Snjóflóð ofan við Dyrhamar

Home Forums Umræður Almennt Snjóflóð ofan við Dyrhamar

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #44528

    Á fjallamennskunámskeiði sem við vorum með í Öræfum síðustu daga fórum við meðal annars á Hnjúkinn með liðið. Sáum ummerki eftir njóflóð sem hefur fallið í bröttu brekkunni ofan við Dyrhamar. Brotstálið er nokkuð langt og ágætlega þykkt á kafla.

    Virkisjökulsleiðin er ekki mikið farin núna síðustu árin en flóðið er þarna að fara þvert yfir hluta af þeirri leið og yfir Dyrhamarssprunguna.

    Svona almennt séð er mjög lítill snjór á svæðinu og sprungur sem enginn hefur haft áhyggjur af fyrr en seint á sísoninu eru farnar að sjást allverulega mikið. En sá snjór sem er þarna er áhugaverður og það var allt þakið í nokkuð grófu yfirborðshrími.

    Hér eru myndir af þessu.

    #58270
    2006753399
    Member

    Takk fyrir að deila Bjöggi. Hef séð tvo stór flóð í brekkunni beint neðan við Dyrhamarinn á Virkisjökulsleið en aldrei þarna. Það er stór jaðarsprunga þarna beint fyrir neðan hamarinn sem er þá væntanlega kjaftfull af snjó núna.

    Þetta er frábær btw skíðabrekka ef Svínafellsjökullinn er ófær, mun brattari en Sandfellsleið.

    #58271
    0801667969
    Member

    Á Youtube má sjá ágætis myndband um snjóflóð sem 5 manns lentu í talsvert ofar (undir Hnjúknum), líklega vor 2009 (Leitarorð Hvannadalshnjúkur+Snjóflóð).

    Kv. Árni Alf.

Viewing 3 posts - 1 through 3 (of 3 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.