Bendi mönnum á mjög gott gönguskíðafæri og snjóþotufæri á Bláfjallasvæðinu. Alltaf betra að hreyfa sig þó ekki sé troðin brekka eða braut. Umferð vélnúinna ökutækja á svæðinu (utan vegar) er bönnuð. Ef vart verður slíkrar umferðar sem truflar þá bendi ég fólki á að hafa samband við lögreglu. Hún alltaf fljótt og vel við.
Það vantaði í lokin að lögregla bregst alltaf fljótt og vel við. Þarna sést að mönnum getur brugðist bogalistin þegar hugurinn fer hraðar en vélritunarhæfnin.
Hvernig beygjist annars sögnin að bregðast (“við”) ?