun skemmtilegri eiginleika út úr því. Ég stefni á að kaupa bindingar nú í vor.
Skinnin eiga bara að fylgja með sem og upphækkanir undir hæla. Það er líka hægt að fá tvöfalda upphækkun sem er sniðug.
Broddarnir – ég á svoleiðis og finnst þeir óttaleg vitleysa. Held að maður væri betur settur með göngubrodda, býður upp að meiri reddingar.
Annars er allt um splitboard að finna hér: http://splitboard.com/site/Splitboard_Home/Splitboard_Home.html
Sissi
17. May, 2011 at 10:40 #566890703784699MemberÉg á Voile split kit með skinnum og öllu ef þú ert að skoða.
Eina sem þig vantar þá er brettið (Burton eða Voile einsog kom fram áður) og svo getur þú notast við hvaða snjóbrettabindingar sem er ofaná þetta split kit. Annars hafa komið nokkrir góðir þræðir um þessi mál undanfarin 2 ár. Googlaðu það. Sissi er með einhverjar nýjar pælingar og víddir í þessum splitboard málum. Málið snýst um harða v.s. mjúka skó og það er spurning um hvað þú ætlar að gera, hvar þú ætlar að renna þér osfrv.
kv.Himmi
S: 8636566 og himmi78 (hja) me (punktur) com
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.