Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Sósíalstemning í Tvíburagili
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
17. January, 2009 at 20:52 #47192ABParticipant
Í dag var fjölmennt í Búahömrum enda er Tvíburagil heitasti staðurinn í sportinu í dag – spyrjið bara einhvern af þeim níu klifrurum sem þar voru í dag. Með undirrituðum voru í för þeir Freysi, ástkær formaður vor, og Gummi Tómasar, professional ljósmyndari og almennur fagmaður. Fjalla-teamið flexaði bæsepana af krafti og klifruðu helling. Fyrstir á svæðið voru hins vegar Sigurður T. og Ásbjörn.
Reyndar var veðrið fjári leiðinlegt; skafrenningur og þannig óþarfi. Menn spreyttu sig á Ólympíska félaginu og öðrum línum og undu flestir glaðir við sitt. Bar það helst til tíðinda að Sigurður Tómas, betur þekktur sem Ziggi T, endurtók Ólympíska félagið og lét vel af. Við gefum Sigga orðið:
„Já, ég var orðinn helvíti kaldur þarna á tímabili en ákvað að láta slag standa enda er ég enginn búðingur. Þetta er klassa leið og ég mæli sterklega með henni. Þið eruð bestir fyrir að hafa boltað hana.“
Þar hafið þið það. Vel af sér vikið hjá pilti og við þökkum hólið.
Ég minnist þess ekki að hafa áður hengt upp jafn blautan klifurbúnað og ég gerði við heimkomuna í eftirmiðdaginn og ég verð hreinlega að biðja Hálfdán um að hysja upp um sig brækurnar og koma einhverju skipulagi á hlutina þarna uppi á Veðurstofu Íslands. Nú er janúar og þá er hæfilegt að frostið sé a.m.k. nokkrar gráður.
Að lokum má geta þess að 55°N eru ekki í aðstæðum (a.m.k. ekki hægra megin) en þó styttist í það. Í Tvíburagili eru bara mix aðstæður. Sá ekki Nálaraugað.
Kveðja,
AB
17. January, 2009 at 21:06 #53563Siggi TommiParticipantJá, það er engin lygi að veður var með versta móti. Skíta fjúk og misvindasamt þannig að bunurnar úr kertunum fuku um allt og varla þurran blett að finna undir klettunum né á spjörunum.
En Ólympíska félagið fékk alltént sína aðra rauðpunktun og er það vel. Byssurnar á ungstirninu þoldu ekki sýruna sem Fjelagið bauð upp á svo hann laut í gras en hyggur á hefndir hið fyrsta.
Tek undir með Andra og co. að leiðin er virkilega skemmtileg. Klassaklifur upp slúttið og kertið uppi skemmtilegt. Eina sem skyggir á er mega hvíldarsyllan eftir slúttið en það var svosem kærkomið að fá hana eftir pumpuna. Gráðan var aðeins rædd þarna og voru menn á þessu erfið M6 alla vega og jafnvel M7 þó við höfum afar lítið til að byggja á eins og komið hefur fram.
Þó nokkur föll voru tekin, eitt sem endaði á hvolfi og annað næstum með grándi í fyrsta bolta – gaman að því. Það verður að lifa á brúninni til að njóta lífsins…Andri og Freysi muldu úr einhverju framtíðarprójekti sem vonandi klárast í vetur. Tvíburagilið ætti að geta boðið upp á 5-10 leiðir. Kannski ekki allar einhverjar gersemar en ábyggilega vel brúklegar sem æfingaleiðir enda það sem sárlega vantar hér kringum Gómorru.
Þökkum piltunum fyrir boltavinnuna, öllum sem eru limir í boltasjóðnum fyrir framlögin og skorum á alla sem telja sig mixtröll að reyna sig við hressleikann.
17. January, 2009 at 21:10 #535642205892189MemberÞað var mikið fjör í dag, stutt frá bænum, tær snilld. Þakka fyrir boltavinnuna
18. January, 2009 at 09:51 #535652303842159MemberKúl… var Síamstvíburinn prófaður?
Eitt í sambandi við klettatrygginguna þar. Hún er ekkert spes og það er leiðinlegt að detta og meiða sig. Því finnst mér sjálfsagt að bolta hana og bæta góðri leið í safnið í gilinuEn Ívar ræður… eða hvað?
Hälsningar
Haukur18. January, 2009 at 10:53 #53566Siggi TommiParticipantAlgjörlega sammála síðasta ræðumanni.
Bolta þetta allt saman til að fá fleira gott stöff í safnið, því annars fer enginn þessa leið (eða afar fáir alla vega).18. January, 2009 at 12:32 #53567Freyr IngiParticipantJá, ég játa að ég er inni á því að byggja upp svæðið og bolta leiðir. Þar með talið “Síams”.
Sé ekki annað en það teljist sportinu til góðs að gera leiðir aðgengilegar, alla vega var tvíburagilið stappað af klifurgrísum í gær að máta leiðina sem var boltuð.Fyrirvari á boltun leiða er þó að bjóði leiðin upp á augljósar hefðbundnar tryggingar ætti að sjálfsögðu ekki að bora og bolta.
Mér sýnist og heyrist bara að “Síams” detti ekki inn í þann flokkinn.
En Haukur, það var heldur ekki ís í efri partinum þannig að þó að stemming hefði verið fyrir að síga og fortryggja (sem var ekki hjá neinum því að það eru boltar á svæðinu) þá vantaði efri partinn. Íspartinn sko.
Búhamrar eru inn í dag!
F.
18. January, 2009 at 16:56 #535682303842159Memberokey bögg, en ætli það sé sæmilegur steinn í efri partinum?
Það væri þá hægt að bolta hann líka, eða jafnvel setja bara akkeri e-s staðar eftir slúttið…Það væri náttúrulega príma, þá þyrfti maður ekkert að bíða eftir ísnum!
Venga
Haukur18. January, 2009 at 18:04 #53569RobbiParticipantJæja drengir…það þýðir ekki að benda hver á annan. Koma svo, taka afstöðu.
Ívar skrifaði:
Ef Haukur er annarar skoðunar þá má hann ráða hvað gert verður.
Kv.
hardcore – Gleðileg Jól!Robbi
18. January, 2009 at 19:03 #535702303842159Memberjæja víst að ég hef skotleyfi…
þá er ekkert annað að gera en hleypa af!Robbi niður með bækur, upp með borinn
kv
Haukur18. January, 2009 at 22:11 #53571ABParticipantEins og ég hef áður fært rök fyrir þá finnst mér að bolta eigi Síamstvíburann. Hins vegar finnst mér eðlilegt að sá sem fyrstur fór leiðina eigi lokaorðið um hvort það verði gert. Eigum við ekki a.m.k. að leyfa Íbba að koma sér heim frá Suðurskautinu áður en við boltum leiðina?
Kveðja,
AB
19. January, 2009 at 17:06 #535722205892189MemberJæja þá er vídjóið úr Ólympíska félaginu komið á jútúb.
Myndbandið er af seinni tilraun við leiðina, ekki náði ég að rauðpunkta leiðina í þetta sinn, en stutt að fara og kíkja aftur.
Yndislegt að fá pumpu dauðans í framhandleggina, þegar hún tók yfir, varð einbeitingin ekki mikil.
Einnig sést yndislega veðrið sem við fengum á laugardaginn.Myndbandið er samsett úr 2 skotum, ekkert búið að klippa
Þakka Davíð, félaga strákana úr Fjalla teyminu fyrir myndatökuna.
http://www.youtube.com/watch?v=TJB6cHx84-E
Ási
19. January, 2009 at 19:25 #535732303842159MemberTöff klippa, alvöru veður sem gefur skemmtilegan karakter…
jú Andri það er sennilega skemmtilegra að bíða eftir stráknumkv
H19. January, 2009 at 23:23 #53574SissiModeratorVeit einhver hvernig Ívari og félögum gengur? Er þetta ekki í annað skipti sem Íslendingar hyggjast eiga góðan dag á fjöllum þarna suðurfrá?
SF
21. January, 2009 at 11:46 #53575Páll SveinssonParticipantHeirði að þeir hefðu toppað í gær.
kv.
Palli21. January, 2009 at 12:52 #53576SissiModeratorBrill – til hamingju með það ef rétt er…
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.