- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
5. August, 2010 at 10:37 #468311306795609Member
Púff sumarfríið búið og tímabært að huga að aðeins að vetrinum? Ég trúi því og treysti að það séu einhverjir klúbbfélagar sem ætla sér að komast á spjöld sögunnar fyrir afrek í vetur. En ég vona að þau verði ekki skráð í hina vafasömu sögubók Veðurstofunnar.
Við vinnufélagarnir erum að glugga í svörtu bókina í tengslum við skipulagsvinnu á Kjalarnesi. Ég læt fylgja nokkrar línur svona til að slá á sumargleðina og minna á að maður þarf ekki að yfirgefa sveitafélagið Reykjavík til að komast í kast við náttúruna.
Staðsetning: Þverfellshorn í Esju
Tími: 6.3.1979
Lýsing: Tveir ungir menn fórust í snjóflóði í Þverfellshorni Esjunnar. Þeir voru á niðurleið þegar flóðið féll en þriðji maðurinn slapp og hélt til byggða eftir hjálp. Eftir alllanga leit fundust þeir báðir látnir á 1.5m dýpi. Snjó hafði skafið í fjallsbrúninni ofan á gamalt hjarn.Staðsetning: Esja, Grafardalur
Tími: 19.1.1997
Lýsing: Fimm björgunarsveitarmenn, sem voru við æfingar, lentu í flóði á Grafardal sem er austan Kistufells í Esju. Fjórum þeirra tókst að krafla sig úr því en einn barst um 150–200m niður fjallshlíðina og grófst um tvo metra. Eftir hálftíma tókst félögunum að grafa hann upp.Staðsetning: Esja, Búhamar
Tími: 5.12.1999
Lýsing: Kona og karlmaður komu af stað snjóflóði í gili við Búhamrar ofan við bæinn Stekk sem er nærri Esjubergi. Þau bárust hátt í 100m niður með flóðinu. Konan ökklabrotnaði og karlinn hlaut skrámu á kinn eftir ísexi.Staðsetning: Þverfellshorn í Esju
Tími: 16.3.2002
Lýsing: Tveir menn slösuðust alvarlega í snjóflóði sem þeir komu af stað í hlíðinni vestan Þverfellshorns á sama stað og tveir menn fórust árið 1979. Upptök flóðsins voru ofarlega í gilslakka. Tiltölulega lítill snjór var í fjallinu, en gil þó öll full og hjarn og grjót aðeins ísað. Ofan á þessu undirlagi var lausbundin vindfleki.Staðsetning: Þverfellshorn í Esju
Tími: 7.1.2007
Lýsing: Þrír félagar í Íslenska Alpaklúbbnum lentu í snjóflóði þar sem þeir voru á göngu í hlíð Þverfellshorns á mannbroddum og með ísaxir. Tveir þeirra slösuðust lítillega en einn slapp með marbletti
og skrámur. Mennirnir töpuðu einhverjum útivistarbúnaði í snjóflóðinu.Ef einhverjir muna eftir sambærilegum atvikum sem ekki eru talin upp hér þá er um að gera að láta vita því slíkar upplýsingar geta verið mjög mikilvægar, bæði fyrir fjallamenn og vinnu okkar á Veðurstofunni. Á vedur.is er meira að segja hægt koma með naflausar ábendingar á þar til gerðu eyðublaði: http://www.vedur.is/ofanflod/skraning/
5. August, 2010 at 14:25 #55526SissiModeratorLentu ekki einhverjir í flóði í Móskarðahnjúk eða Svínaskarði líklega í jan-feb 2009? Minnir að þetta hafi verið rætt á einhverjum Ísalp fundi.
5. August, 2010 at 15:26 #555271506774169MemberJújú, þetta var rætt í þaula á fundi um slys sem var í Ísalp salnum í vetur. Mig minnir að þetta hafi verið fólk úr einhverri björgunarsveit á Höfuðborgarsvæðinu. Þetta var í skarðinu milli Móskarðshnúkana.
6. August, 2010 at 13:09 #555310703784699MemberJá þú segir nokkuð. Voru ekki allir búnir að sjá þetta?
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.