Mæli með BD vídeóinu sem Robbi benti á.
Ég hef tvisvar brýnt skrúfusettið mitt (fínt að gera það alltaf um jólin í skúrnum hjá tengdó) og það er ekkert stórmál ef menn eru sæmilega laghentir.
Bara vera með góða þjöl, trékubba og skrúfstykki til að halda skrúfunni. Tekur frá 2-15mín á skrúfu, fer eftir æfingu og hversu mikið tjónuð skrúfan er.
Hef alla vega ekki tekið eftir því að mínar skrúfur séu bitlausari en annarra síðustu vetur.