Snjóflóð í Troms 19. mars

Home Forums Umræður Skíði og bretti Snjóflóð í Troms 19. mars

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46446
    0304724629
    Member

    Eins og þið hafið sjálfsagt heyrt í fjölmiðlum, fórust fjórir svisslendingar og einn frakki í snjóflóði í Noregi í gær. Hér er smá samantekt sem ég ritaði á bloggsíðu (læst síða) Snjóflóðavaktar:

    Risastórt snjóflóð féll í fjallinu Sorbmegaisa í Lyngen ölpunum í Noregi í gær 19. mars og létust fimm skíðamenn frá Sviss og Frakklandi. Sá sjötti komst lífs af en það var leiðsögumaðurinn. Þeir höfðu gengið upp öxlina að norðanverðu og hugðust skíða niður í bratta hvilft þegar flóðið fór af stað. Í hópnum voru tólf manns og sex af þeim lentu ekki í flóðinu.

    Ég talaði í síma áðan við Höskuld Jónsson vin minn sem býr neðan við fjallið og var í allan gærdag að moka. Þyrla kom frá Tromsö með björgunarmenn, skutlaði þeim upp og kom síðan og sótti hann og fleiri björgunarmenn. Þegar hann kom var búið að finna einn á lífi og annan látinn. Höskuldur aðstoðaði við að moka upp mann sem var á sjö metra dýpi! Þegar myndirnar eru skoðaðar sést hvílík gildra þessi skál er. Brattin er um 35-40 gráður og jökulgarður fyrir framan sem veldur því að tungan hrannast upp í botninum. Höskuldur hélt að enginn hafi verið með Avalung eða Airbag en ég las einhversstaðar að líklega hefði einn verið með Airbag sem hafi verið sprunginn. Í þessu tilfelli hefði Avalung líklega ekki gert neitt því snjórinn var eins og steypa eða 600-800kg/m3 að eðlisþyngd (innskot: Hefðbundinn snjór er Íslandi er ca 300-400). Höskuldur skíðaði þetta fjall í fyrra og kíkti niður í þessa hvilft. En það hvarflaði ekki að honum að skíða þarna niður. Hann segir að það sé samt skíðað þarna niður en það er yfirleitt þegar vorsnjórinn er kominn.

    Mikil umræða er í Noregi um alla þessa útlensku leiðsögumenn sem eru þrælmenntaðir í sínu fagi en kunna kannski ekki á aðstæður á svæðinu. Það voru búinn að falla flóð áður en þetta gerist og almennt vitað að aðstæður voru ekki eins og best er á kosið.

    Myndir eru fengnar af nrk.no og dagbladet.no

    #57613
    Skabbi
    Participant

    Takk Rúnar

    Orðið “trekt” kemur vissulega upp í hugann þegar maður skoðar fyrstu myndina. Hversu æðislegur ætli snjórinn hafi verið fyrst menn ákváðu að taka sénsinn?

    Skabbi

    #57588
    Sissi
    Moderator

    1) Baker risaflóð

    2) Bridger bowl

    Þarna fara risaflóð á svæðum sem er búið að skíða í drasl við hitabreytingu. Ótrúlegt að sjá þetta veika lag undir svona miklum snjó eftir langan tíma.

    Og klifrarar hafa verið að velta ýmsum hlutum fyrir sér eftir öll þessi stóru flóð upp á síðkastið, t.d. Will Gadd

    #57663
    1001813049
    Member

    Hérna er annað flóð sem féll í mars í Noregi engin slasaðist eða lést en það má segja að hurða hafi skollið í hæla.

    http://www.liveleak.com/view?i=0b9_1333579128

    Kv. KM

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.