Skíðaferð á Vatnajökul!

Home Forums Umræður Skíði og bretti Skíðaferð á Vatnajökul!

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45656
    Anonymous
    Inactive

    Nú er ég að fara í síðustu ferð mína á Vatnajökul þetta árið og er ferðinni heitið upp í Jöklasel á Skálafellsjökli. Þaðan fer ég á Breiðubungu og síðan beint í suður á mjög fáfarið fjall sem heitir Snjófjall sem er vestan við upptök Heinabergsjökuls. Síðan þarf ég að fara norður fyrir upptök Skálafellsjökuls og niður í Jöklasel. Samtals er ferðin 50-60 km(vonandi í styttri kantinum) og verður farin á tæpum sólarhring. Ég áætla að fara á sunnudag og koma aftur á mánudag. Ef einhver treystir sér með er honum velkomið að koma með því ég fer þetta annars einn. Ég á nú ekki von á að neinn bjóði sig fram enda eru sunnlendingar með endemum slappir miðað við norðanmenn sem flykkjast með mér í allar ferðir þar he he. Mér datt bara í hug að athuga hvort einhver hefði áhuga!!! Maður veit jú aldrei.

    #51631
    Anonymous
    Inactive

    Ég fékk með mér tvo alveg ótrúlega magnaða skíðagöngumenn sem gengu nánast fram af mér en við áttum frábæran dag á fjöllum. Við gengum rúmlega 50 km og fórum á 6 toppa í leiðinni í heiðríkju og frábæru skyggni. Það var ekki leiðinlegt að vera á fjöllum með góðum mönnum.
    Olli

Viewing 2 posts - 1 through 2 (of 2 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.