Snjóflóð Eldborgargili

Home Forums Umræður Almennt Snjóflóð Eldborgargili

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46881
    0801667969
    Member

    Vissi af nokkrum fjallaskíðamönnum í Eldborgargili í gær. Ágætis fleki sem hefur farið þarna af stað. Brotstálið uppi hátt í 100 m langt og spýjan nyrst í þessu vel yfir 100 löng og nær niður í “skíðaleið”. Gaman að heyra nánari lýsingu. Fór þetta af stað undan skíðamanni?

    Kv. Árni Alf.

    #57303
    gunnaratli
    Member

    Við vorum nokkur að leika okkur þarna uppfrá, Róbert Þór og Jade, Ívar, Björgvin, Guðjón Örn og ég, Gunnar Atli.
    Það er skemmst frá því að segja að við vorum búin að dúlla okkur við að skoða snjóprófíla undir dyggri stjórn Róberts Þórs og ákveða að líklegast væri ekki sniðugt að skíða mikið í hengjurnar þar sem við fundum 2 leiðinleg lög í snjónum og vindáttin búin að vera þannig að hengjurnar eru búnar að safna vel í sig.
    Þrátt fyrir þessa vitneskju náðu bæði ég og Ívar að setja flóð af stað með því að skíða í annarsvegar hengju og hinsvegar í mikin bunka af snjó sem skafið hafði til í brekkunni.
    Semsagt, bæði flóðin sett af stað af skíðamönnum og það seinna mun stærra, það er til í fullri lengd á vídeói þegar ég skíða í snjóbunkann og kem flóðinu af stað og er Ívar með það hjá sér, Guðjón Örn gæti átt vídeó af flóðinu sem Ívar setti af stað.

    Ég, Róbert Þór og Jade fórum aftur í morgun og skinnuðum upp nokkru neðar þar sem við fylgdumst með miklum vélsleðagörpum trylla upp alla brekkuna og nánast inn í hengjuna sem hékk þar fyrir ofan en í það skiptið kom ekkert niður….

    Kv, Gunnar Atli

    #57304
    2006753399
    Member

    Hérna er mynd af flóðinu, fiktaði aðeins í henni til að draga fram útlínur flóðsins
    [attachment=373]P1010337sm.jpg[/attachment]

    #57305
    1012803659
    Participant

    Hér er linkur á video úr túrnum upp í Bláfjöll.

    Ég reyndi að fikta með birtu og skugga til að flóðið sæist almennilega. Flóðið er eftir ca 1 mín í videoinu

    Linkur Video

    #57309
    0412805069
    Member

    Um að gera að fara varlega. Þetta flóð fer nákvæmlega af stað eins og ég hef lent í fyrir ofan Sólskinsbrekkuna. Ætli það sé ekki nokkuð algengt að svona hengjuflóð fari af stað á brúnum Bláfjalla.

    Árni, getur þú sett inn í daglegu skýrslurnar þínar um Bláfjöll hvenær hengjur hafa verið ruddar/sprengdar niður og þá hvar?

    #57310

    Fyrra flóðið sem sést í vídeóinu hans Guðjóns var ekki stórt. Það seinna var stærra og er það sem Árni er að tala um. Það rann lengst niður hlíðina og nánast alveg niður í pist. Ívar náði því nokkið vel á vídeó. Spurning hvort hann smelli því hér inn líka.

Viewing 6 posts - 1 through 6 (of 6 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.