Jú, sælt veri fólkið…
Eftir óheyrilega rigningu á laugardaginn hefur óskaplega miklum snjó kyngt niður á s.l. sólarhring. Hér er allt hvítt yfir að líta og það sem meira er, – það snjóar í logni. Fyrir þá sem ekki vita hvað það þýðir skal bent á eftirfarandi formúlu, sem reyndar hefur verið nefnd Bassagóríasarregla:
snjór + logn = lausamjöll (á engilsaxnesku “powder”)
Þetta er því ekki spurning um “línur sem er hægt að skíða” heldur að axla byrgðar, arka af stað og demba sér síðan niður eða “just ride”.