Home › Forums › Umræður › Skíði og bretti › Skíða-, telemark- og brettakort
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
23. November, 2004 at 16:43 #466441709703309Member
Sæl,
Þá er það komið á hreint hvað kortin munu kosta
kr. 13.000 fyrir fullorðna fullt verð kr. 16.000 og
kr. 6.000 fyrir börn.Fullorðnir, fæddir 1988 og fyrr
Börn, fædd 1989 og síðar, grunnskólaaldurLágmarksfjöldi er 10
Munið að ég þarf síðar að fá passamynd af umsækjanda, nafn og kennitölu.
Greiðslumáti verður þannig að þið greiðið á bankareikning ÍSALP. Upplýsingar gefnar þeim sem ætla sér að fá kort.
Nú þegar hafa nokkrir sýnt þessu áhuga. Verið fljót að bregðast við því ég reyni að klára þetta 1. desember.
Látið mig vita sem fyrst í tölvupósti á stefanpall@hotmail.com
Með kveðju,
Stefán Páll Magnússon24. November, 2004 at 11:24 #49192SissiModeratorVerður dagurinn áfram á sama verði?
Annars kíkti ég uppeftir í gær, nýja lyftan lúkkar ekkert smá vel. Hún liggur úr gilinu, hægra megin, á svipuðum stað og gamla, og upp á topp, þar sem gamla topplyftan var.
Búið er að breikka öxlina frá toppnum niður að gömlu lyftu og jafna hallann. Bætist við fín brekka þar. Einnig er hægt að renna sér niður í Suðurgil. Svo er náttúrulega besta brekka svæðisins þarna beint framaf. Spurning hvort lítil grey með lausa hæla leggja í það.
Þetta er ótrúlegt mannvirki. Gamla lyftan lítur út eins og jöklalyfturnar í Kelló í samanburði. Myndir af framkvæmdum á skidasvaedi.is.
Síðan er kominn vegur via Suðurgil upp á topp sem býður upp á skemmtilegt downhill á hjóli + vorskíðun á bíl.
Snjóalög á svæðinu eru prýðileg enn sem komið er, hefur örugglega verið þokkalegt rennsli í síðustu viku.
Svo má til gamans geta þess að við héldum reisugill, klifruðum upp í toppstöðina með köku með kertum á, rótsterkt kaffi og fínerí
24. November, 2004 at 12:55 #491931709703309MemberBlessaður Silli,
Verð að viðurkenna að ég kannaði ekki verð á dagskortum. Það kæmi mér samt ekki á óvart að þau hafi hækkað í verði líka þar sem hækkunin er réttlæt með framkvæmdum á nýju lyftunni.
Ekki draga fætur drífið ykkur og kaupið kort.
Munið Basarinn á laugardaginn.
Kv.,
Stefán Páll
30. November, 2004 at 16:10 #49194SissiModeratorHmm – http://www.skidasvaedi.is/
Ísalp fær sem sagt sama díl og allir aðrir sem kaupa fyrir jól…
1. December, 2004 at 11:44 #491951306795609MemberÞetta er pínu neyðarlegt sem síðasti ræðumaður er að benda á. Kannski spurning um að spara hæstvirtum gjaldkera sporin og kaupa kortið bara í búðinni. Íslenska leiðin gerir reyndar ráð fyrir að ef maður er ekki að nota “samböndin” þá er maður að tapa, sama þótt maður borgi meira eða minna…
1. December, 2004 at 16:40 #491961709703309MemberSæl,
Endilega verslið þetta í Markinu. S.s. við stöndum ekki í þessu.
Það er nú reyndar ekki einn maður sem tekur ákvörðun um verðin. Við fengum þetta tilboð í nóvember og margt getur breyst á einum degi í RÓM.
Sagði að þeir þyrftu svona 10 daga með góðu veðri svo það gangi vel undan þeim, verst að það helst ekki í hendur gott veður og góð snjólög á þessu svæði.
Svo er líka spurning hvort skíðafólk ætli að hvíla sig á árskorti eftir 3 frekar dapra vetur.
Með kveðju,
Stefán
háttvirtur gjaldkeri1. December, 2004 at 17:10 #49197SissiModeratorBara til að hafa það á hreinu – mér finnst virðingarvert að menn nenna að tékka á þessu og allt það. Bara glatað hjá þeim að gefa okkur ekki aðeins betri díl en “almúganum”
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.