Skilgreining á P gráðu

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Skilgreining á P gráðu

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46200
    Páll Sveinsson
    Participant

    Í ársriti ÍSALP 1989 bls. 38

    I. Telst ekki ísfossaklifur. Snjóklifur í giljum og skorningum

    II. Mjög léttir ísbúnkar í litlum halla, en þó af sæmilegri lengd til að geta talist leið.

    III. Sama og II. en nú eru komin höft með þó nokkrum erfiðleikum, sem krefjast tábroddaklifurs og nokkurra átaka.

    IV. Leiðin orðin 20 til 30 metrar, eða lengri, III gráða og lágmark, þar af samfelldir 5 metrar í lóðréttum ís.

    V. Eitthvað af tveimur eftirtöldum atriðum: Leiðin orðin 100 metrar eða lengri, í verulegum erfiðleikum; slæmur ís, þök eða ísinn endar og við taka klettar eða aðrir erfiðleikar.

    VI. Leiðin er t.d. orðin mjög löng og svo til enginn ís. Mestmegnis klifrað í klettum á öxum og broddum. En einnig ef ísfoss er nógu langur (2 til 3 dagleiðir), nógu brattur og ísinn nógu slæmur fær hann þessa gráðu.

    Þeir sem vilja lesa alla greinina verða sér út um ársritið:-)

    kv.
    Palli

    #53995

    Fínt að fá þessa skilgreiningu á P-gráðum. Mjög töff að hafa eitthvað svona séríslensk kerfi. Þar sem ég fór Ýring núna á sunnudaginn þá er gaman að meta þá leið skv. þessu kerfi. Andri nefndi að Ýringur væri líklega P IV+ en ég held svei mér að Ýringur sé ekki nema P IV.

    P-kerfið er augljóslega kerfi sem er að meta alvarleika og lengd inn í heildargráðuna en ekki bara segja til um erfiðustu hreyfingar líkt og tíðkast með klettagráðum. Ég verð að segja fyrir mig að ég hef tilhneigingu til að hugsa um ísgráður líkt og í klettaklifri og því eru WI gráður að passa betur.

    En það er vissulega mun eðlilegra og meira lýsandi að meta fleiri þætti inn sem segja til um heildarpakkann. Spurning um að nota bara WI og P saman.

    #53996
    Anonymous
    Inactive

    Vandamálið við allar gráðanir í ís er marbreytanleiki leiðana. Það er að ein leið segjum til dæmis Grafarfossinn. Ef þú mundir klifra hann í dag þá hefur þú ákveðna upplifun. Ef þú klifrar hann viku seinna er þetta allt öðruvísi. Ísinn farinn að bunka meira út eða horfinn á köflum. Ef þú klifrar ákveðna leið fyrstur og hún er í afar erfiðum aðstæðum þá gráðar þú hana samkvæmt því. Ári seinna koma aðrir í leiðina og þá er hún kannski í mikið feitari og auðveldari aðstæðum og þeir segja að þú hafi stórlega yfirgráðað leiðina.
    Þetta er vandamálið. Gráður á ísleiðum eru aldrei og verða aldrei greyptar í stein vegna þessa. Þetta eru fyrst og fremst viðmiðunargráður og ber að taka þær með fyrirvara. Þegar klifrari er búinn að klifra mjög margar leiðir fer hann að sjá þetta og reynslan segir honum hver upplifunin er hverju sinni. Það er endalaust hægt að rífast um það hvort ákveðin leið sé gráður WI4 eða WI4+ en vandamálið er við hvað á að miða. Þegar leiðin er í kjöraðstæðum, erfiðum aðstæðum eða léttum aðstæðum. Ætti kannski að taka meðaltalið af þessu??? Þarna er þeim sem fara fyrstu uppferð gefið svolítið laus taumurinn um að ráða þessu. Þetta er allt öðruvísi í klettunum þar sem kletturinn er alltaf eins og þú getur alltaf treyst á ákveðin tök sem breytast ekkert frá ári til árs.
    Klifurkveðjur Olli

    #53997
    Siggi Tommi
    Participant

    Mér persónulega finnst pallagráðan ekki alveg vera að gera sig því hún er skv. þessum pistli í raun bara alpagráða og ég gef mér að þetta sé kópía af einhverju skosku hálandakerfi frá miðöldum.
    Palli vill t.d. ekki gráða leiðir í Múlafjalli hærra en IV því þær eru svo stuttar. Það bara virkar ekki. Ísleið fyrir mér er ekkert erfið þó hún sé 200m ef hún er bara WI4 tæknilega. Sú leið fengi líklega hærra á pallaskalanum heldur en megabega kertisleið undir 20m á öðru svæði sem myndi samkvæmt öllum mínum skilningarvitum teljast miklu erfiðari…
    Klárlega WI dæmi á þetta þó auðvitað komi aðstæður þarna inn eins og Olli kemur inn á. Ef menn vilja henda alvarleikagráðu aftan við WI erfiðleikastuðulinn, þá er það bara hið besta mál en ég held að það geri lítið því það kunna svo fáir á Fróni á þessar alpagráður (þmt. ég).

    Og ég sem hélt að P gráðurnar væru bara sandbaggaðar WI gráður…

    #53998
    Páll Sveinsson
    Participant

    Það eru meira en tuttugu ár síðan ég skrifaði þessa grein. Allt í henni er meira og minna stolið og stílfært úr gömlum bókum. Þetta var tilraun til að koma einhverju á blað um ísklifurgráður og þá daga var ekkert internet svo lítil var umræðan.

    Síðan hefur margt gerst.

    Nú er komin tími til að finna góða lýsingu á þeim gráðum sem lýsa best okkar leiðum.

    PS.
    P-gráður er eitthvað sem er ekki til.
    Það var einhver gárungur sem byrjaði að tala um þetta í gríni (ekki ég) og ég efast um að hann hafi séð fyrir að grínið yrði að gráðukerfi.

    kv.
    Palli.

    #53999
    0703784699
    Member

    Einsog svo réttilega er nefnt að þá eru ísleiðir breytilegar, geta verið erfiðar í dag en í þrusu aðstæðum og þar af leiðandi öruggari og/eða auðveldari annan daginn.

    Þegar þú klifrar ís erlendis að þá hafa gráður fest við leiðir með tímanum, ekki endilega sú gráða sem leiðin fékk þegar hún var frumfarin heldur það sem “meðaltalið” eða tíminn hefur leitt í ljós. Við Íslendingar búum við óstöðugra veðurfar en til að mynda í Kanada, Frakklandi, Noregi og víðar þar sem ísklifur er stundað af áfergju. Þar má nánast ganga að því vísu að leið X sé í aðstæðum frá Nov til Mars og fyrir og eftir það er hún ekki í kjöraðstæðum. Maður hefur gripið í tómt í Grafarfossinum í byrjun janúar eftir að hafa lesið um einhvern klifra þar um jólin en síðan komist í feitt nokkrum vikum síðar áður en allt hrundi síðan aftur snögglega.

    Ef menn frumfara klettaleið að þá er fyrsta gráðan ekki tekin til greina fyrr en nokkrir aðrir hafa gefið sitt álit á gráðunni. Eru menn ekki alltaf að greina á um 5.15 a eða b eða c þessa dagana og eru þó klettarnir “alltaf” í sömu aðstæðum (auðvitað gæti losnað um grip með tíð og tíma )

    Menn koma alltaf til með að kítast um gráður en aðalmálið er að gráðurnar veiti manni smá fyrirheit um það hvað maður er að fara að takast á við. Erfiðleikar (4 kannski ekki kjörin byrjendaleið en þó eitthvað sem flestir sem stunda sportið geta ráðið við), alvarleiki leiðarinnar (þeas erfitt að síga úr leið, bakka úr leið, tryggja sem er reyndar soldið loðið því ísinn er misjafn að þykkt, magni og gæðum og svo líka spurning hvort að tryggja þurfi með klettadóti) og svo lengd sem segir svo sem ekki nógu mikið um erfiðleikana. Siggi fer með rétt að Múlafjall getur boðið uppá alvarlegar og erfiðar leiðir sem lengri leið endilega gerir ekki. En þess vegna er lengdin bara einn af mörgum þáttum í gráðun leiðar.

    En spurning er, er verið að fara að endurgráða allt heima eða hvað? Viljum við eitthvað fara að hífa upp okkar gráðukerfi og samræma það við önnur lönd eða halda okkur í því að undirgráða flest? En þetta ætti svo sem ekki að vefjast um of fyrir mönnum þar sem WI6 er það erfiðasta sem hægt er að komast í ís (eða var íslandsvinurinn Albert búinn að finna WI7 í S-Ameríku?). Og svo fellur allt þar undir eða hvað?

    Jón Heiðar og Jökull Bergmann fóru Nuit Blanche í Argentiere dalnum ´98 sem var fyrsta WI6 í heiminum. Hún er nú talin léttari en þegar hún var farin fyrst sökum þess að það er búið að bæta við snjó byssum í Grands Montet skíðasvæðið og því meira affall af vatni sem lekur í leiðina. III 6 gráða farin 94, http://www.cascatedighiaccio.it/Nuit%20Blanche.htm

    Málið er held ég að finna klassíkera fyrir hverja gráðu fyrir sig og miða síðan flest allt út frá því. Ef þú veist að Grafarfoss er þessi gráða að þá veistu að leiðir með sömu gráðu ættu ekki að vera mikið erfiðari eða léttari osfrv.

    Klárlega þarf kerfi síðan ´89 að fá uppreins æru enda margt gerst síðan þá. Mér skilst að byrjendur fari fetlalausir af stað í klifur núna því annað gengur ekki og við skulum nú ekki gleyma því að FÍFI krókur var talinn eins nauðsynlegur og hitabrúsinn var langt þangað til á þessari öld og sér maður ennþá glitta í FIFI ef maður klifrar með fornum hetjum.

    En frábært framtak ef framfarsveit ísklifrara í dag vill og nennir að lyfta þessu grettistaki…..enda kynslóðaskipti þar líkt og víðar í samfélaginu.

    Stuttbuxnakveðjur frá down under,

    Himmi

    #54000

    Ég held það sé nú enginn að tala um að fara í einhverjar róttækar breytingar á gráðunum, þá allra síst á leiðum sem hafa haft sína gráðu í langan tíma. Þannig að ég veit ekki alveg hvert grettistakið er sem Himmi talar um.

    Held það sé eðlilegt að þegar nýtt fólk eða jafnvel ný kynslóð kikfrara er komin á það stig að vera farin að frumfara mikið af leiðum, þá fari hún í smá sjálfs- og söguskoðun til að finna sig í þessu.

    Ef ég tala fyrir mína parta þá er ég einfaldlega að reyna að fá betri tilfinningu fyrir gráðum og gráðunum og vil því leita í reynslubanka mér reyndari mönnum og horfa til hefðarinnar sem hefur ríkt hér á landi í bland við það sem gerist annars staðar.

    Held að það sé bara af hinu góða ef menn “synca” sig saman hvað þetta varðar öðru hverju og taki smá umræðu um þessi mál. Eins og margoft hefur komið fram og er öllum augjóst þá breytast tímarnir og eðlilegt að samræðan haldi áfram.

    Mér finnst eiginlega besti punkturinn í þessu öllu saman vera að gráður séu hugsaðar til að gefa mönnum nokkra hugmynd um hvað þeir eiga í vændum og að þær geti ekki verið teknar svo bókstaflega að menn fárist yfir van- eða ofgráðun um plús eða svo. Enda aðstæður misjafnar.

    #54001
    0703784699
    Member

    Grettistak = eru menn ekki að vinna í nýjum topo-um fyrir mörg ný og gömul svæði? Og ef ekki þá rétti tíminn til að fá það fram hvort leið X er 5 eða 5+ og leið Y 4 eða 4+ og þá hvort við skrifum í leiðara hvernig kerfi er notað? P eða WI eða annað.

    Efast svo sem um að margar gráður breytist þó þetta væri tekið til endurskoðunar.

    En mikið rétt. sync-ið er mjög mikilvægt og umræðan nauðsynleg.

    #54002
    0311783479
    Member

    Ef eg man rett tha er ein eda tvaer leidir i Rjukan WI7, Lipton og hvad het hin…

    Hitabrusi er malid – annad er sjalfskvalarthorsti ;o)

    kv.
    H

    #54003
    0703784699
    Member

    …og svo var allavegana ein að bætast í WI7 safnið í Noregi þá, og ég sem hef alltaf lifað í þeirri trú að WI6 væri það erfiðasta sem hægt væri að finna í ís en klárlega að þá er það með ísgráður einsog aðrar gráður að það verður að hafa þær opnar í báða enda til að takmarka þær ekki..

    http://www.climbing.com/news/hotflashes/awesome_big-wall_ice_in_norway/

Viewing 10 posts - 1 through 10 (of 10 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.