Skráið nýjar klettaklifurleiðir

Home Forums Umræður Klettaklifur Skráið nýjar klettaklifurleiðir

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45105
    0309673729
    Participant

    Ég vil hvetja klifrara til að skrá nýjar klettaklifurleiðir hérna á vefnum. Ísklifrarar skrá iðulega leiðirnar sínar hérna, en klettaklifrarar eru ennþá ekki byrjaðir á því. –Það er gaman og hvetjandi fyrir alla að sjá skráningar á nýjum leiðum.

    Athugið að til að skrá inn leiðir er EKKI nauðsynlegt að vera félagi í ÍSALP. Það getur hver sem er skráð sig á vefinn, og þar með skráð inn leiðir.

    Þegar leiðir eru skráðar er hægt að láta allt að 3 myndir fylgja með. Það er um að gera að láta myndir af leiðinni fylgja með, því þá er auðveldara fyrir aðra að átta sig á því hvar hún liggur.

    kveðja
    Helgi Borg
    vefstjóri

    #48060
    2307754439
    Member

    Hvernig væri það að gamlar leiðir sem hafa verið til í mörg ár væru færðar hér inn, þannig að það væri til einhverskonar leiðarvísir hér á netinu með upplýsingar um leiðirnar eins og er í leiðarvísum ÍSALP.

    #48061
    0311783479
    Member

    Var í þessu að skrá leið sem var farinn sl. helgi.
    -kv.
    Halli

Viewing 3 posts - 1 through 3 (of 3 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.